Íslenski boltinn

Grinda­vík skoraði sjö og felldi Ægi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Njarðvík og Grindavík unnu örugga sigra í kvöld.
Njarðvík og Grindavík unnu örugga sigra í kvöld. Njarðvík

Fjórir leikir fóru fram í Lengjudeild karla í knattspyrnu í kvöld. Grindavík vann Ægi 7-2 og felldi liðið þar með niður í 2. deild. Njarðvík vann Þór Akureyri 3-0, ÍA vann Selfoss 1-0 og Grótta gerði 2-2 jafntefli við Þrótt Reykjavík. Þá vann Fylkir 3-2 sigur á Fram í Lengjudeild kvenna.

Fjórir leikir fóru fram í Lengjudeild karla í knattspyrnu í kvöld. Grindavík vann Ægi 7-2 og felldi liðið þar með niður í 2. deild. Njarðvík vann Þór Akureyri 3-0, ÍA vann Selfoss 1-0 og Grótta gerði 2-2 jafntefli við Þrótt Reykjavík.

Í Grindavík voru Ægismenn í heimsókn og snemma var ljóst að heimamenn myndu hirða öll þrjú stigin. Kristófer Konráðsson skoraði eftir stundarfjórðung og tíu mínútum síðar bætti Dagur Ingi Hammer Gunnarsson við marki, staðan 2-0 í hálfleik. Dagur Ingi bætti við þriðja marki Grindavíkur í upphafi síðari hálfleiks og Óskar Örn Hauksson því fjórða aðeins mínútu síðar.

Brynjólfur Þór Eyþórsson minnkaði muninn fyrir gestina en Edi Horvat kom Grindavík í 5-1. Dimitrije Cokic minnkaði muninn í 5-2 áður en Dagur Austman og Edi Horvat skoraðu tvö fyrir Grindavík, lokatölur 7-2.

Hlynur Sævar Jónsson skoraði eina mark ÍA í 1-0 sigri á Selfyssingum. Arnleifur Hjörleifsson fékk að líta rauða spjaldið í liði Skagamanna þegar tíu mínútur lifðu leiks en gestunum tókst ekki að nýta liðsmuninn.

Njarðvík sótti þrjú stig á Akureyri. Rafael Victor, Gísli Maritn Sigurðsson og Oliver Keelart með mörkin.

Þá gerðu Grótta og Þróttur R. jafntefli í leik þar sem gestirnir enduðu í raun á að nota þrjá markverði þar sem aðalmarkvörður liðsins meiddist í upphitun.

Kristófer Orri Pétursson skoraði bæði mörk Gróttu á meðan Hlynur Þórhallsson og Jörgen Pettersen skoruðu mörk Þróttar.

ÍA er nú jafnt toppliði Aftureldingar með 40 stig en Mosfellingar eiga leik til góða. Grindavík er í 6. sæti með 25 stig, Þór Ak. er sæti neðar með 24 stig, þar á eftir kemur Grótta með 23 líkt og Njarðvík sem er með verri markatölu.

Þróttur er í 10. sæti með 20 stig, Selfoss þar fyrir neðan með jafn mörg stig en verri markatölu á meðan Ægir er með 9 stig á botninum.

Í Lengjudeild kvenna nældi Fylkir í mikilvæg þrjú stig með 3-2 útisigri á Fram. Guðrún Karítas Sigurðardóttir, Helga Guðrún Kristinsdóttir og Tinna Harðardóttir með mörk Fylkis á meðan Þórey Björk Eyþórsdóttir og Breukelen Woodard skoruðu fyrir Fram.

Fylkir er í 2. sæti með 32 stig, líkt og HK en betri markatölu. Fram er í 7. sæti með 18 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×