Reykjavík síðdegis

Fréttamynd

Vonaðist til að verða ekki spurð hvernig faðir sinn hefði dáið

Arna Pálsdóttir, sem situr í stjórn Píetasamtakanna, ræddi um sjálfsvíg föður síns í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann féll frá árið 2001 þegar Arna var einungis sextán ára gömul. Tilefni viðtalsins er átakið gulur september, en markmið þess er að vekja athygli á geðheilbrigði og sjálfsvígsforvörnum.

Innlent
Fréttamynd

Segist alls ekki hafa skipt um skoðun á bólusetningum

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segist alls ekki hafa skipt um skoðun á bólusetningum. Hann segir stjórnvöld hafa brugðist hárrétt við í heimsfaraldri Covid-19 miðað við forsendur á sínum tíma. Andstæðingar bóluefna eigi rétt á því að hafa rangt fyrir sér.

Innlent
Fréttamynd

Ó­tækt að þyrlurnar séu nánast komnar ofan í kaffi­bolla íbúa

Fram­kvæmda­stjóri Norður­flugs segir að sér lítist ekki illa á að flytja starf­semi fyrir­tækisins á Hólms­heiði. Skiljan­legt sé að í­búar séu þreyttir á há­vaða­mengun af völdum þyrlu­um­ferðar en fyrir­tækið lúti nú­verandi flug­ferlum og ráði ekki flug­leiðum inn á og út af Reykja­víkur­flug­velli.

Innlent
Fréttamynd

„Alltaf varanlegur skaði eftir hvern bruna“

„Mér finnst sorglegt að sjá hversu margir eru illa brenndir,“ segir Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir. Hún segir vaxandi tíðni vera á húðkrabbameini í heiminum, Ísland sé engin undantekning á því og minnir á mikilvægi þess að bera á sig sólarvörn. 

Innlent
Fréttamynd

Gosið í takt við fyrri gos og fer ró­lega af stað

Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, var gestur í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir í samtali við þáttastjórnendur að eldgosið sem nú er hafið sé í takt við hin gosin og að ekki sé um stórgos að ræða. 

Innlent
Fréttamynd

Bestu ráðin í baráttunni við bitin

Lúsmýið hefur nartað í Íslendinga í auknum mæli á sumrin síðustu ár. Húsráð við bitunum eru jafn ólík og þau eru mörg en ofnæmislæknir segir að best sé að kæla bitin, bera sterakrem á þau og taka ofnæmislyf.

Innlent
Fréttamynd

Ljóstrar upp um ástæður andremmu og lausnir við henni

Tannlæknir segir nokkrar ástæður geta verið fyrir andremmu en aðalorsökin séu bakteríur. Fólk veigri sér oft við að benda öðrum á andremmu en það eigi ekki að vera feimnismál. Hægt sé að losna við hana með góðri munnhirðu og þar sé tannþráðurinn lykilatriði.

Innlent
Fréttamynd

„Kominn tími til að starta sumrinu“

Mohammed Emin Kizilkaya veðurfræðiáhugamaður spáði því í vikunni að Íslendingar mættu eiga von á góðu veðri í kringum næstu mánaðarmót. Sumarið væri á leiðinni til landsins. Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur segir að Mohammed hafi ýmislegt til síns máls.

Veður
Fréttamynd

Frænd­hygli innan lög­reglunnar um­töluð í ára­raðir

Formaður Landssambands lögreglumanna segir frændhygli hafa verið umtalaða innan lögreglunnar í áraraðir og lögregluna skorti betri mannauðsstjórn. Hann segir lögreglumenn of hrædda um að gera mistök í starfi og telur þá hverfa frá störfum vegna lélegra launa og mikils álags.

Innlent
Fréttamynd

„Það er Alma sem slær tóninn og hinir elta“

For­maður Sam­taka leigj­enda segir ekki rétt að Alma leigu­fé­lag sé ekki verð­leiðandi á leigu­markaði hér á landi. Alma slái tóninn með hækkunum og al­mennir leigu­salar elti. Hann hvetur leig­jendur hjá Ölmu til að hafna hækkunum fé­lagsins.

Innlent
Fréttamynd

Fleiri fangar koma út úr fangelsum í verri stöðu

Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu félags fanga, segir fleiri fanga koma í verri stöðu út úr fangelsinu en þeir voru í þegar þeir hófu afplánun. Hann kveðst bjartsýnn á að breytingar verði gerðar en Guðmundur Ingi ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni.

Innlent
Fréttamynd

Sakar Orra um að hlaupa frá skýrslunni

Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs, segir Orra Eiríksson, fulltrúa atvinnuflugmanna í starfshópi innviðaráðherra um Reykjavíkurflugvöll, hlaupa frá niðurstöðunni. Ekki sé sanngjarnt að gera lítið úr skýrslu starfshópsins.

Innlent
Fréttamynd

Tíma­bært að dusta rykið af þyrlu­um­ræðunni

Pétur Pétursson slökkviliðsstjóri í Árnessýslu segir tímabært að dusta rykið af umræðu um sjúkraþyrlur. Alltaf sé til bóta þegar fólki er komið fyrr undir hendur heilbrigðisstarfsfólks þegar neyðartilvik koma upp.

Innlent
Fréttamynd

Páley segir af­glæpa­væðingu auka neyslu

Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri á Norðurlandi eystra og formaður lögreglustjórafélags Íslands vill gjalda varhug við afglæpavæðingu neysluskammta. Hún telur engum blöðum um það að fletta að ef varsla neysluskammta verði gerð refsilaus þá auki það neyslu ávana- og fíknefna.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er mesti skaði allra þjóðfélaga“

Bubbi Morthens vakti töluverða athygli um helgina er hann sagðist hafa sungið í ellefu jarðarförum á þessu ári hjá fólki sem féll frá vegna fíknisjúkdóms. Hann segir gott að þessi orð hans hafi vakið athygli því samfélagið þurfi að vera meðvitað og takast á við vandamálið. Það skaði þjóðfélög þegar fólki er skipt upp á móti hvoru öðru.

Innlent
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.