Hvít jól um allt land Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. desember 2023 07:49 Jólin verða hvít um allt land, þó þau geti verið svolítið flekkótt syðst. Vísir/Vilhelm Allir landsmenn mega eiga von á hvítum jólum, þó jörð geti verið hvítflekkótt syðst. Veðurspáin fyrir helgina skánaði í morgun frá því sem var og segir vakthafandi veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands að allir geti átt von á hvítum jólum. „Föstudagurinn er með rólegheitum, norðlæg átt og éljagangur um norðan- og austanvert landið en líklega meira og minna alveg þurrt og bjart yfir sunnan- og vestantil. Á laugardag þá kemur lægðin býsna nálægt okkur þannig að það bætir nokkuð í vind, það verður skýjað og éljagangur nokkuð víða á landinu,“ segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur. Komi lægðin nær landinu gæti snjóað um sunnanvert landið en hann segir það ekki sjálfgefið. „Aðfangadagur eins og hann er núna er hann alveg þurr sunnantil en áfram éljagangur fyrir norðan og austan. Jóladagur er svoleiðis líka,“ segir Óli Þór. „Þessi föl sem kom í nótt og sá snjór sem var fyrir hann tekur ekkert upp þó rigni um tíma í dag. Hann sígur og blotnar og svo frystir hann aftur. Þessir tímar í dag eru síðustu tímarnir sem maður sér hláku fyrir jól og sá snjór sem verður eftir hann er ekkert að fara. Það getur verið að það verði eitthvað flekkótt syðst á landinu en á höfuðborgarsvæðinu er mjög líklegt að verði meira og minna hvít jól og fyrir norðan og austan verða þau klárlega hvít.“ Veður Jól Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fleiri fréttir Varað við snörpum hviðum Leiðin opnast fyrir lægðir að sækja að landinu Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Áfram sól og hlýtt í veðri Getur víða farið yfir tuttugu stig Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Hitamet maímánaðar frá 1960 næstum fallið Hiti getur farið yfir 20 stig „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Ekkert lát á sumarveðrinu Nýtt hitamet slegið á Egilsstöðum Gæti náð 24 stigum þar sem best lætur „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Hiti á bilinu tíu til 18 stig í dag Allt að tuttugu stiga hiti á Norðausturlandi Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Vindur, skúrir og kólnandi veður Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Sólríkt og fremur hlýtt í dag Skýjað og rigning af og til Hiti gæti náð fimmtán stigum Styttir víða upp og kólnar Von á allhvössum vindi og rigningu Gengur á með skúrum sunnan- og vestanlands Útlit fyrir þokkalegt veður Hægfara lægð yfir landinu Víða væta með köflum en rigningin samfelld á Suðausturlandi Sjá meira
Veðurspáin fyrir helgina skánaði í morgun frá því sem var og segir vakthafandi veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands að allir geti átt von á hvítum jólum. „Föstudagurinn er með rólegheitum, norðlæg átt og éljagangur um norðan- og austanvert landið en líklega meira og minna alveg þurrt og bjart yfir sunnan- og vestantil. Á laugardag þá kemur lægðin býsna nálægt okkur þannig að það bætir nokkuð í vind, það verður skýjað og éljagangur nokkuð víða á landinu,“ segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur. Komi lægðin nær landinu gæti snjóað um sunnanvert landið en hann segir það ekki sjálfgefið. „Aðfangadagur eins og hann er núna er hann alveg þurr sunnantil en áfram éljagangur fyrir norðan og austan. Jóladagur er svoleiðis líka,“ segir Óli Þór. „Þessi föl sem kom í nótt og sá snjór sem var fyrir hann tekur ekkert upp þó rigni um tíma í dag. Hann sígur og blotnar og svo frystir hann aftur. Þessir tímar í dag eru síðustu tímarnir sem maður sér hláku fyrir jól og sá snjór sem verður eftir hann er ekkert að fara. Það getur verið að það verði eitthvað flekkótt syðst á landinu en á höfuðborgarsvæðinu er mjög líklegt að verði meira og minna hvít jól og fyrir norðan og austan verða þau klárlega hvít.“
Veður Jól Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fleiri fréttir Varað við snörpum hviðum Leiðin opnast fyrir lægðir að sækja að landinu Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Áfram sól og hlýtt í veðri Getur víða farið yfir tuttugu stig Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Hitamet maímánaðar frá 1960 næstum fallið Hiti getur farið yfir 20 stig „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Ekkert lát á sumarveðrinu Nýtt hitamet slegið á Egilsstöðum Gæti náð 24 stigum þar sem best lætur „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Hiti á bilinu tíu til 18 stig í dag Allt að tuttugu stiga hiti á Norðausturlandi Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Vindur, skúrir og kólnandi veður Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Sólríkt og fremur hlýtt í dag Skýjað og rigning af og til Hiti gæti náð fimmtán stigum Styttir víða upp og kólnar Von á allhvössum vindi og rigningu Gengur á með skúrum sunnan- og vestanlands Útlit fyrir þokkalegt veður Hægfara lægð yfir landinu Víða væta með köflum en rigningin samfelld á Suðausturlandi Sjá meira