Erlent

Rezni­kov ekki lengur varnar­mála­ráð­herra Úkraínu

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Reznikov, sem sést hér í forgrunni, sagðist í síðustu viku eiga viðræður við forsetann um nýtt hlutverk.
Reznikov, sem sést hér í forgrunni, sagðist í síðustu viku eiga viðræður við forsetann um nýtt hlutverk. epa/Mykola Tys

Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur greint frá því að varnarmálaráðherrann Oleksii Reznikov hafi látið af embætti. Reznikov hefur farið fyrir varnarmálum Úkraínu frá því að innrás Rússa hófst en Selenskí segir nýrrar nálgunar þörf.

Fjölmiðlar í Úkraínu hafa gert því skóna að mögulega verði Reznikov gerður að sendiherra landsins í Bretlandi, þar sem hann er sagður hafa myndað góð tengsl við háttsetta embættismenn.

Hinn 57 ára nú fyrrverandi varnarmálaráðherra er orðinn vel þekktur bæði heima fyrir og á erlendri grundu og hefur fundað með fjölda fulltrúa bandamanna Úkraínu og barist ötullega fyrir auknum vopnasendingum.

Fréttirnar koma ekki á óvart en Reznikov greindi sjálfur frá því í síðustu viku að hann ætti viðræður við forsetann um að taka að sér annað hlutverk. Ef Selenskí myndi bjóða honum annað embætti myndi hann líklega þiggja það.

Ekki hefur verið tilkynnt hver tekur við af Reznikov.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×