Enn fleiri sjálfstæðum fjölmiðlum lokað í Rússlandi Samúel Karl Ólason skrifar 5. ágúst 2021 10:36 MBKh Media er annar þeirra miðla sem lokað var á í gær. Á undanförnum mánuðum hafa yfirvöld í Rússlandi beitt sér gegn fjölmörgum sjálfstæðum miðlum. AP/Alexander Zemlianichenko Tveimur rússneskum fjölmiðlum hefur verið lokað af yfirvöldum landsins. Þar er um að ræða fréttavefina Otrkytye Media og MBKh Media, auk þess sem hjálparsamtökunum Otkrytki hefur einnig verið lokað. Forsvarsmenn fjölmiðlanna tilkynntu í gær að þeim yrði lokað í kjölfar þess að vefsíðum þeirra var lokað af ríkinu í gær vegna meintra tengsla þeirra við „óæskilega“ aðila. Það er skilgreining sem ríkið hefur ítrekað notað á undanförnum mánuðum til að loka sjálfstæðum fjölmiðlum í Rússlandi. Frá þeirri ríkisstofnun sem heldur utan um rússneskar vefsíður hefur borist yfirlýsing um að vefjum miðlanna hafi verið lokað að beiðni ríkissaksóknara Rússlands, samkvæmt frétt Moscow Times. Sú beiðni hafi byggt á lögum um það að hvetja til öfgastarfsemi eða þátttöku í ólöglegum mótmælum. Með því að skilgreina miðla og stofnanir sem óæskilegar geta meðlimir þeirra, starfsmenn og stuðningsmenn verið sóttir til saka. Fjölmiðlar sem hafa verið skilgreindir svo hafa misst allar fjárveitingar og vettvang til að koma fréttum á framfæri. Miðlarnir báðir sem um ræðir og hjálparsamtökin Pravozashchita Otkrytki tengjast Mikhail Khodorkovsky, rússneskum auðjöfri sem fluttu til Lundúna eftir að hafa setið í fangelsi í Rússlandi í áratug. Hann hafði þá reynt að beita sér gegn ríkisstjórn Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. AP fréttaveitan segir nokkrar stofnanir sem tengist Khodorkovsky hafa verið skilgreindar sem óæskilegar að undanförnu. Í tilkynningu frá Otkrytye Media segir að miðillinn hafi fengið styrk frá Khodorkovsky en hafi aldrei unnið með óæskilegum samtökum. Miðlinum yrði hins vegar lokað vegna þeirrar hættu sem starfsfólk væri í. Sjá einnig: Rússneskur ritstjóri í fangelsi fyrir tíst Sjálfstæðir fjölmiðlar, blaðamenn, stjórnarandstæðingar og mannréttindasinnar hafa verið undir miklum þrýstingi í Rússlandi í aðdraganda þingkosninga í næsta mánuði. Nokkrir dagar eru síðan 49 vefsíðum sem tengjast Alexei Navalní var lokað í Rússlandi og yfirvöld þar skipuðu Twitter og Youtube að loka síðum Navalní og bandamanna hans. Navalní er í fangelsi eins og frægt er, eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu Novichok. AP fréttaveitan sagði frá því í síðustu viku að rúmlega fjörutíu samtök og hópar hefðu verið skilgreindir sem óæskilegir. Þar á meðal fjölmiðlar, stjórnarandstæðingar og mannréttindasamtök. Meðal annarra sjálfstæðra miðla sem yfirvöld í Rússlandi hafa beitt sér gegn eða lokað á undanförnum mánuðum eru Meduza, VTimes, Proekt og Radio Free Europe. Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Fjölmiðlar Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Fleiri fréttir Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Sjá meira
Forsvarsmenn fjölmiðlanna tilkynntu í gær að þeim yrði lokað í kjölfar þess að vefsíðum þeirra var lokað af ríkinu í gær vegna meintra tengsla þeirra við „óæskilega“ aðila. Það er skilgreining sem ríkið hefur ítrekað notað á undanförnum mánuðum til að loka sjálfstæðum fjölmiðlum í Rússlandi. Frá þeirri ríkisstofnun sem heldur utan um rússneskar vefsíður hefur borist yfirlýsing um að vefjum miðlanna hafi verið lokað að beiðni ríkissaksóknara Rússlands, samkvæmt frétt Moscow Times. Sú beiðni hafi byggt á lögum um það að hvetja til öfgastarfsemi eða þátttöku í ólöglegum mótmælum. Með því að skilgreina miðla og stofnanir sem óæskilegar geta meðlimir þeirra, starfsmenn og stuðningsmenn verið sóttir til saka. Fjölmiðlar sem hafa verið skilgreindir svo hafa misst allar fjárveitingar og vettvang til að koma fréttum á framfæri. Miðlarnir báðir sem um ræðir og hjálparsamtökin Pravozashchita Otkrytki tengjast Mikhail Khodorkovsky, rússneskum auðjöfri sem fluttu til Lundúna eftir að hafa setið í fangelsi í Rússlandi í áratug. Hann hafði þá reynt að beita sér gegn ríkisstjórn Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. AP fréttaveitan segir nokkrar stofnanir sem tengist Khodorkovsky hafa verið skilgreindar sem óæskilegar að undanförnu. Í tilkynningu frá Otkrytye Media segir að miðillinn hafi fengið styrk frá Khodorkovsky en hafi aldrei unnið með óæskilegum samtökum. Miðlinum yrði hins vegar lokað vegna þeirrar hættu sem starfsfólk væri í. Sjá einnig: Rússneskur ritstjóri í fangelsi fyrir tíst Sjálfstæðir fjölmiðlar, blaðamenn, stjórnarandstæðingar og mannréttindasinnar hafa verið undir miklum þrýstingi í Rússlandi í aðdraganda þingkosninga í næsta mánuði. Nokkrir dagar eru síðan 49 vefsíðum sem tengjast Alexei Navalní var lokað í Rússlandi og yfirvöld þar skipuðu Twitter og Youtube að loka síðum Navalní og bandamanna hans. Navalní er í fangelsi eins og frægt er, eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu Novichok. AP fréttaveitan sagði frá því í síðustu viku að rúmlega fjörutíu samtök og hópar hefðu verið skilgreindir sem óæskilegir. Þar á meðal fjölmiðlar, stjórnarandstæðingar og mannréttindasamtök. Meðal annarra sjálfstæðra miðla sem yfirvöld í Rússlandi hafa beitt sér gegn eða lokað á undanförnum mánuðum eru Meduza, VTimes, Proekt og Radio Free Europe.
Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Fjölmiðlar Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Fleiri fréttir Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Sjá meira