Leifar af fellibyl orsaka óvissu með veðrið um verslunarmannahelgina Máni Snær Þorláksson skrifar 30. júlí 2023 14:57 Miðað við spána núna verður úrkoma í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina. Búist er þó við hægviðri. Sigurjón Ólason Veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að óvissa sé með það hvernig veðrið verður á Íslandi um verslunarmannahelgina. Leifar af fellibyl orsaka óvissuna en að sögn veðurfræðings koma leifarnar þó ekki til Íslands. „Þetta er ekki að skýrast eins og við höfðum óskað okkur. Ástæðan er sú að það virðast vera leifar af fellibyl sem er að ganga til austurs yfir Atlantshafið á fimmtudag og föstudag,“ segir Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur í samtali við fréttastofu. Elín segir þó að leifarnar af fellibylnum eigi ekki eftir að koma til Íslands, þær haldi sér í Bretlandi. „En við sitjum svolítið í óvissusúpunni þarna í kjölfarið.“ Óvissan felist í því hvort úrkomusvæðið komi hérna yfir og hvort að hitabeltislægð verði að lægð í Norður-Atlantshafi. „Það breytir svolítið miklu hvort hún kemur eða fer. Þannig það er nú eiginlega það sem við erum að horfa á núna.“ Þá segir Elín að veðurspárnar hafi breyst mikið frá því í gær. Því sé ekki eins auðvelt að spá fyrir um það hvernig veðrið verður um verslunarmannahelgina. Eins og staðan er núna sé útlit fyrir einhverri rigningu á vestanverðu landinu en létta eigi svolítið til á norður- og austurlandi. Búist sé við átta til fimmtán stiga hita. „Þetta er ekkert hvassviðri eða slíkt.“ Búast má við að mikill fjöldi fólks komi saman á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum um næstu helgi. Samkvæmt spánni lenda Vestmannaeyjar undir úrkomusvæðinu en þó er spáð hægviðri. „Við höfum oft verið að sjá miklu verra veður í Eyjum heldur en í þessari spá. Þannig það er bara regngallinn eins og alltaf, þú ferð náttúrulega ekki til Vestmannaeyja án þess að taka regngalla.“ Veður Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Dálítil væta en fremur hlýtt Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Rok og rigning sama hvert er litið Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Lægðardrag yfir vestanverðu landinu en hiti gæti náð 18 stigum Hiti gæti náð tuttugu stigum fyrir austan Spá þoku fyrir norðan og austan Líkur á eldingum norðantil og gasmengun vestantil Reykvíkingar fengu loksins tuttugu gráður Landshitametið ekki fallið en hitamet fallin á ákveðnum stöðvum „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veðurblíða víða um land Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Hlýnar um helgina Skýjað með skúrum í höfuðborginni Rigning í Reykjavík en hlýtt og gott fyrir austan „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Fínasta veður um land allt Hægviðri, hafgola og hiti að átján stigum Skúrir á víð og dreif Rigning með köflum sunnan- og vestanlands Skúrir víða um land og lægð nálgast Sjá meira
„Þetta er ekki að skýrast eins og við höfðum óskað okkur. Ástæðan er sú að það virðast vera leifar af fellibyl sem er að ganga til austurs yfir Atlantshafið á fimmtudag og föstudag,“ segir Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur í samtali við fréttastofu. Elín segir þó að leifarnar af fellibylnum eigi ekki eftir að koma til Íslands, þær haldi sér í Bretlandi. „En við sitjum svolítið í óvissusúpunni þarna í kjölfarið.“ Óvissan felist í því hvort úrkomusvæðið komi hérna yfir og hvort að hitabeltislægð verði að lægð í Norður-Atlantshafi. „Það breytir svolítið miklu hvort hún kemur eða fer. Þannig það er nú eiginlega það sem við erum að horfa á núna.“ Þá segir Elín að veðurspárnar hafi breyst mikið frá því í gær. Því sé ekki eins auðvelt að spá fyrir um það hvernig veðrið verður um verslunarmannahelgina. Eins og staðan er núna sé útlit fyrir einhverri rigningu á vestanverðu landinu en létta eigi svolítið til á norður- og austurlandi. Búist sé við átta til fimmtán stiga hita. „Þetta er ekkert hvassviðri eða slíkt.“ Búast má við að mikill fjöldi fólks komi saman á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum um næstu helgi. Samkvæmt spánni lenda Vestmannaeyjar undir úrkomusvæðinu en þó er spáð hægviðri. „Við höfum oft verið að sjá miklu verra veður í Eyjum heldur en í þessari spá. Þannig það er bara regngallinn eins og alltaf, þú ferð náttúrulega ekki til Vestmannaeyja án þess að taka regngalla.“
Veður Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Dálítil væta en fremur hlýtt Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Rok og rigning sama hvert er litið Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Lægðardrag yfir vestanverðu landinu en hiti gæti náð 18 stigum Hiti gæti náð tuttugu stigum fyrir austan Spá þoku fyrir norðan og austan Líkur á eldingum norðantil og gasmengun vestantil Reykvíkingar fengu loksins tuttugu gráður Landshitametið ekki fallið en hitamet fallin á ákveðnum stöðvum „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veðurblíða víða um land Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Hlýnar um helgina Skýjað með skúrum í höfuðborginni Rigning í Reykjavík en hlýtt og gott fyrir austan „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Fínasta veður um land allt Hægviðri, hafgola og hiti að átján stigum Skúrir á víð og dreif Rigning með köflum sunnan- og vestanlands Skúrir víða um land og lægð nálgast Sjá meira