Veður

Bjart­viðri í borginni

Bjarki Sigurðsson skrifar
Búist er við bjartviðri sunnan- og vestantil í dag.
Búist er við bjartviðri sunnan- og vestantil í dag. Vísir/Vilhelm

Í dag er von á norðanátt, tíu til átján metrum á sekúndu. Hvassast verður fyrir austan en bjartviðri verður á Suður- og Vesturlandi. Búist er við því að það lægi vestantil í kvöld.

Á morgun er von á vestlægri eða breytilegri átt með þremur til tíu metrum á sekúndu með slyddu- eða snjóél. Skúrir verða við suður- og vesturströndina. Þá verður hiti núll til sjö stig, en vægt frost í innsveitum norðaustanlands. 

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á sunnudag:

Suðvestlæg eða breytileg átt 5-13 m/s og rigning eða skúrir, hiti 2 til 9 stig. Svalara á norðaustanverðu landinu fyrri part dags með dálítilli slyddu eða snjókomu.

Á mánudag:

Norðaustlæg eða breytileg átt 5-13 og dálítil él, en þurrt að kalla sunnan heiða. Hiti 0 til 8 stig, mildast syðst. Vaxandi suðaustanátt um kvöldið og fer að rigna sunnan- og vestanlands.

Á þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag:

Ákveðin suðaustanátt með vætusömu og hlýju veðri, en lengst af úrkomulítið norðaustanlands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×