Áfram árásir á Bandaríkjamenn í Írak og Sýrlandi Samúel Karl Ólason skrifar 9. nóvember 2023 23:38 Skjáskot úr myndbandi af loftárás Bandaríkjamanna í Sýrlandi í gær. Ráðamenn hafa heitið fleiri árásum, haldi árásir á bandaríska hermenn á svæðinu áfram. AP/Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna Minnst þrjár árásir voru gerðar á bandaríska hermenn í Írak í dag og minnst ein í Sýrlandi í gærkvöldi. Enginn er sagður hafa fallið í þessum árásum. Bandaríkjamenn vörpuðu í gær sprengjum á vopnageymslu byltingarvarða Íran í Sýrlandi í gær og var það gert vegna fjölda árásá vígahópa sem Íranar styðja á bandaríska hermenn í Írak og Sýrlandi. Í einni árásinni var sprengja sprengd nærri bandarískum og írökskum hermönnum við Mosul í Írak en engan sakaði þar, samkvæmt heimildum Reuters. Eitt farartæki hermannanna varð fyrir skemmdum. Í annarri áras í morgun var sjálfsprengidróna flogið að herstöð Bandaríkjanna nærri Baghdad en sá dróni var skotinn niður. Annar dróni var skotinn niður nærri herstöð Bandaríkjanna við Erbil í norðurhluta Írak. Yfirlýsing frá írökskum Kúrdum er frábrugðinn yfirlýsingu yfirvalda í Írak en þar segir að nokkrir drónar hafi verið notaðir við árásina við Erbil og þeir hafi valdið skaða á olíugeymslu. Þá segja Kúrdar að bandarískir hermenn hafi yfirgefið umrædda herstöð í síðasta mánuði. Í frétt CNN segir svo að eldflaugum hafi tvisvar sinnum verið skotið að bandarískum hermönnum í Sýrlandi eftir loftárásina í gær. Þrír hermenn eru sagðir hafa særst lítillega í þessum árásum. Tugir árása og 56 lítillega særðir Í heildina hafa verið gerðar fleiri en fjörutíu árásir á bandaríska hermenn í Írak og Sýrlandi frá því stríðið milli Ísrael og Hamas á Gasaströndinni hófst. 56 hermenn eru sagðir hafa særst í þessum árásum en enginn alvarlega. Bandaríkjamenn kenna vígahópum sem yfirvöld í Íran styðja um árásirnar og gerðu þeir þess vegna árás á vopnageymslu Írana í Sýrlandi í gær. Eftir loftárásirnar í gær varaði Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, við því að fleiri slíkar árásir yrðu gerðar, ef árásirnar á bandaríska hermenn héldu áfram. Sjá einnig: Vörpuðu sprengjum á byltingarverði í Sýrlandi Bandaríski herinn birti myndband af loftárásinni í gær, þegar tvær F-15 herþotur voru notaðar til að varpa sprengjum á vopnageymsluna í Maysulun í Sýrlandi. Bandaríkin Sýrland Írak Íran Hernaður Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Segja Ísraela hafa samþykkt tímabundin hlé Ríkisstjórn Ísrael hefur samþykkt að hætta árásum á Gasaströndina í fjórar klukkustundir á degi hverjum. Með þessu er vonast til þess að fleiri óbreyttir borgarar geti flúið frá norðurhluta Gasa, þar sem barist er á götum Gasaborgar og annarra byggða. 9. nóvember 2023 20:01 Forsætisráðherra Palestínu biðlar til alþjóðasamfélagsins að stilla til friðar Forsætisráðherra Palestínu biðlaði til alþjóðasamfélagsins í dag að þrýsta á endalok stríðsátaka á Gaza og spurði hversu margir þyrftu að deyja og hvað eyðileggingin þyrfti að verða mikil áður nóg væri komið. Alþingi samþykkti ályktun utanríkismálanefndar um átökin á Gaza í dag með öllum greiddum atkvæðum. 9. nóvember 2023 19:21 Mest lesið „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Innlent „Maður klárar bara þó að hóran sýni ekki áhuga“ Innlent Telur að slysið sem leiddi bróður hans til dauða verði veigamikið í rýni Innlent Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Innlent „Þetta er bara komið til að vera“ Innlent Þætti skemmtilegt að vera í stjórnarandstöðu „gegn þessum þremur“ Innlent Skipstjórinn fylgdist ekki með og stímdi á hafnarkant Innlent Alvotech stofnar þrjá leikskóla til að mæta vanda starfsmanna Innlent Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Innlent Hvað verður um umfangsmikinn fíkniefnaiðnað Sýrlands? Erlent Fleiri fréttir Macron kynnir nýjan forsætisráðherra Gefur líka milljón í embættistökusjóð Trumps Tæplega hundrað eldflaugum og tvö hundruð drónum skotið að Úkraínu Hvað verður um umfangsmikinn fíkniefnaiðnað Sýrlands? Búist við að Macron skipi forsætisráðherra í dag Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu Sjá meira
Í einni árásinni var sprengja sprengd nærri bandarískum og írökskum hermönnum við Mosul í Írak en engan sakaði þar, samkvæmt heimildum Reuters. Eitt farartæki hermannanna varð fyrir skemmdum. Í annarri áras í morgun var sjálfsprengidróna flogið að herstöð Bandaríkjanna nærri Baghdad en sá dróni var skotinn niður. Annar dróni var skotinn niður nærri herstöð Bandaríkjanna við Erbil í norðurhluta Írak. Yfirlýsing frá írökskum Kúrdum er frábrugðinn yfirlýsingu yfirvalda í Írak en þar segir að nokkrir drónar hafi verið notaðir við árásina við Erbil og þeir hafi valdið skaða á olíugeymslu. Þá segja Kúrdar að bandarískir hermenn hafi yfirgefið umrædda herstöð í síðasta mánuði. Í frétt CNN segir svo að eldflaugum hafi tvisvar sinnum verið skotið að bandarískum hermönnum í Sýrlandi eftir loftárásina í gær. Þrír hermenn eru sagðir hafa særst lítillega í þessum árásum. Tugir árása og 56 lítillega særðir Í heildina hafa verið gerðar fleiri en fjörutíu árásir á bandaríska hermenn í Írak og Sýrlandi frá því stríðið milli Ísrael og Hamas á Gasaströndinni hófst. 56 hermenn eru sagðir hafa særst í þessum árásum en enginn alvarlega. Bandaríkjamenn kenna vígahópum sem yfirvöld í Íran styðja um árásirnar og gerðu þeir þess vegna árás á vopnageymslu Írana í Sýrlandi í gær. Eftir loftárásirnar í gær varaði Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, við því að fleiri slíkar árásir yrðu gerðar, ef árásirnar á bandaríska hermenn héldu áfram. Sjá einnig: Vörpuðu sprengjum á byltingarverði í Sýrlandi Bandaríski herinn birti myndband af loftárásinni í gær, þegar tvær F-15 herþotur voru notaðar til að varpa sprengjum á vopnageymsluna í Maysulun í Sýrlandi.
Bandaríkin Sýrland Írak Íran Hernaður Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Segja Ísraela hafa samþykkt tímabundin hlé Ríkisstjórn Ísrael hefur samþykkt að hætta árásum á Gasaströndina í fjórar klukkustundir á degi hverjum. Með þessu er vonast til þess að fleiri óbreyttir borgarar geti flúið frá norðurhluta Gasa, þar sem barist er á götum Gasaborgar og annarra byggða. 9. nóvember 2023 20:01 Forsætisráðherra Palestínu biðlar til alþjóðasamfélagsins að stilla til friðar Forsætisráðherra Palestínu biðlaði til alþjóðasamfélagsins í dag að þrýsta á endalok stríðsátaka á Gaza og spurði hversu margir þyrftu að deyja og hvað eyðileggingin þyrfti að verða mikil áður nóg væri komið. Alþingi samþykkti ályktun utanríkismálanefndar um átökin á Gaza í dag með öllum greiddum atkvæðum. 9. nóvember 2023 19:21 Mest lesið „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Innlent „Maður klárar bara þó að hóran sýni ekki áhuga“ Innlent Telur að slysið sem leiddi bróður hans til dauða verði veigamikið í rýni Innlent Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Innlent „Þetta er bara komið til að vera“ Innlent Þætti skemmtilegt að vera í stjórnarandstöðu „gegn þessum þremur“ Innlent Skipstjórinn fylgdist ekki með og stímdi á hafnarkant Innlent Alvotech stofnar þrjá leikskóla til að mæta vanda starfsmanna Innlent Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Innlent Hvað verður um umfangsmikinn fíkniefnaiðnað Sýrlands? Erlent Fleiri fréttir Macron kynnir nýjan forsætisráðherra Gefur líka milljón í embættistökusjóð Trumps Tæplega hundrað eldflaugum og tvö hundruð drónum skotið að Úkraínu Hvað verður um umfangsmikinn fíkniefnaiðnað Sýrlands? Búist við að Macron skipi forsætisráðherra í dag Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu Sjá meira
Segja Ísraela hafa samþykkt tímabundin hlé Ríkisstjórn Ísrael hefur samþykkt að hætta árásum á Gasaströndina í fjórar klukkustundir á degi hverjum. Með þessu er vonast til þess að fleiri óbreyttir borgarar geti flúið frá norðurhluta Gasa, þar sem barist er á götum Gasaborgar og annarra byggða. 9. nóvember 2023 20:01
Forsætisráðherra Palestínu biðlar til alþjóðasamfélagsins að stilla til friðar Forsætisráðherra Palestínu biðlaði til alþjóðasamfélagsins í dag að þrýsta á endalok stríðsátaka á Gaza og spurði hversu margir þyrftu að deyja og hvað eyðileggingin þyrfti að verða mikil áður nóg væri komið. Alþingi samþykkti ályktun utanríkismálanefndar um átökin á Gaza í dag með öllum greiddum atkvæðum. 9. nóvember 2023 19:21