Heilsa

Heilsa

Allt um heilsu, hreyfingu og hollan mat

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi

Það ríkti sannkölluð gleðistemning á kvennakvöldi Tilverunnar heilsuseturs á Garðatorgi, þar sem glæsilegur hópur kvenna sameinaðist í nærandi og skemmtilegri kvöldstund. Á dagskránni var einstök blanda af hreyfingu, tónlist, dansi og djúpri slökun sem skapaði fallega heildræna upplifun.

Lífið
Fréttamynd

Setur heilsuna í fyrsta sæti í sumar

„Mitt helsta heilsuráð er að gefa sér rými til þess að vera eins mikið í náttúrunni og mögulegt er til þess að lágmarka streitu og auka lífsgleði,“ segir jógakennarinn og heilsumarkþjálfinn Anna Guðný Torfadóttir sem stefnir á að eiga heilsteypt sumar. 

Uppskriftir
Fréttamynd

Munn­vatnið skiptir öllu máli

Tannheilsa er ekki einungis spurning um fallegt bros, heldur er hún lykilatriði fyrir almennt heilbrigði, þar á meðal hjarta-, æða og mögulega heilaheilsu. Þetta segir Hrönn Róbertsdóttir tannlæknir, sem er gestur í Heilsuhlaðvarpi Lukku og Jóhönnu Vilhjálms.

Lífið
Fréttamynd

Ferð þú til Ástralíu með Bondi Sands og KILROY?

Ástralska snyrtivörumerkið Bondi Sands og ferðaskrifstofan KILROY hafa sameinað krafta sína í spennandi samstarfi sem leiðir til draumaferðar til Ástralíu. Bondi Sands hefur síðastliðin ár orðið eitt það vinsælasta í heiminum. Vörumerkið heitir eftir einni frægustu strönd í Ástralíu, Bondi Beach og markmiðið að færa fólki hinn fullkomna sólkyssta ástralska ljóma. 

Lífið samstarf
Fréttamynd

„Strákar verða að sýna til­finningar“

Táningur sem hleypur hálfmaraþon til styrktar Píeta samtakanna hvetur aðra stráka á sínum og aldri og raunar alla til að tala um tilfiningar sínar og leita sér hjálpar í auknum mæli. Alltof margir séu hræddir við að sýna tilfinningar.

Lífið
Fréttamynd

Inga Sæ­land segist vera allt of löt að hreyfa sig

Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra skellir sér í leikfimisfötin nokkrum sinnum í viku og drífur sig í leikfimi með eldra fólki en hún var að setja af stað átakið “Hreyfing alla ævi” þar sem markmiðið er að hvetja eldra fólk um allt land að stunda reglulega hreyfingu.

Innlent
Fréttamynd

Or­sakir flösu og á­hrifa­rík með­ferð

Flasa veldur því að lítil þurr húð flagnar af hársverðinum og verður oft á tíðum sjáanleg á fötum. Flasa getur átt sér ýmsar orsakir. Fríða Rut Heimisdóttir hárgreiðslumeistari og eigandi Regalo ehf segir lykilatriði skilja undirliggjandi orsök til að meðhöndla og koma í veg fyrir flösu.

Lífið samstarf
Fréttamynd

„Það er alls ekki í tísku að brenna“

UVA-geislar sólarinnar geta skaðað húðina jafnvel í skýjuðu veðri, í gegnum rúður eða á stuttum göngutúrum. Með réttri sólarvörn má draga úr ótímabærri öldrun, litaójöfnuði og vernda gegn húðkrabbameini. Sólarvörn frá La Roche-Posay er snyrtivara vikunnar á Vísi.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Nú er tími til að­gerða: Tóbaks- og nikótín­frítt Ís­land

Á alþjóðlegum degi án tóbaks, 31. maí 2025, beinir Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) og heilbrigðissamtök um allan heim sjónum að því hvernig tóbaks- og nikótíniðnaðurinn beitir markvissum og oft blekkjandi aðferðum til að gera vörur sínar aðlaðandi, sérstaklega fyrir börn og ungmenni.

Skoðun
Fréttamynd

Hei­lög tvenna fyrir hlauparann!

Þegar utanvegahlauparinn Sindri Pétursson leggur upp í langar og krefjandi æfingar með Fjallahlaupaþjálfun, skiptir hvert smáatriði máli. Úthald, endurheimt og liðheilsa ráða oft úrslitum, bæði fyrir árangur og ánægju í hlaupinum.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Bakið er hætt að hefna sín

Ásta Ingvarsdóttir starfaði um árabil í umönnun á sambýlum víðsvegar um landið, meðal annars á Blönduósi, Sólheimum í Grímsnesi og síðast á Akranesi. Hún þurfti að hætta að vinna vegna meiðsla en er í dag nær verkjalaus.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Bein út­sending: Að eldast á Ís­landi

„Að eldast á Íslandi“ er yfirskrift fjórða fundarins í fundaröð Heilbrigðisvísindasviðs HÍ, Heilsan okkar. Fundurinn stendur milli klukkan 11:30 og 13 og verður hægt að fylgjast með í beinu streymi í spilaranum að neðan. 

Innlent
Fréttamynd

Fyrsta háhælahlaup Ís­lands­sögunnar

Hamingjuhlaupið verður haldið í fyrsta sinn á laugardaginn. Hlaupið fer fram í Elliðaárdalnum og verður stútfullt af skemmtilegum uppákomum og fjöri. Hlaupnir verða 7,8 km í karla-, kvenna- og kváraflokki en einnig er hægt að skrá sig í 3 km gleðiskokk. 

Lífið samstarf