Íslenski boltinn

Segir FH vilja fram­herja Lyng­by

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Petur Knudsen fagnar einu af tveimur mörkum sínum á leiktíðinni.
Petur Knudsen fagnar einu af tveimur mörkum sínum á leiktíðinni. Lyngby

Greint var frá því í síðasta þætti Þungavigtarinnar að FH vilji fá Petur Knudsen, framherja Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni, í sínar raðir. FH leitar nú að arftaka Úlfs Ágústs Björnssonar sem heldur í nám vestanhafs á næstunni.

Úlfur Ágúst er á leiðinni í Duke-háskólann í Bandaríkjunum og því er FH í leit að framherja til að leiða línu liðsins. Í síðasta þætti Þungavigtarinnar greindi Kristján Óli Sigurðsson frá því að Petur Knudsen væri á leiðinni í Hafnafjörð.

Sá er 25 ára gamall og spilar undir stjórn Freys Alexanderssonar í danska úrvalsdeildarinnar liðinu Lyngby. Hann er að renna út á samningi þar á bæ og er því frjálst að semja við hvaða lið sem er eftir mánaðarmót.

Petur, sem er hluti af landsliðshóp Færeyja fyrir komandi leiki í undankeppni EM, er ekki á leið til FH samkvæmt heimildum Fótbolti.net. FH vildi upphaflega fá hann áður en tímabilið í Bestu deild karla hófst en meiðsli Alfreðs Finnbogasonar komu í veg fyrir að Lyngby léti hann fara.

Færeyingurinn spilaði ekki með Lyngby fyrr en á síðari hluta tímabils. Á endanum tók hann þátt í 8 leikjum og skoraði 2 mörk er Lyngby hélt sér uppi á eftirminnilegan hátt.


Tengdar fréttir

Hrósar Frey eftir krafta­verkið mikla: „Aðrir hefðu misst klefann“

Sæ­var Atli Magnús­son, at­vinnu- og lands­liðs­maður í knatt­spyrnu, hrósar þjálfara sínum hjá Lyng­by, Frey Alexanders­syni há­stert eftir að liðinu tókst að fram­kvæma krafta­verkið mikla og halda sæti sínu í dönsku úr­vals­deildinni. Sæ­vari líður afar vel hjá Lyng­by en fram­ganga hans með liðinu hefur vakið á­huga annarra liða.

Freyr og félagar fá 200 milljónir til að spila úr

Hollvinasamtök danska knattspyrnufélagsins Lyngby hafa styrkt félagið um rúmlega 10 milljónir danskra króna, eða yfir 200 milljónir íslenskra króna, til að efla liðið sem áfram mun spila í úrvalsdeild á næstu leiktíð.

„Fáir í kringum mig sem höfðu trú á þessu“

Freyr Alexanders­son þjálfari danska úr­vals­deildar­fé­lagsins Lyng­by, sem í gær vann krafta­verk sem tekið var eftir í Dan­mörku er liðið hélt sæti sínu í deildinni, segir af­rek gær­dagsins vera það stærsta á sínum þjálfara­ferli. Hann hafði á­vallt trú á því að liðinu tækist það sem margir töldu ó­mögu­legt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×