Vísindamenn segja að mánuðurinn verði líklega sá heitasti sem nokkru sinni hafi sést á jörðinni frá upphafi siðmenningar.
Hitabylgjan í Bandaríkjunum byrjaði seinnipartinn í júní í Suðvesturríkjunum og náði frá Texas, yfir Nýju-Mexíkó og Arizona og til Kaliforníu. Miklir skógareldar hafa fylgt hitanum með tilheyrandi tjóni. Samkvæmt AP fréttaveitunni hefur hitinn verið sérstaklega mikilli í suðvesturhluta Bandaríkjanna í Texas, Nýju-Mexíkó, Arizona og í eyðimörk Kaliforníu.
Hér að neðan má sjá sjónvarpsfrétt NPR þar sem farið er yfir hvernig hægt sé að búa við hitann í Phoenix síðasta mánuðinn.
Gróðureldar hafa reynst sérstaklega erfiðir á svæðinu og þá vegna hitans og þurra vinda. Slökkviliðsmenn segja ómögulegt að reyna að halda aftur af útbreiðslu eldanna þar sem þeir fari hratt yfir og skipti einnig mjög hratt um stefnu.
Dýrin á svæðinu hafa eðli málsins samkvæmt einnig fengið fundið fyrir veðrinu en yfirvöld í Kaliforníu segja dýr eins og svartbirni leita meira inn á byggð svæði eftir mat og greinilega eftir kælingu líka.
Íbúi í Burbank nærri Los Angeles kom um helgina að svartbirni kæla sig í laug við heimili hans.