Varað við nýjum hitametum á Ítalíu, Grikklandi, Spáni og Marokkó Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. júlí 2023 07:48 Ferðamenn í Róm. AP/Gregorio Borgia Íbúar á Ítalíu, Grikklandi, Spáni og Marokkó hafa verið varaðir við því að ný hitamet gætu fallið á morgun, þegar hiti gæti farið yfir 49 stig. Hitabylgjan Karon fylgir nú í kjölfar Kerberusar, sem olli gríðarlegum hita á svæðinu í síðustu viku. Alþjóðaveðurfræðistofnunin segir fyrstu daga júlí hafa verið þá heitustu í sögunni en Geimvísindastofnun Evrópu gaf það út á dögunum að júní hefði jafnframt verið sá heitasti. Þá birtist nýlega grein í Nature Medicine þar sem greint var frá því að í Evrópu hefðu 60 þúsund manns látist vegna hita síðasta sumar. Maður reynir að kæla sig í Aþenu.AP/Yorgos Karahalis Gert er ráð fyrir allt að 47 stiga hita í Sardiníu og 46 eða 45 stigum í Puglia og á Sikiley. Þá gæti hitinn í Róm náð 43 eða 42 stigum á morgun. Sextán borgir eru á viðvörunarstigi vegna hita, sem þýðir að hann gæti mögulega ógnað heilsu fólks. Hitinn gæti náð 20 stigum á næturna og gert fólki erfitt fyrir með svefn. Fjögur þúsund manns hafa þurft að flýja heimili sín á La Palma í kjölfar gróðurelda og viðvaranir hafa verið gefnar út vegna Gran Canaria og Tenerife. Á Grikklandi er Akrópólis enn lokuð yfir daginn til að vernda ferðamenn en spáð er hita yfir 40 stigum næstu sex daga frá og með fimmtudeginum. Börn að leik í gosbrunni í Los Angeles.AP/Richard Vogel Í Bandaríkjunum búa milljónir manna við veðurviðvaranir. Í Las Vegas er því spáð að hitinn gæti farið yfir 46 stig þrjá daga í röð, sem hefur aðeins gerst einu sinni áður. Þá hefur hitinn verið um og yfir 43 stig í Phoenix í tvær vikur. Hitaviðvaranir eru einnig í gildi í Japan, þar sem hitinn hefur víða farið yfir 40 stig. Loftslagsmál Ítalía Grikkland Spánn Marokkó Hitabylgja í Evrópu 2023 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Alþjóðaveðurfræðistofnunin segir fyrstu daga júlí hafa verið þá heitustu í sögunni en Geimvísindastofnun Evrópu gaf það út á dögunum að júní hefði jafnframt verið sá heitasti. Þá birtist nýlega grein í Nature Medicine þar sem greint var frá því að í Evrópu hefðu 60 þúsund manns látist vegna hita síðasta sumar. Maður reynir að kæla sig í Aþenu.AP/Yorgos Karahalis Gert er ráð fyrir allt að 47 stiga hita í Sardiníu og 46 eða 45 stigum í Puglia og á Sikiley. Þá gæti hitinn í Róm náð 43 eða 42 stigum á morgun. Sextán borgir eru á viðvörunarstigi vegna hita, sem þýðir að hann gæti mögulega ógnað heilsu fólks. Hitinn gæti náð 20 stigum á næturna og gert fólki erfitt fyrir með svefn. Fjögur þúsund manns hafa þurft að flýja heimili sín á La Palma í kjölfar gróðurelda og viðvaranir hafa verið gefnar út vegna Gran Canaria og Tenerife. Á Grikklandi er Akrópólis enn lokuð yfir daginn til að vernda ferðamenn en spáð er hita yfir 40 stigum næstu sex daga frá og með fimmtudeginum. Börn að leik í gosbrunni í Los Angeles.AP/Richard Vogel Í Bandaríkjunum búa milljónir manna við veðurviðvaranir. Í Las Vegas er því spáð að hitinn gæti farið yfir 46 stig þrjá daga í röð, sem hefur aðeins gerst einu sinni áður. Þá hefur hitinn verið um og yfir 43 stig í Phoenix í tvær vikur. Hitaviðvaranir eru einnig í gildi í Japan, þar sem hitinn hefur víða farið yfir 40 stig.
Loftslagsmál Ítalía Grikkland Spánn Marokkó Hitabylgja í Evrópu 2023 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira