Íslendingar í skæðri hitabylgju: „Maður svitnar og er eldrauður í framan“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. júlí 2023 22:30 Kona heldur dagblaði yfir sér til að skýla sér frá sólinni í miðborg Los Angeles í dag. AP Photo/Damian Dovarganes Skæðar hitabylgjur ríða nú yfir víða um heim. Þúsundir hafa þurft að flýja heimili sín vegna gróðurelda á meðan aurskriður hafa fallið á öðrum svæðum og ár flætt yfir bakkasína vegna hamfararigninga. Íslendingur í Bandaríkjunum segir öfgar í veðurfari aukast með hverju árinu. Hvert hitametið á fætur öðru hefur verið slegið að undanförnu og veður- og loftslagssérfræðingar lýst yfir miklum áhyggjum vegna aukinna öfga í veðri. Í Suður-Kóreu hafa hamfararigningar fallið þar níu daga í röð með skelfilegum afleiðingum. Ár hafa flætt yfir bakka sína og aurskriður fallið á byggð með þeim afleiðingum að minnst 40 hafa tínt lífi, annar eins fjöldi slasast og minnst tíu þúsund flúið heimili sín. Í Japan náði hitinn víða 40 stigum í dag og í norðvesturhluta Kína mældist hitinn mestur 52,2 gráður. Á austurströndinni reið yfir hitabeltisstormur með tilheyrandi rigningum og flóðum. Enn ein hitabylgjan er þá á leið yfir Evrópu og ekkert lát er á skógareldum sem logað hafa víða, til að mynda á Grikklandi, Króatíu, Sýrlandi og La Palma, þar sem þúsundir hafa þurft að flýja heimili sín. Heimamenn farnir að kvarta Í Róm, eins og öðrum borgum, hafa ferðamenn beitt ýmsum ráðum til að kæla sig niður, til dæmis með því að baða sig í brunnum. „Það er vel heitt, maður finnur vel að maður svitnar og er eldrauður í framan,“ segir Kjartan Vídó Ólafsson, íslenskur ferðamaður í Róm, í samtali við fréttastofu. Hitinn varð þar mestur 38 stig í dag en á að fara upp í allt að 44 á morgun. Kjartan segist hafa rætt við kaupmann í morgun sem segist aldrei hafa kynnst öðrum eins hita í borginni. „Þegar heimamaðurinn er farinn að kvarta er þetta óvenjulega heitt. Maður sér alla með vatnsflösku og labba skuggamegin í götunum“ Varla hægt að stíga út Í Bandaríkjunum búa milljónir manna við veðurviðvaranir. Í Las Vegas er því spáð að hitinn gæti farið yfir 46 stig þrjá daga í röð, sem hefur aðeins gerst einu sinni áður. Þá hefur hitinn verið um og yfir 43 stig í Phoenix í tvær vikur. Gróðureldar hafa geisað í Kaliforníu eins og víðar og í hinum alræmda Dauðadal mældist hitinn 52 gráður í gær. „Þetta er búið að vera rosalega skrítið ár fyrir okkur hér út af því að í byrjun árs rigndi svo ótrúlega mikið,“ segir Alexandra , en hún er búsett í Los Angeles í Kaliforníu. Varla hafi sést sólina í upphafi árs. Heimamenn hafi kvartað fyrir minna en mánuði yfir slæmu veðri. Núna sé hitinn það mikill að varla sé hægt að stíga út fyrir dyrnar. „Flestir flytja til LA fyrir veðrið, það var alltaf mildasta veðrið hér. Það var hvorki of heitt né of kalt en mér hefur fundist það hafa breyst.“ Meiri öfgar séu í veðrinu í Los Angeles en nokkru sinni fyrr. Alexandra segir það góða við að búa í Bandaríkjunum að loftkæling innandyra sé góð. Varla sé hægt að stíga út fyrir dyrnar vegna hitans nú. Veður Bandaríkin Ítalía Íslendingar erlendis Hitabylgja í Evrópu 2023 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Sjá meira
Hvert hitametið á fætur öðru hefur verið slegið að undanförnu og veður- og loftslagssérfræðingar lýst yfir miklum áhyggjum vegna aukinna öfga í veðri. Í Suður-Kóreu hafa hamfararigningar fallið þar níu daga í röð með skelfilegum afleiðingum. Ár hafa flætt yfir bakka sína og aurskriður fallið á byggð með þeim afleiðingum að minnst 40 hafa tínt lífi, annar eins fjöldi slasast og minnst tíu þúsund flúið heimili sín. Í Japan náði hitinn víða 40 stigum í dag og í norðvesturhluta Kína mældist hitinn mestur 52,2 gráður. Á austurströndinni reið yfir hitabeltisstormur með tilheyrandi rigningum og flóðum. Enn ein hitabylgjan er þá á leið yfir Evrópu og ekkert lát er á skógareldum sem logað hafa víða, til að mynda á Grikklandi, Króatíu, Sýrlandi og La Palma, þar sem þúsundir hafa þurft að flýja heimili sín. Heimamenn farnir að kvarta Í Róm, eins og öðrum borgum, hafa ferðamenn beitt ýmsum ráðum til að kæla sig niður, til dæmis með því að baða sig í brunnum. „Það er vel heitt, maður finnur vel að maður svitnar og er eldrauður í framan,“ segir Kjartan Vídó Ólafsson, íslenskur ferðamaður í Róm, í samtali við fréttastofu. Hitinn varð þar mestur 38 stig í dag en á að fara upp í allt að 44 á morgun. Kjartan segist hafa rætt við kaupmann í morgun sem segist aldrei hafa kynnst öðrum eins hita í borginni. „Þegar heimamaðurinn er farinn að kvarta er þetta óvenjulega heitt. Maður sér alla með vatnsflösku og labba skuggamegin í götunum“ Varla hægt að stíga út Í Bandaríkjunum búa milljónir manna við veðurviðvaranir. Í Las Vegas er því spáð að hitinn gæti farið yfir 46 stig þrjá daga í röð, sem hefur aðeins gerst einu sinni áður. Þá hefur hitinn verið um og yfir 43 stig í Phoenix í tvær vikur. Gróðureldar hafa geisað í Kaliforníu eins og víðar og í hinum alræmda Dauðadal mældist hitinn 52 gráður í gær. „Þetta er búið að vera rosalega skrítið ár fyrir okkur hér út af því að í byrjun árs rigndi svo ótrúlega mikið,“ segir Alexandra , en hún er búsett í Los Angeles í Kaliforníu. Varla hafi sést sólina í upphafi árs. Heimamenn hafi kvartað fyrir minna en mánuði yfir slæmu veðri. Núna sé hitinn það mikill að varla sé hægt að stíga út fyrir dyrnar. „Flestir flytja til LA fyrir veðrið, það var alltaf mildasta veðrið hér. Það var hvorki of heitt né of kalt en mér hefur fundist það hafa breyst.“ Meiri öfgar séu í veðrinu í Los Angeles en nokkru sinni fyrr. Alexandra segir það góða við að búa í Bandaríkjunum að loftkæling innandyra sé góð. Varla sé hægt að stíga út fyrir dyrnar vegna hitans nú.
Veður Bandaríkin Ítalía Íslendingar erlendis Hitabylgja í Evrópu 2023 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Sjá meira