Veður

Stöku skúrir norðan- og austan­til en bjart suð­vestan­lands

Atli Ísleifsson skrifar
Gert er ráð fyrir að hiti verði á bilinu fimm til ellefu stig í dag þar sem mildast verður syðst á landinu.
Gert er ráð fyrir að hiti verði á bilinu fimm til ellefu stig í dag þar sem mildast verður syðst á landinu. Vísir/Vilhelm

Veðurstofan gerir ráð fyrir norðlægri átt í dag, fimm til þrettán metrum á sekúndu. Spáð er stöku skúrum eða éljum á norðan- og austanverðu landinu en bjartviðri um suðvestanvert landið.

Á vef Veðurstofunnar segir að hiti á landinu verði á bilinu fimm til ellefu stig þar sem mildast verður syðst á landinu.

„Á morgun verður norðlæg eða breytileg átt 3-10 m/s og áfram nokkrir skúrir eða él um norðanvert landið. Smálægð úr suðvestri kemur nálægt landinu og veldur suðaustanátt með rigningu öðru hverju sunnantil. Bjart að mestu suðaustantil. Hiti 4 til 9 stig.

Næstu helgi verða austlægar áttir og rigning með köflum í flestum landshlutum. Hiti breytist lítið,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Spákort fyrir klukkan 14 í dag.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag: Norðaustlæg eða breytileg átt 3-10 m/s en 10-15 norðvestantil. Dálítil él á Norður- og Austurlandi, sums staðar rigning öðru hvoru sunnanlands, en lengst af bjartviðri á Vesturlandi. Hiti 1 til 8 stig, mildast við suðurströndina.

Á laugardag (haustjafndægur): Austan 5-10, en 10-15 með suðurströndinni. Rigning með köflum, en úrkomulítið á Norðurlandi fram að kvöldi. Hiti 2 til 8 stig.

Á sunnudag: Norðaustan 10-18 með rigningu eða slyddu af og til. Hiti 2 til 7 stig.

Á mánudag og þriðjudag: Stíf norðaustanátt og rigning, en úrkomulítið suðvestantil á landinu. Hiti 3 til 8 stig.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.