Sagði engan öruggan ef Pútín yrði leyft að búta Úkraínu í sundur Samúel Karl Ólason skrifar 19. september 2023 16:52 Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í dag. AP/Susan Walsh Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segir heiminn verða að standa við bakið á Úkraínumönnum og standa gegn ofstopa Rússa. Engin þjóð yrði örugg ef Rússum yrði leyft að búta Úkraínu í sundur. Þetta sagði Biden í ræðu sinni á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sem hófst í New York í dag. Forsetinn sagði að stuðningurinn við Úkraínu mætti ekki dvína. Biden sagði ráðamenn í Rússlandi treystu því að bakhjarlar Úkraínu gætu ekki haldið út stuðningi sínum og að Rússum yrði svo leyft að misþyrma Úkraínumönnum án afleiðinga. Biden sagði Rússa eina standa í vegi friðar og verðið fyrir þann frið væri uppgjöf Úkraínumanna, landsvæði þeirra og börn. „Ég spyr ykkur. Ef við köstum frá okkur grunngildum Bandaríkjanna til að sefa árásaraðila, getur nokkuð ríki í þessum félagsskap verið öruggt í þeirri trú að það njóti verndar?“ spurði Biden. „Ef við leyfum uppskiptingu Úkraínu, er sjálfstæði einhverrar þjóðar öruggt?“ Biden sagðist þeirrar skoðunar að svarið væri nei. Þess vegna væri nauðsynlegt að standa gegn innrás Rússa og koma þannig í veg fyrir innrásir annarra í framtíðinni. Ræddi veðurfarsbreytingar Ræða Bidens stóð yfir í um þrjátíu mínútur og fór hann um nokkuð víðan völl. Hann ræddi meðal annars mikilvægi þess að takast á við veðurfarsbreytingar. Hann nefndi að met hefðu verið slegin í hitabylgjum víða um heim, eins og Í Bandaríkjunum og í Kína. Umfangsmiklir gróðureldar hefðu logað í Norður-Ameríku og í Evrópu, þurrkar hefðu geisað í Afríku og víðar og nefndi hann þar að auki flóðin í Líbíu fyrr í mánuðinum. Biden sagði þessar hamfarir gefa okkur innsýn í framtíðina, verði ekkert gert til að draga úr notkun jarðefniseldsneyta og verði ekki gripið til annarra aðgerða. „Frá upphafi hefur ríkisstjórn mín litið á þessa krísu sem þá ógn sem hún er, ekki bara gagnvart okkur, heldur öllu mannkyni.“ Forsetinn ræddi líka mikilvægi stofnana eins og Sameinuðu þjóðanna sem tól til að takast á við hnattræn vandamál eins og fátækt og sjúkdóma. Þá lofaði hann lýðræði og sagði að Bandaríkjamenn myndu standa við það. Lýðræði væri besta tólið sem heimurinn ætti til að takast á við vandamál hans og tryggja þyrfti betur að fólk áttaði sig á kostum lýðræðis. Samkeppni, ekki átök Biden sagði Bandaríkin eiga í jákvæðum samskiptum og bandalögum við ríki um allan heim. Þessi sambönd juku velferð fólks og sagði þeim ekki ætlað að „halda aftur af“ einu ríki eða öðru. Var hann þar að vísa til Kína en ráðamenn þar saka Bandaríkin iðulega um að reyna að halda aftur af Kína. Mikil spenna hefur myndast milli Bandaríkjanna og Kína á undanförnum árum. Hana má að miklu leyti rekja til ólöglegs hernáms Kína á stórum hluta Suður-Kínahafs og stuðnings Bandaríkjamanna við Taívan, sem Kínverjar telja tilheyra þeim. „Þegar kemur að Kína, leyfið mér að vera skýr og mótsagnalaus. Við viljum stjórna samkeppni landanna á ábyrgan hátt, svo samkeppnin verði ekki að átökum,“ sagði Biden. Áhugasamir geta hlustað á ræðu Bidens hér að neðan. Bandaríkin Joe Biden Sameinuðu þjóðirnar Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Kína Loftslagsmál Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Þetta sagði Biden í ræðu sinni á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sem hófst í New York í dag. Forsetinn sagði að stuðningurinn við Úkraínu mætti ekki dvína. Biden sagði ráðamenn í Rússlandi treystu því að bakhjarlar Úkraínu gætu ekki haldið út stuðningi sínum og að Rússum yrði svo leyft að misþyrma Úkraínumönnum án afleiðinga. Biden sagði Rússa eina standa í vegi friðar og verðið fyrir þann frið væri uppgjöf Úkraínumanna, landsvæði þeirra og börn. „Ég spyr ykkur. Ef við köstum frá okkur grunngildum Bandaríkjanna til að sefa árásaraðila, getur nokkuð ríki í þessum félagsskap verið öruggt í þeirri trú að það njóti verndar?“ spurði Biden. „Ef við leyfum uppskiptingu Úkraínu, er sjálfstæði einhverrar þjóðar öruggt?“ Biden sagðist þeirrar skoðunar að svarið væri nei. Þess vegna væri nauðsynlegt að standa gegn innrás Rússa og koma þannig í veg fyrir innrásir annarra í framtíðinni. Ræddi veðurfarsbreytingar Ræða Bidens stóð yfir í um þrjátíu mínútur og fór hann um nokkuð víðan völl. Hann ræddi meðal annars mikilvægi þess að takast á við veðurfarsbreytingar. Hann nefndi að met hefðu verið slegin í hitabylgjum víða um heim, eins og Í Bandaríkjunum og í Kína. Umfangsmiklir gróðureldar hefðu logað í Norður-Ameríku og í Evrópu, þurrkar hefðu geisað í Afríku og víðar og nefndi hann þar að auki flóðin í Líbíu fyrr í mánuðinum. Biden sagði þessar hamfarir gefa okkur innsýn í framtíðina, verði ekkert gert til að draga úr notkun jarðefniseldsneyta og verði ekki gripið til annarra aðgerða. „Frá upphafi hefur ríkisstjórn mín litið á þessa krísu sem þá ógn sem hún er, ekki bara gagnvart okkur, heldur öllu mannkyni.“ Forsetinn ræddi líka mikilvægi stofnana eins og Sameinuðu þjóðanna sem tól til að takast á við hnattræn vandamál eins og fátækt og sjúkdóma. Þá lofaði hann lýðræði og sagði að Bandaríkjamenn myndu standa við það. Lýðræði væri besta tólið sem heimurinn ætti til að takast á við vandamál hans og tryggja þyrfti betur að fólk áttaði sig á kostum lýðræðis. Samkeppni, ekki átök Biden sagði Bandaríkin eiga í jákvæðum samskiptum og bandalögum við ríki um allan heim. Þessi sambönd juku velferð fólks og sagði þeim ekki ætlað að „halda aftur af“ einu ríki eða öðru. Var hann þar að vísa til Kína en ráðamenn þar saka Bandaríkin iðulega um að reyna að halda aftur af Kína. Mikil spenna hefur myndast milli Bandaríkjanna og Kína á undanförnum árum. Hana má að miklu leyti rekja til ólöglegs hernáms Kína á stórum hluta Suður-Kínahafs og stuðnings Bandaríkjamanna við Taívan, sem Kínverjar telja tilheyra þeim. „Þegar kemur að Kína, leyfið mér að vera skýr og mótsagnalaus. Við viljum stjórna samkeppni landanna á ábyrgan hátt, svo samkeppnin verði ekki að átökum,“ sagði Biden. Áhugasamir geta hlustað á ræðu Bidens hér að neðan.
Bandaríkin Joe Biden Sameinuðu þjóðirnar Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Kína Loftslagsmál Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira