„Alltaf varanlegur skaði eftir hvern bruna“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 12. júlí 2023 22:46 Jenna Huld er húðlæknir á Húðlæknastöðinni. vísir „Mér finnst sorglegt að sjá hversu margir eru illa brenndir,“ segir Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir. Hún segir vaxandi tíðni vera á húðkrabbameini í heiminum, Ísland sé engin undantekning á því og minnir á mikilvægi þess að bera á sig sólarvörn. Sólin hefur leikið við landsmenn undanfarnar vikur, fyrst á Austfjörðum og fyrir norðan, en undanfarna daga á suðvesturhorninu. Margir hafa brennt sig á sólinni síðustu daga, bókstaflega. Jenna Huld ræddi sólarvörn og nauðsyn notkunar á slíkum vörum í Reykjavík síðdegis: „Það er vaxandi tíðni á húðkrabbameini um allan heim og við á Íslandi erum ekkert undantekning frá því, þótt okkur finnist við fá litla sól. Á þessum árstíma er sólin mjög sterk og B-geislarnir mjög sterkir líka, A-geislarnir haldast svona sterkir yfir allt árið,“ segir Jenna Huld og útskýrir að B-geislar séu þeir geislar sem séu sterkari og brenni fólk oftast. Hún segir alla sólarvörn undir 30 ófullnægjandi. „Ég mæli með 50, í rauninni er 30 nóg en 50 er alltaf betra.“ Fjölmargir Íslendingar hafa brunnið illa undanfarin ár, ýmist í sólinni en sumir í sólarbekkjum. Klassísk afsökun fyrir því að nota ekki sólarvörn segir Jenna vera að líkaminn taki upp meira D-vítamín án sólarvarnar. „Rannsóknir sýna það að þú þarft að vera úti í korter á dag til að fá nægilegt D-vítamín. Allt eftir þessar 15 mínútur, þá ertu í raun að taka á móti skaðlegum áhrifum sólarinnar,“ segir hún og heldur áfram: „Þú verður að setja á þig á hverjum einasta degi þessa dagana og á þessi svæði sem eru mest útsett; andlit, háls, bringa og handleggir. Og helst að bæta á, ef þú ert úti allan daginn eftir fjóra til fimm tíma.“ Þessir ungu drengir nutu sumarveðursins til hins ýtrasta í Elliðaárdal, og báru vonandi á sig sólarvörn.vísir/vilhelm Auknar líkur á sortuæxli En þeir sem eru búnir að brenna, hvað er best að gera? „Það er alltaf best að setja eitthvað kælandi á þetta eins og aloe vera-krem eða eitthvað inni í kæli. Svo sterakrem sem hægt er að kaupa án lyfseðils, þar sem þetta er bólga sem kemur út af þessum skaða. Þarna hafa geislarnir skemmt erfðaefnið í frumunum þannig það er alltaf einhver varanlegur skaði eftir hvern einasta bruna. Þannig það er eins gott að forðast það,“ Spurð út í sólarvörn í öðrum húðvörum líkt og förðum og hvort sú vörn nægi segir Jenna: „Farði er ekki nóg, við verðum að nota sólarvörnina. Það nægir kannski yfir vetrartímann. Það er alveg búið að sýna fram á að sólarvörn í svona förðum skýlir okkur ekki nægilega.“ Hún segir frábært úrval komið til af sólarvörn fyrir andlit, ólíkt því sem var áður fyrr. „Þá var þetta svo feitt og klístrað og maður varð hvítur í framann.“ Jenna minnir einnig á að börn séu í sérstökum áhættuhópi. Börn sem brenna séu í áhættuhóp fyrir að fá sortuæxli síðar á lífsleiðinni. Ferðalög Reykjavík síðdegis Heilsa Sólin Heilbrigðismál Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Sólin hefur leikið við landsmenn undanfarnar vikur, fyrst á Austfjörðum og fyrir norðan, en undanfarna daga á suðvesturhorninu. Margir hafa brennt sig á sólinni síðustu daga, bókstaflega. Jenna Huld ræddi sólarvörn og nauðsyn notkunar á slíkum vörum í Reykjavík síðdegis: „Það er vaxandi tíðni á húðkrabbameini um allan heim og við á Íslandi erum ekkert undantekning frá því, þótt okkur finnist við fá litla sól. Á þessum árstíma er sólin mjög sterk og B-geislarnir mjög sterkir líka, A-geislarnir haldast svona sterkir yfir allt árið,“ segir Jenna Huld og útskýrir að B-geislar séu þeir geislar sem séu sterkari og brenni fólk oftast. Hún segir alla sólarvörn undir 30 ófullnægjandi. „Ég mæli með 50, í rauninni er 30 nóg en 50 er alltaf betra.“ Fjölmargir Íslendingar hafa brunnið illa undanfarin ár, ýmist í sólinni en sumir í sólarbekkjum. Klassísk afsökun fyrir því að nota ekki sólarvörn segir Jenna vera að líkaminn taki upp meira D-vítamín án sólarvarnar. „Rannsóknir sýna það að þú þarft að vera úti í korter á dag til að fá nægilegt D-vítamín. Allt eftir þessar 15 mínútur, þá ertu í raun að taka á móti skaðlegum áhrifum sólarinnar,“ segir hún og heldur áfram: „Þú verður að setja á þig á hverjum einasta degi þessa dagana og á þessi svæði sem eru mest útsett; andlit, háls, bringa og handleggir. Og helst að bæta á, ef þú ert úti allan daginn eftir fjóra til fimm tíma.“ Þessir ungu drengir nutu sumarveðursins til hins ýtrasta í Elliðaárdal, og báru vonandi á sig sólarvörn.vísir/vilhelm Auknar líkur á sortuæxli En þeir sem eru búnir að brenna, hvað er best að gera? „Það er alltaf best að setja eitthvað kælandi á þetta eins og aloe vera-krem eða eitthvað inni í kæli. Svo sterakrem sem hægt er að kaupa án lyfseðils, þar sem þetta er bólga sem kemur út af þessum skaða. Þarna hafa geislarnir skemmt erfðaefnið í frumunum þannig það er alltaf einhver varanlegur skaði eftir hvern einasta bruna. Þannig það er eins gott að forðast það,“ Spurð út í sólarvörn í öðrum húðvörum líkt og förðum og hvort sú vörn nægi segir Jenna: „Farði er ekki nóg, við verðum að nota sólarvörnina. Það nægir kannski yfir vetrartímann. Það er alveg búið að sýna fram á að sólarvörn í svona förðum skýlir okkur ekki nægilega.“ Hún segir frábært úrval komið til af sólarvörn fyrir andlit, ólíkt því sem var áður fyrr. „Þá var þetta svo feitt og klístrað og maður varð hvítur í framann.“ Jenna minnir einnig á að börn séu í sérstökum áhættuhópi. Börn sem brenna séu í áhættuhóp fyrir að fá sortuæxli síðar á lífsleiðinni.
Ferðalög Reykjavík síðdegis Heilsa Sólin Heilbrigðismál Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira