Veður

Reikna með hviðum að 35 metrum á sekúndu

Atli Ísleifsson skrifar
Djúp lægð nálgast nú landið.
Djúp lægð nálgast nú landið. Vísir/RAX

Spáð er hvassri suðlæg átt í fyrramálið þar sem hviður geta náð 35 metrum á sekúndu í vindstrengjum við fjöll á austanverðu landinu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar, en djúp lægð er nú við suðvestur Grænland og nálgast hún landið smám saman í dag.

Þar segir að það verði þó hægari vindur um hádegi.

„Hvöss suðvestanátt undir annað kvöld og blint í slydduéljum eða éljum með hviðum um 35 m/s þegar élin ganga yfir á vestur helmingi landsins,“ segir í tilkynningunni.

Djúp lægð við suðvestur Grænland og í dag nálgast hún okkur smám saman.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×