„Fyrsta skipti sem við erum með átján manna hóp“ Árni Gísli Magnússon skrifar 15. ágúst 2023 22:16 Pétur væri eflaust til í tvo leikmenn til viðbótar. vísir/Diego Valur vann 3-2 sigur á Þór/KA norður á Akureyri í dag í 16. umferð Bestu deildar kvenna. Leikurinn var opinn og skemmtilegur en Valsliðið var ívið betra í dag og vann sanngjarnan sigur.Pétur Pétursson, þjálfari Vals, var nokkuð léttur að leik loknum og skemmti sér vel yfir leiknum. „Mér fannst þetta bara hrikalega skemmtilegur leikur hjá tveimur góðum liðum. Spennandi leikur og mikið af góðum sóknum þannig mér fannst þetta bara góður leikur hjá okkur.“ Leikurinn var opinn og skemmtilegur þar sem bæði lið fengu fjöldann allan af færum. Kom það Pétri á óvart hversu líflegur leikurinn var? „Nei í rauninni ekki. Þessir leikir, Valur – Þór/KA, eru alltaf svona leikir einhvern veginn. Við höfum nú oft tapað hérna fyrir norðan og ég er allavega mjög sáttur með að vinna leikinn.“ Þór/KA vann 1-0 sigur á Val í Boganum í 2. umferð á síðasta tímabili og eins Pétur nefnir hefur Valsliðið oft átt í erfiðleikum fyrir norðan. Var það auka mótívering fyrir leikmenn komandi í þennan leik? „Já örugglega líka en við náttúrulega förum í alla leiki til að vinna en þetta eru alltaf erfiðir leikir.“ Valskonur hafa alls náð í fimm nýja leikmenn í félagaskiptaglugganum. Í dag var tilkynnt um skipti danska varnarmannsins Laurie Frank frá Fortuna Hjörring í Danmörku. Hvernig leikmaður er hún? „Ég hef ekki hugmynd um það, ég hef ekki séð hana“, sagði Pétur og skellti upp úr og bætti síðan einfaldlega við: „Hún er danskur varnarmaður og góð í því.“ Eru þessar leikmannastyrkingar einfaldlega gerðar til þess að halda leikmönnum á tánum og auka samkeppni? „Það eru sjö farnar í staðinn þannig þú getur reiknað. Við höfum verið með 17 manna hóp undanfarið í dag er í fyrsta skipti sem við erum með 18 manna hóp og við erum að fara í erfitt prógram, Meistaradeildina og annað og við þurftum að bæta í hópinn.“ Valur á eftir að mæta Tindastóli á útivelli og Keflavík á heimavelli áður en deildinni verður tvískipt. Valur komst með sigrunum þremur stigum á undan Breiðablik sem getur þó endurheimt toppsætið á morgun með sigri en aðeins markatala skildi liðin að fyrir leik. Hvernig horfir Pétur í lokasprettinn? „Það er farið í minn gamla heimabæ næst á Krókinn. Það hafa nú alltaf verið erfiðir leikir þannig það er bara næsti leikur hjá okkur“, sagði Pétur sem endaði viðtalið á þessari ódauðlegu klisju. Fótbolti Íslenski boltinn Valur Besta deild kvenna Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Sjá meira
„Mér fannst þetta bara hrikalega skemmtilegur leikur hjá tveimur góðum liðum. Spennandi leikur og mikið af góðum sóknum þannig mér fannst þetta bara góður leikur hjá okkur.“ Leikurinn var opinn og skemmtilegur þar sem bæði lið fengu fjöldann allan af færum. Kom það Pétri á óvart hversu líflegur leikurinn var? „Nei í rauninni ekki. Þessir leikir, Valur – Þór/KA, eru alltaf svona leikir einhvern veginn. Við höfum nú oft tapað hérna fyrir norðan og ég er allavega mjög sáttur með að vinna leikinn.“ Þór/KA vann 1-0 sigur á Val í Boganum í 2. umferð á síðasta tímabili og eins Pétur nefnir hefur Valsliðið oft átt í erfiðleikum fyrir norðan. Var það auka mótívering fyrir leikmenn komandi í þennan leik? „Já örugglega líka en við náttúrulega förum í alla leiki til að vinna en þetta eru alltaf erfiðir leikir.“ Valskonur hafa alls náð í fimm nýja leikmenn í félagaskiptaglugganum. Í dag var tilkynnt um skipti danska varnarmannsins Laurie Frank frá Fortuna Hjörring í Danmörku. Hvernig leikmaður er hún? „Ég hef ekki hugmynd um það, ég hef ekki séð hana“, sagði Pétur og skellti upp úr og bætti síðan einfaldlega við: „Hún er danskur varnarmaður og góð í því.“ Eru þessar leikmannastyrkingar einfaldlega gerðar til þess að halda leikmönnum á tánum og auka samkeppni? „Það eru sjö farnar í staðinn þannig þú getur reiknað. Við höfum verið með 17 manna hóp undanfarið í dag er í fyrsta skipti sem við erum með 18 manna hóp og við erum að fara í erfitt prógram, Meistaradeildina og annað og við þurftum að bæta í hópinn.“ Valur á eftir að mæta Tindastóli á útivelli og Keflavík á heimavelli áður en deildinni verður tvískipt. Valur komst með sigrunum þremur stigum á undan Breiðablik sem getur þó endurheimt toppsætið á morgun með sigri en aðeins markatala skildi liðin að fyrir leik. Hvernig horfir Pétur í lokasprettinn? „Það er farið í minn gamla heimabæ næst á Krókinn. Það hafa nú alltaf verið erfiðir leikir þannig það er bara næsti leikur hjá okkur“, sagði Pétur sem endaði viðtalið á þessari ódauðlegu klisju.
Fótbolti Íslenski boltinn Valur Besta deild kvenna Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Sjá meira