Illa brenndur eftir viðskipti við Sól 101 Ólöf Skaftadóttir skrifar 11. júní 2013 15:00 Steinar Thorberg skaðbrenndist í sólarbekk á sólbaðsstofu í miðbænum Fréttablaðið/Valli Steinar Thorberg sólgleraugnasölumaður skaðbrenndist í sólarbekk á sólbaðstofunni Sól 101, við Aðalstræti í Reykjavík, í gær. Steinar lýsti atburðarrásinni þannig að hann hefði ákveðið að fara í ljós í fyrsta sinn í 22 ár, og gekk inn á umrædda sólbaðsstofu þar sem honum var gert að ganga inn í einn bekkinn. „Mér var sagt að bekknum yrði stjórnað úr afgreiðslunni,“ sagði Steinar sem lá í bekknum í 20 mínútur og kenndi sér ekki meins. „En mér fannst athugavert að ég hefði ekki fengið nein hlífðargleraugu,“ sagði Steinar jafnframt. Þegar Steinar var kominn heim fór hann að finna fyrir óþægindum. „Ég bar á mig græðandi smyrsl og fór í kalda sturtu, en allt kom fyrir ekki og óþægindin ágerðust,“ sagði Steinar. Fyrr en varði var Steinar orðinn nánast blindur fyrir bólgu í augum hans og sársaukinn var orðinn gríðarlegur að eigin sögn. Steinar ákvað þá að leita á spítala vegna verkjanna sem brunanum fylgdu. „Ég er búin að vera að fá morfín í æð. Þetta er búið að vera alveg hrikalega sársaukafullt,“ hélt Steinar áfram. „Ég ætla í mál við þessa sólbaðsstofu. Þetta er ekki í lagi. Ég bjó í Las Vegas í mörg ár og er vanur sólinni. Þetta eru einhver mistök af þeirra hálfu,“ bætti Steinar við. Bruninn sem Steinar hlaut er talinn vera á milli fyrsta og annars stigs bruna. Sólbaðsstofan Sól 101 harmar þetta atvik og hafði ekki heyrt frá Steinari þegar fréttastofa 365 ræddi við forsvarsmenn hennar. „Við vissum ekki af þessu. Ég man eftir þessum manni. Hann sagði við okkur að hann hefði ekki farið í ljós í langan tíma, en hann var dökkur á að líta og fór í venjulegan bekk í 20 mínútur eins og venjan er. Ég er alveg miður mín yfir þessu,“ sagði Rakel Ás Halldórsdóttir, rekstrarstjóri Sól 101. Illa brunninn. Fréttablaðið/Valli Með morfín í æð. Steinar þurfti að fá morfín í æð til að lina kvalirnar.Fréttablaðið/Valli Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Steinar Thorberg sólgleraugnasölumaður skaðbrenndist í sólarbekk á sólbaðstofunni Sól 101, við Aðalstræti í Reykjavík, í gær. Steinar lýsti atburðarrásinni þannig að hann hefði ákveðið að fara í ljós í fyrsta sinn í 22 ár, og gekk inn á umrædda sólbaðsstofu þar sem honum var gert að ganga inn í einn bekkinn. „Mér var sagt að bekknum yrði stjórnað úr afgreiðslunni,“ sagði Steinar sem lá í bekknum í 20 mínútur og kenndi sér ekki meins. „En mér fannst athugavert að ég hefði ekki fengið nein hlífðargleraugu,“ sagði Steinar jafnframt. Þegar Steinar var kominn heim fór hann að finna fyrir óþægindum. „Ég bar á mig græðandi smyrsl og fór í kalda sturtu, en allt kom fyrir ekki og óþægindin ágerðust,“ sagði Steinar. Fyrr en varði var Steinar orðinn nánast blindur fyrir bólgu í augum hans og sársaukinn var orðinn gríðarlegur að eigin sögn. Steinar ákvað þá að leita á spítala vegna verkjanna sem brunanum fylgdu. „Ég er búin að vera að fá morfín í æð. Þetta er búið að vera alveg hrikalega sársaukafullt,“ hélt Steinar áfram. „Ég ætla í mál við þessa sólbaðsstofu. Þetta er ekki í lagi. Ég bjó í Las Vegas í mörg ár og er vanur sólinni. Þetta eru einhver mistök af þeirra hálfu,“ bætti Steinar við. Bruninn sem Steinar hlaut er talinn vera á milli fyrsta og annars stigs bruna. Sólbaðsstofan Sól 101 harmar þetta atvik og hafði ekki heyrt frá Steinari þegar fréttastofa 365 ræddi við forsvarsmenn hennar. „Við vissum ekki af þessu. Ég man eftir þessum manni. Hann sagði við okkur að hann hefði ekki farið í ljós í langan tíma, en hann var dökkur á að líta og fór í venjulegan bekk í 20 mínútur eins og venjan er. Ég er alveg miður mín yfir þessu,“ sagði Rakel Ás Halldórsdóttir, rekstrarstjóri Sól 101. Illa brunninn. Fréttablaðið/Valli Með morfín í æð. Steinar þurfti að fá morfín í æð til að lina kvalirnar.Fréttablaðið/Valli
Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira