Málaliðar Wagner færa Hezbollah loftvarnarkerfi Samúel Karl Ólason skrifar 3. nóvember 2023 11:43 Vígamenn Hezbollah á æfingu í suðurhluta Líbanon í vor. Óttast er að leiðtogar samtakanna muni opna nýja víglínu á landamærum Ísrael og Líbanon, þar sem reglulega hefur komið til skammvinnra átaka síðustu vikur. AP/Hassan Ammar Málaliðhópurinn rússneski, Wagner Group, er sagður ætla að senda hryðjuverkasamtökunum Hezbollah í Líbanon rússneskt loftvarnarkerfi, með mögulegri aðstoð Bashar al-Assad, forseta Sýrlands. Óttast er að Hezbollah ætli að opna nýja víglínu gegn Ísrael í norðurhluta landsins. Reglulega hefur komið til átaka á landamærum Ísrael og Líbanon undanfarnar vikur en þau átök hafa ekki verið umfangsmikil. Eldflaugum hefur verið skotið úr norðri og Ísraelar hafa svarað með eigin eldflaugum, loftárásum og stórskotaliði. Samkvæmt frétt Wall Street Journal er um að ræða SA-22 loftvarnarkerfi, sem einnig er kallað Pantsir. CNN segir að talið sé að loftvarnarkerfið hafi upprunalega verið ætlað Assad en hann hafi samþykkt að málaliðar Wagner komi því í hendur vígamanna Hezbolla. Eftir að Jevgení Prígósjín, eigandi Wagner Group, dó í sumar, er varnarmálaráðuneyti Rússlands sagt hafa tekið yfir stjórn málaliðahópsins. Hættir að segja Rússum frá loftárásum Bæði málaliðar Wagner og vígamenn Hezbollah hafa starfað í Sýrlandi um árabil, þar sem þeir hafa barist með stjórnarher Sýrlands. Hezbollah nýtur stuðnings Írans, eins og Hamas-samtökin, og Ísraelar hafa gert reglulegar loftárásir á vopnasendingar Írana til Hezbollah í Sýrlandi á undanförnum árum. Í frétt Bloomberg frá því í morgun segir að þessum loftárásum hafi farið fjölgandi og að Ísraelar séu hættir að láta Rússa, sem hafa lengi verið með viðveru í Sýrlandi, vita af árásunum. Nokkur ár eru síðan Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagði Benjamín Netanjahú, þáverandi og núverandi forsætisráðherra Ísrael, að Hezbollah yrði ekki leyft að ná fótfestu í suðvesturhluta Sýrlands, við landamæri Ísrael. Ísraelar hafa látið Rússa vita af loftárásum sínum í Sýrlandi en það hefur ekki verið gert undanfarnar vikur. Samband ríkjanna hefur beðið nokkra hnekki sem meðal annars má rekja til nánara sambands Rússlands og Írans, eftir innrás Rússa í Úkraínu. Rússar tóku einnig nýverið á móti sendinefnd frá Hamas-samtökunum í Moskvu. „Rússar eru í raunar að styðja óvini okkar,“ sagði Amos Yadlin, fyrrverandi yfirmaður leyniþjónustu ísraelska hersins, við Bloomberg. Leiðtogi Hezbollah heldur ræðu Hassan Nasrallah, leiðtogi Hezbollah, er sagður ætla að haldaræðu í Líbanon í dag en það verður í fyrsta sinn frá því stríðið milli Ísraela og Hamas hófst. Ræðunnar er beðið með eftirvæntingu og verður hún greind í þaula, varðandi það hvort hún innihaldi vísbendingar um ætlanir samtakanna. Hezbollah-samtökin eru talin mjög öflug og eru mjög áhrifamikil í Líbanon. Þúsundir vígamanna tilheyra samtökunum en þeir eru taldir mjög reynslumiklir af átökum í Sýrlandi og í Írak. Þá eru samtökin sögð eiga gífurlegt magn eldflauga sem þau gætu skotið að Ísrael. Rússland Líbanon Sýrland Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Tengdar fréttir Blinken kominn til Tel Aviv og mun ræða við Netanyahu um hlé Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er lentur í Tel Aviv þar sem hann mun funda með Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael. Hann er sagður munu hvetja stjórnvöld til að gera hlé á árásum sínum og sókn í Gasa. 3. nóvember 2023 07:09 Íran hótar að grípa til aðgerða Ebrahim Raisi, forseti Írans, segir Ísrael hafa farið „yfir rauðu línuna“ sem “gæti neytt alla til að grípa til aðgerða.“ Þetta segir hann í færslu sinni á samfélagsmiðlinum X, sem hét áður Twitter, snemma í morgun. 30. október 2023 08:28 „Við erum komnir að hliðum Gasa-borgar“ Ísraelskir hermenn og skriðdrekar sækja að Gasa-borg en eru sagðir hafa mætt stífri mótspyrnu Hamas-liða. Hermenn hafa nánast klofið Gasaströndina í tvennt. 2. nóvember 2023 15:54 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Níu ráðherrar funda með Höllu Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Reglulega hefur komið til átaka á landamærum Ísrael og Líbanon undanfarnar vikur en þau átök hafa ekki verið umfangsmikil. Eldflaugum hefur verið skotið úr norðri og Ísraelar hafa svarað með eigin eldflaugum, loftárásum og stórskotaliði. Samkvæmt frétt Wall Street Journal er um að ræða SA-22 loftvarnarkerfi, sem einnig er kallað Pantsir. CNN segir að talið sé að loftvarnarkerfið hafi upprunalega verið ætlað Assad en hann hafi samþykkt að málaliðar Wagner komi því í hendur vígamanna Hezbolla. Eftir að Jevgení Prígósjín, eigandi Wagner Group, dó í sumar, er varnarmálaráðuneyti Rússlands sagt hafa tekið yfir stjórn málaliðahópsins. Hættir að segja Rússum frá loftárásum Bæði málaliðar Wagner og vígamenn Hezbollah hafa starfað í Sýrlandi um árabil, þar sem þeir hafa barist með stjórnarher Sýrlands. Hezbollah nýtur stuðnings Írans, eins og Hamas-samtökin, og Ísraelar hafa gert reglulegar loftárásir á vopnasendingar Írana til Hezbollah í Sýrlandi á undanförnum árum. Í frétt Bloomberg frá því í morgun segir að þessum loftárásum hafi farið fjölgandi og að Ísraelar séu hættir að láta Rússa, sem hafa lengi verið með viðveru í Sýrlandi, vita af árásunum. Nokkur ár eru síðan Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagði Benjamín Netanjahú, þáverandi og núverandi forsætisráðherra Ísrael, að Hezbollah yrði ekki leyft að ná fótfestu í suðvesturhluta Sýrlands, við landamæri Ísrael. Ísraelar hafa látið Rússa vita af loftárásum sínum í Sýrlandi en það hefur ekki verið gert undanfarnar vikur. Samband ríkjanna hefur beðið nokkra hnekki sem meðal annars má rekja til nánara sambands Rússlands og Írans, eftir innrás Rússa í Úkraínu. Rússar tóku einnig nýverið á móti sendinefnd frá Hamas-samtökunum í Moskvu. „Rússar eru í raunar að styðja óvini okkar,“ sagði Amos Yadlin, fyrrverandi yfirmaður leyniþjónustu ísraelska hersins, við Bloomberg. Leiðtogi Hezbollah heldur ræðu Hassan Nasrallah, leiðtogi Hezbollah, er sagður ætla að haldaræðu í Líbanon í dag en það verður í fyrsta sinn frá því stríðið milli Ísraela og Hamas hófst. Ræðunnar er beðið með eftirvæntingu og verður hún greind í þaula, varðandi það hvort hún innihaldi vísbendingar um ætlanir samtakanna. Hezbollah-samtökin eru talin mjög öflug og eru mjög áhrifamikil í Líbanon. Þúsundir vígamanna tilheyra samtökunum en þeir eru taldir mjög reynslumiklir af átökum í Sýrlandi og í Írak. Þá eru samtökin sögð eiga gífurlegt magn eldflauga sem þau gætu skotið að Ísrael.
Rússland Líbanon Sýrland Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Tengdar fréttir Blinken kominn til Tel Aviv og mun ræða við Netanyahu um hlé Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er lentur í Tel Aviv þar sem hann mun funda með Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael. Hann er sagður munu hvetja stjórnvöld til að gera hlé á árásum sínum og sókn í Gasa. 3. nóvember 2023 07:09 Íran hótar að grípa til aðgerða Ebrahim Raisi, forseti Írans, segir Ísrael hafa farið „yfir rauðu línuna“ sem “gæti neytt alla til að grípa til aðgerða.“ Þetta segir hann í færslu sinni á samfélagsmiðlinum X, sem hét áður Twitter, snemma í morgun. 30. október 2023 08:28 „Við erum komnir að hliðum Gasa-borgar“ Ísraelskir hermenn og skriðdrekar sækja að Gasa-borg en eru sagðir hafa mætt stífri mótspyrnu Hamas-liða. Hermenn hafa nánast klofið Gasaströndina í tvennt. 2. nóvember 2023 15:54 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Níu ráðherrar funda með Höllu Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Blinken kominn til Tel Aviv og mun ræða við Netanyahu um hlé Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er lentur í Tel Aviv þar sem hann mun funda með Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael. Hann er sagður munu hvetja stjórnvöld til að gera hlé á árásum sínum og sókn í Gasa. 3. nóvember 2023 07:09
Íran hótar að grípa til aðgerða Ebrahim Raisi, forseti Írans, segir Ísrael hafa farið „yfir rauðu línuna“ sem “gæti neytt alla til að grípa til aðgerða.“ Þetta segir hann í færslu sinni á samfélagsmiðlinum X, sem hét áður Twitter, snemma í morgun. 30. október 2023 08:28
„Við erum komnir að hliðum Gasa-borgar“ Ísraelskir hermenn og skriðdrekar sækja að Gasa-borg en eru sagðir hafa mætt stífri mótspyrnu Hamas-liða. Hermenn hafa nánast klofið Gasaströndina í tvennt. 2. nóvember 2023 15:54
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent