Veður

Hægfara lægð veldur kalda og vætu

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Gert er ráð fyrir lítilsháttar vætu á höfuðborgarsvæði.
Gert er ráð fyrir lítilsháttar vætu á höfuðborgarsvæði. vísir/vilhelm

Hægfara lægð er nú stödd suðvestur af landinu og verður vindáttin því austlæg í dag, víða gola eða kaldi og væta með köflum, en yfirleitt þurrt á norðanverðu landinu.

Þetta segir í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands í textaspá dagsins.

Þá segir að þegar líði á daginn bæti smám saman í vind við suðurströndina og að líkur séu á allhvössum vindi á þeim slóðum í kvöld. Hiti 5 til 11 stig að deginum.

„Á morgun gengur í norðaustan 8-15 m/s, en hvassara í vindstrengjum syðst á landinu. Á Suðvestur- og Vesturlandi verður þurrt og sæmilega milt veður, en rigning með köflum austanlands og heldur svalara.“

Á höfuðborgarsvæði er gert ráð fyrir austan 5-10 m/s og lítilsháttar vætu, en 8-13 og rigning í kvöld. Hiti verði á bilinu 6 til 10 stig, það lægi á morgun en verði bjart með köflum og hlýni heldur.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á sunnudag:

Norðaustan og austan 8-13 m/s, en 13-18 syðst. Víða lítilsháttar væta, en þurrt á Suðvestur- og Vesturlandi. Bætir í úrkomu austantil síðdegis. Hiti 4 til 10 stig.

Á mánudag:

Norðaustan 8-15 m/s. Rigning á norðaustanverðu landinu, og væta með köflum norðvestantil, en víða þurrt og bjart sunnan heiða. Hiti 4 til 11 stig, mildast syðst.

Á þriðjudag:

Norðaustlæg eða breytileg átt 5-13 og rigning með köflum, en þurrt um landið suðvestanvert. Hiti 3 til 9 stig.

Á miðvikudag, fimmtudag og föstudag:

Norðaustlæg átt og rigning eða slydda með köflum, en líkur á snjókomu fyrir norðan. Kólnar í veðri.




Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×