Vörpuðu sprengjum á byltingarverði í Sýrlandi Samúel Karl Ólason skrifar 8. nóvember 2023 23:09 Tvær bandarískar F-15 herþotur voru notaðar til að varpa sprengjum á vopnageymslu byltingarvarða Írans í Sýrlandi. EPA/DAVE NOLAN Bandaríkjamenn gerðu í kvöld loftárásir í austurhluta Sýrlands, sem sagðar eru hafa beinst gegn byltingarvörðum Írans og vígahópum sem Íran styður. Þá var bandarískur dróni skotinn niður af Hútum yfir Rauðahafinu. AP fréttaveitan hefur eftir Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna að árásirnar hafi verið gerðar með tveimur F-15 herþotum og þær hafi beinst að vopnageymslu byltingarvarða Írans í Sýrlandi. Bandarískir hermenn hafa verið í austurhluta Sýrlands frá 2015. Þar hafa þeir tekið þátt í aðgerðum gegn Íslamska ríkinu í samstarfi við sýrlenska Kúrda og bandamenn þeirra í Sýrlandi. Frá því stríð Ísrael og Hamas-samtakanna hófst hafa tugir árása verið gerðar á hersveitir Bandaríkjanna í Sýrlandi og í Írak og hafa hópar sem tengjast Íran gert þær árásir. Austin sagði í yfirlýsingu í kvöld að Bandaríkjamenn muni gera frekari loftárásir, hætti árásirnar á herstöðvar Bandaríkjanna ekki. Byltingarverðir Íran, sem er stærsta og valdamesta deild hers landsins, heyrir eingöngu undir Ayatollah Ali Khamenei, æðstaklerk Íran, sem stjórnar landinu. Þeir hafa lengi verið í Íran og flytja þessar hersveitir meðal annars vopn til vígahópa sem yfirvöld í Íran styðja víðsvegar um Mið-Austurlönd. Following a series of attacks against U.S. persons in Iraq and Syria, U.S. Central Command (USCENTCOM) forces conducted an air strike against a facility in Syria used by Iran s Islamic Revolutionary Guard Corps (IRGC) and affiliated groups. We will take all necessary measures to pic.twitter.com/KoLGWbnaxo— U.S. Central Command (@CENTCOM) November 8, 2023 Skutu niður dróna Bandarískur dróni af gerðinni MQ-9 Reaper var skotinn niður yfir Rauðahafi í dag. Dróninn er sagður hafa verið skotinn niður af Hútum í Jemen. Hútar hafa skotið eldflaugum og flogið sjálfsprengidrónum að Ísrael undanfarinn mánuð. Áhöfn bandarísks herskip skaut niður nokkrar af þessum eldflaugum í síðasta mánuði. Hútar, sem eru studdir af Íran, eins og Hamas-samtökin og Hezbollah, hafa háð blóðuga uppreisn gegn yfirvöldum í Jemen um árabil. Þeir hafa sömuleiðis gert árásir í Sádi-Arabíu en Sádar hafa staðið við bakið á yfirvöldum í Jemen. Hópurinn stjórnar Sanaa, höfuðborg Jemen, og stórum hlutum landsins í norðri og vestri. Talsmaður Húta skrifaði á X í kvöld að dróninn hefði verið skotinn niður með ótilgreindu loftvarnarkerfi. Bandaríkjamenn segja drónann hafa verið í alþjóðlegri lofthelgi, samkvæmt frétt CBS News. The drone was shot down by an appropriate weapon. The Yemeni Armed Forces affirm its legitimate right to defend the country and confront all hostile threats.— Yahya Sare'e (@Yahya_Saree) November 8, 2023 MQ-9 drónar eru þessa dagana að mestu notaðir til eftirlits og upplýsingasöfnunar en þeir geta verið notaðir til að gera loftárásir. Drónarnir kosta um þrjátíu milljónir dala en þetta er í minnst annað sinn sem Hútar skjóta slíkan dróna niður. Síðast gerðu þeir það árið 2019. Hnykla vöðvana Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur sent tvö flugmóðurskip til austurhluta Miðjarðarhafsins. Hann og aðrir í ríkisstjórn hans hafa ítrekað varað Íran og vígahópa sem Íranar styðja við því að reyna að nýta sér stríðið milli Ísrael og Hamas. Forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum tilkynntu fyrr í vikunni að kafbáti sem getur borið kjarnorkuvopn hefði verið siglt á svæðið og fyrr í kvöld voru birtar myndir af sprengjuflugvél og tveimur herþotum á flugi, einhversstaðar í heimshlutanum. On November 8, 2023, and for the second time in three days, a U.S. B-1 Lancer conducted a mission over the U.S. Central Command area of responsibility. U.S. F-16s escorted the bomber. pic.twitter.com/VsXYPyEWsZ— U.S. Central Command (@CENTCOM) November 8, 2023 Sýrland Bandaríkin Íran Hernaður Átök í Ísrael og Palestínu Jemen Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Sjá meira
AP fréttaveitan hefur eftir Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna að árásirnar hafi verið gerðar með tveimur F-15 herþotum og þær hafi beinst að vopnageymslu byltingarvarða Írans í Sýrlandi. Bandarískir hermenn hafa verið í austurhluta Sýrlands frá 2015. Þar hafa þeir tekið þátt í aðgerðum gegn Íslamska ríkinu í samstarfi við sýrlenska Kúrda og bandamenn þeirra í Sýrlandi. Frá því stríð Ísrael og Hamas-samtakanna hófst hafa tugir árása verið gerðar á hersveitir Bandaríkjanna í Sýrlandi og í Írak og hafa hópar sem tengjast Íran gert þær árásir. Austin sagði í yfirlýsingu í kvöld að Bandaríkjamenn muni gera frekari loftárásir, hætti árásirnar á herstöðvar Bandaríkjanna ekki. Byltingarverðir Íran, sem er stærsta og valdamesta deild hers landsins, heyrir eingöngu undir Ayatollah Ali Khamenei, æðstaklerk Íran, sem stjórnar landinu. Þeir hafa lengi verið í Íran og flytja þessar hersveitir meðal annars vopn til vígahópa sem yfirvöld í Íran styðja víðsvegar um Mið-Austurlönd. Following a series of attacks against U.S. persons in Iraq and Syria, U.S. Central Command (USCENTCOM) forces conducted an air strike against a facility in Syria used by Iran s Islamic Revolutionary Guard Corps (IRGC) and affiliated groups. We will take all necessary measures to pic.twitter.com/KoLGWbnaxo— U.S. Central Command (@CENTCOM) November 8, 2023 Skutu niður dróna Bandarískur dróni af gerðinni MQ-9 Reaper var skotinn niður yfir Rauðahafi í dag. Dróninn er sagður hafa verið skotinn niður af Hútum í Jemen. Hútar hafa skotið eldflaugum og flogið sjálfsprengidrónum að Ísrael undanfarinn mánuð. Áhöfn bandarísks herskip skaut niður nokkrar af þessum eldflaugum í síðasta mánuði. Hútar, sem eru studdir af Íran, eins og Hamas-samtökin og Hezbollah, hafa háð blóðuga uppreisn gegn yfirvöldum í Jemen um árabil. Þeir hafa sömuleiðis gert árásir í Sádi-Arabíu en Sádar hafa staðið við bakið á yfirvöldum í Jemen. Hópurinn stjórnar Sanaa, höfuðborg Jemen, og stórum hlutum landsins í norðri og vestri. Talsmaður Húta skrifaði á X í kvöld að dróninn hefði verið skotinn niður með ótilgreindu loftvarnarkerfi. Bandaríkjamenn segja drónann hafa verið í alþjóðlegri lofthelgi, samkvæmt frétt CBS News. The drone was shot down by an appropriate weapon. The Yemeni Armed Forces affirm its legitimate right to defend the country and confront all hostile threats.— Yahya Sare'e (@Yahya_Saree) November 8, 2023 MQ-9 drónar eru þessa dagana að mestu notaðir til eftirlits og upplýsingasöfnunar en þeir geta verið notaðir til að gera loftárásir. Drónarnir kosta um þrjátíu milljónir dala en þetta er í minnst annað sinn sem Hútar skjóta slíkan dróna niður. Síðast gerðu þeir það árið 2019. Hnykla vöðvana Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur sent tvö flugmóðurskip til austurhluta Miðjarðarhafsins. Hann og aðrir í ríkisstjórn hans hafa ítrekað varað Íran og vígahópa sem Íranar styðja við því að reyna að nýta sér stríðið milli Ísrael og Hamas. Forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum tilkynntu fyrr í vikunni að kafbáti sem getur borið kjarnorkuvopn hefði verið siglt á svæðið og fyrr í kvöld voru birtar myndir af sprengjuflugvél og tveimur herþotum á flugi, einhversstaðar í heimshlutanum. On November 8, 2023, and for the second time in three days, a U.S. B-1 Lancer conducted a mission over the U.S. Central Command area of responsibility. U.S. F-16s escorted the bomber. pic.twitter.com/VsXYPyEWsZ— U.S. Central Command (@CENTCOM) November 8, 2023
Sýrland Bandaríkin Íran Hernaður Átök í Ísrael og Palestínu Jemen Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Sjá meira