Hætta við að bjóða Rússum, Írönum og Hvít-Rússum Samúel Karl Ólason skrifar 2. september 2023 13:44 Frá verðlaunaathöfninni í Stokkhólmi í fyrra. AP/Pontus Lundahl Forsvarsmenn Nóbelsverðlaunanna hafa dregið boð til sendiherra Rússlands, Írans og Belarús (eða Hvíta-Rússlands) á afhendingu verðlaunanna í Stokkhólmi i ár til baka. Það er eftir að upprunaleg ákvörðun þeirra var harðlega gagnrýnd víða um heim og í Svíþjóð. Þó nokkrir sænskir þingmenn sögðust ekki ætla að mæta þetta árið og vísuðu þeir til innrásar Rússa í Úkraínu og mannréttabrota klerkastjórnar Írans. Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, hafði sagt að ef hann hefði völ á því myndi hann meina erindrekum Rússlands að sækja verðlaunaafhendinguna. Í yfirlýsingu frá Nóbelsstofnuninni segir að mikil viðbrögð við ákvörðuninni í Svíþjóð, hafi skyggt á skilaboðin sem ákvörðuninni hafi verið ætlað og senda. Þess vegna hafi verið ákveðið að draga boðin til baka. Sendiherrum ríkjanna var ekki heldur boðið í fyrra. Þetta á þó bara við verðlaunaafhendinguna í Stokkhólmi og ekki við afhendingu Friðarverðlaunanna, sem fer fram í Osló. Öllum sendiherrum í Svíþjóð og Noregi verður boðið þá. Sænska ríkisútvarpið hefur eftir Vidar Helgesen að þó ákveðið hafi verið að hætta við að bjóða sendiherrunum teldi hann samt að upprunalega ákvörðunin hefði verið rétt. Hann sagðist meðvitaður um að verðlaunin sjálf ættu að vera í aðalhlutverki og ákvörðunin hafi verið tekin svo athyglin yrði ekki tekin af þeim. Hverjir hljóta Nóbelsverðlaunin þetta árið verður tilkynnt í október og fara verðlaunaafhendingarnar fram í desember. Athafnirnar fara svo fram þann 10. desember. Yfirvöld í Úkraínu höfðu fordæmt upprunalegu ákvörðun Nóbelsnefndarinnar en hafa fagnað því að sú ákvörðun hafi verið dregin til baka. Settu friðarverðlaunahafa á mikið notaðan lista Yfirvöld í Rússlandi tilkynntu í gær að Dmitry Muratov, rússneskur blaðamaður sem vann Friðarverðlaun Nóbels árið 2021, væri kominn á lista yfir „útsendara erlendra aðila“. Það er listi sem Kreml hefur notað gegn alþjóðlegum samtökum og fjölmiðlum í Rússlandi. Sjá einnig: Enn fleiri sjálfstæðum fjölmiðlum lokað í Rússlandi Hann seldi verðlaun sín á uppboði í fyrra fyrir 103,5 milljónir dala eða 13,5 milljarða króna, eins og gengið var það. Féð átti að renna til UNICEF til að aðstoða börn sem flúið höfðu heimili sín í Úkraínu vegna innrásar Rússa. Sjá einnig: Nóbelsmedalía Muratov slegin á þrettán milljarða króna Það að Muratov hafi verið settur á þennan lista felur meðal annars í sér að merkja þarf allar greinar hans og skrif sem skrif útsendarar annars ríkis. Miðill Muratovs, Novaya Gazeta, var bannaður í Rússlandi í fyrra, eins og nánast allir aðrir frjálsir fjölmiðlar þar í landi. Margir af blaðamönnum hans fóru til Lettlands, þar sem þau hafa haldið áfram að skrifa fréttir fyrir nýjan miðil sem heitir Novaya Gazeta Europe. Nóbelsverðlaun Svíþjóð Noregur Rússland Íran Belarús Innrás Rússa í Úkraínu Mannréttindi Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira
Þó nokkrir sænskir þingmenn sögðust ekki ætla að mæta þetta árið og vísuðu þeir til innrásar Rússa í Úkraínu og mannréttabrota klerkastjórnar Írans. Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, hafði sagt að ef hann hefði völ á því myndi hann meina erindrekum Rússlands að sækja verðlaunaafhendinguna. Í yfirlýsingu frá Nóbelsstofnuninni segir að mikil viðbrögð við ákvörðuninni í Svíþjóð, hafi skyggt á skilaboðin sem ákvörðuninni hafi verið ætlað og senda. Þess vegna hafi verið ákveðið að draga boðin til baka. Sendiherrum ríkjanna var ekki heldur boðið í fyrra. Þetta á þó bara við verðlaunaafhendinguna í Stokkhólmi og ekki við afhendingu Friðarverðlaunanna, sem fer fram í Osló. Öllum sendiherrum í Svíþjóð og Noregi verður boðið þá. Sænska ríkisútvarpið hefur eftir Vidar Helgesen að þó ákveðið hafi verið að hætta við að bjóða sendiherrunum teldi hann samt að upprunalega ákvörðunin hefði verið rétt. Hann sagðist meðvitaður um að verðlaunin sjálf ættu að vera í aðalhlutverki og ákvörðunin hafi verið tekin svo athyglin yrði ekki tekin af þeim. Hverjir hljóta Nóbelsverðlaunin þetta árið verður tilkynnt í október og fara verðlaunaafhendingarnar fram í desember. Athafnirnar fara svo fram þann 10. desember. Yfirvöld í Úkraínu höfðu fordæmt upprunalegu ákvörðun Nóbelsnefndarinnar en hafa fagnað því að sú ákvörðun hafi verið dregin til baka. Settu friðarverðlaunahafa á mikið notaðan lista Yfirvöld í Rússlandi tilkynntu í gær að Dmitry Muratov, rússneskur blaðamaður sem vann Friðarverðlaun Nóbels árið 2021, væri kominn á lista yfir „útsendara erlendra aðila“. Það er listi sem Kreml hefur notað gegn alþjóðlegum samtökum og fjölmiðlum í Rússlandi. Sjá einnig: Enn fleiri sjálfstæðum fjölmiðlum lokað í Rússlandi Hann seldi verðlaun sín á uppboði í fyrra fyrir 103,5 milljónir dala eða 13,5 milljarða króna, eins og gengið var það. Féð átti að renna til UNICEF til að aðstoða börn sem flúið höfðu heimili sín í Úkraínu vegna innrásar Rússa. Sjá einnig: Nóbelsmedalía Muratov slegin á þrettán milljarða króna Það að Muratov hafi verið settur á þennan lista felur meðal annars í sér að merkja þarf allar greinar hans og skrif sem skrif útsendarar annars ríkis. Miðill Muratovs, Novaya Gazeta, var bannaður í Rússlandi í fyrra, eins og nánast allir aðrir frjálsir fjölmiðlar þar í landi. Margir af blaðamönnum hans fóru til Lettlands, þar sem þau hafa haldið áfram að skrifa fréttir fyrir nýjan miðil sem heitir Novaya Gazeta Europe.
Nóbelsverðlaun Svíþjóð Noregur Rússland Íran Belarús Innrás Rússa í Úkraínu Mannréttindi Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira