Áfram árásir á Bandaríkjamenn í Írak og Sýrlandi Samúel Karl Ólason skrifar 9. nóvember 2023 23:38 Skjáskot úr myndbandi af loftárás Bandaríkjamanna í Sýrlandi í gær. Ráðamenn hafa heitið fleiri árásum, haldi árásir á bandaríska hermenn á svæðinu áfram. AP/Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna Minnst þrjár árásir voru gerðar á bandaríska hermenn í Írak í dag og minnst ein í Sýrlandi í gærkvöldi. Enginn er sagður hafa fallið í þessum árásum. Bandaríkjamenn vörpuðu í gær sprengjum á vopnageymslu byltingarvarða Íran í Sýrlandi í gær og var það gert vegna fjölda árásá vígahópa sem Íranar styðja á bandaríska hermenn í Írak og Sýrlandi. Í einni árásinni var sprengja sprengd nærri bandarískum og írökskum hermönnum við Mosul í Írak en engan sakaði þar, samkvæmt heimildum Reuters. Eitt farartæki hermannanna varð fyrir skemmdum. Í annarri áras í morgun var sjálfsprengidróna flogið að herstöð Bandaríkjanna nærri Baghdad en sá dróni var skotinn niður. Annar dróni var skotinn niður nærri herstöð Bandaríkjanna við Erbil í norðurhluta Írak. Yfirlýsing frá írökskum Kúrdum er frábrugðinn yfirlýsingu yfirvalda í Írak en þar segir að nokkrir drónar hafi verið notaðir við árásina við Erbil og þeir hafi valdið skaða á olíugeymslu. Þá segja Kúrdar að bandarískir hermenn hafi yfirgefið umrædda herstöð í síðasta mánuði. Í frétt CNN segir svo að eldflaugum hafi tvisvar sinnum verið skotið að bandarískum hermönnum í Sýrlandi eftir loftárásina í gær. Þrír hermenn eru sagðir hafa særst lítillega í þessum árásum. Tugir árása og 56 lítillega særðir Í heildina hafa verið gerðar fleiri en fjörutíu árásir á bandaríska hermenn í Írak og Sýrlandi frá því stríðið milli Ísrael og Hamas á Gasaströndinni hófst. 56 hermenn eru sagðir hafa særst í þessum árásum en enginn alvarlega. Bandaríkjamenn kenna vígahópum sem yfirvöld í Íran styðja um árásirnar og gerðu þeir þess vegna árás á vopnageymslu Írana í Sýrlandi í gær. Eftir loftárásirnar í gær varaði Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, við því að fleiri slíkar árásir yrðu gerðar, ef árásirnar á bandaríska hermenn héldu áfram. Sjá einnig: Vörpuðu sprengjum á byltingarverði í Sýrlandi Bandaríski herinn birti myndband af loftárásinni í gær, þegar tvær F-15 herþotur voru notaðar til að varpa sprengjum á vopnageymsluna í Maysulun í Sýrlandi. Bandaríkin Sýrland Írak Íran Hernaður Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Segja Ísraela hafa samþykkt tímabundin hlé Ríkisstjórn Ísrael hefur samþykkt að hætta árásum á Gasaströndina í fjórar klukkustundir á degi hverjum. Með þessu er vonast til þess að fleiri óbreyttir borgarar geti flúið frá norðurhluta Gasa, þar sem barist er á götum Gasaborgar og annarra byggða. 9. nóvember 2023 20:01 Forsætisráðherra Palestínu biðlar til alþjóðasamfélagsins að stilla til friðar Forsætisráðherra Palestínu biðlaði til alþjóðasamfélagsins í dag að þrýsta á endalok stríðsátaka á Gaza og spurði hversu margir þyrftu að deyja og hvað eyðileggingin þyrfti að verða mikil áður nóg væri komið. Alþingi samþykkti ályktun utanríkismálanefndar um átökin á Gaza í dag með öllum greiddum atkvæðum. 9. nóvember 2023 19:21 Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Sjá meira
Í einni árásinni var sprengja sprengd nærri bandarískum og írökskum hermönnum við Mosul í Írak en engan sakaði þar, samkvæmt heimildum Reuters. Eitt farartæki hermannanna varð fyrir skemmdum. Í annarri áras í morgun var sjálfsprengidróna flogið að herstöð Bandaríkjanna nærri Baghdad en sá dróni var skotinn niður. Annar dróni var skotinn niður nærri herstöð Bandaríkjanna við Erbil í norðurhluta Írak. Yfirlýsing frá írökskum Kúrdum er frábrugðinn yfirlýsingu yfirvalda í Írak en þar segir að nokkrir drónar hafi verið notaðir við árásina við Erbil og þeir hafi valdið skaða á olíugeymslu. Þá segja Kúrdar að bandarískir hermenn hafi yfirgefið umrædda herstöð í síðasta mánuði. Í frétt CNN segir svo að eldflaugum hafi tvisvar sinnum verið skotið að bandarískum hermönnum í Sýrlandi eftir loftárásina í gær. Þrír hermenn eru sagðir hafa særst lítillega í þessum árásum. Tugir árása og 56 lítillega særðir Í heildina hafa verið gerðar fleiri en fjörutíu árásir á bandaríska hermenn í Írak og Sýrlandi frá því stríðið milli Ísrael og Hamas á Gasaströndinni hófst. 56 hermenn eru sagðir hafa særst í þessum árásum en enginn alvarlega. Bandaríkjamenn kenna vígahópum sem yfirvöld í Íran styðja um árásirnar og gerðu þeir þess vegna árás á vopnageymslu Írana í Sýrlandi í gær. Eftir loftárásirnar í gær varaði Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, við því að fleiri slíkar árásir yrðu gerðar, ef árásirnar á bandaríska hermenn héldu áfram. Sjá einnig: Vörpuðu sprengjum á byltingarverði í Sýrlandi Bandaríski herinn birti myndband af loftárásinni í gær, þegar tvær F-15 herþotur voru notaðar til að varpa sprengjum á vopnageymsluna í Maysulun í Sýrlandi.
Bandaríkin Sýrland Írak Íran Hernaður Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Segja Ísraela hafa samþykkt tímabundin hlé Ríkisstjórn Ísrael hefur samþykkt að hætta árásum á Gasaströndina í fjórar klukkustundir á degi hverjum. Með þessu er vonast til þess að fleiri óbreyttir borgarar geti flúið frá norðurhluta Gasa, þar sem barist er á götum Gasaborgar og annarra byggða. 9. nóvember 2023 20:01 Forsætisráðherra Palestínu biðlar til alþjóðasamfélagsins að stilla til friðar Forsætisráðherra Palestínu biðlaði til alþjóðasamfélagsins í dag að þrýsta á endalok stríðsátaka á Gaza og spurði hversu margir þyrftu að deyja og hvað eyðileggingin þyrfti að verða mikil áður nóg væri komið. Alþingi samþykkti ályktun utanríkismálanefndar um átökin á Gaza í dag með öllum greiddum atkvæðum. 9. nóvember 2023 19:21 Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Sjá meira
Segja Ísraela hafa samþykkt tímabundin hlé Ríkisstjórn Ísrael hefur samþykkt að hætta árásum á Gasaströndina í fjórar klukkustundir á degi hverjum. Með þessu er vonast til þess að fleiri óbreyttir borgarar geti flúið frá norðurhluta Gasa, þar sem barist er á götum Gasaborgar og annarra byggða. 9. nóvember 2023 20:01
Forsætisráðherra Palestínu biðlar til alþjóðasamfélagsins að stilla til friðar Forsætisráðherra Palestínu biðlaði til alþjóðasamfélagsins í dag að þrýsta á endalok stríðsátaka á Gaza og spurði hversu margir þyrftu að deyja og hvað eyðileggingin þyrfti að verða mikil áður nóg væri komið. Alþingi samþykkti ályktun utanríkismálanefndar um átökin á Gaza í dag með öllum greiddum atkvæðum. 9. nóvember 2023 19:21