Freyr og félagar fá 200 milljónir til að spila úr Sindri Sverrisson skrifar 7. júní 2023 14:31 Freyr Alxeandersson í loftinu eftir að hafa stýrt Lyngby til áframhaldandi veru í dönsku úrvalsdeildinni. Getty/Jan Christensen Hollvinasamtök danska knattspyrnufélagsins Lyngby hafa styrkt félagið um rúmlega 10 milljónir danskra króna, eða yfir 200 milljónir íslenskra króna, til að efla liðið sem áfram mun spila í úrvalsdeild á næstu leiktíð. Undir stjórn Freys Alexanderssonar náði Lyngby með ævintýralegum hætti að halda sæti sínu í efstu deild Danmerkur, eftir að hafa um tíma verið sextán stigum frá næsta örugga sæti í deildinni. „Kraftaverkið“ var fullkomnað í lokaumferðinni um síðustu helgi. Í dag tilkynnti svo Lyngby að félagið hefði fengið styrk frá „Vinum Lyngby“. Þar segir að ákvörðun um styrkinn hafi verið tekin í síðustu viku, og að ekki hafi verið skilyrði að Lyngby myndi halda sér uppi í úrvalsdeildinni. „Kærleikurinn til félagsins og trúin á verkefnið er nefnilega skilyrðislaus,“ segir í frétt á vef Lyngby. Milljónirnar eru ekki eyrnamerktar neinu ákveðnu atriði og Frey og hans yfirmönnum því frjálst að nýta þær að vild. Þó er tekið fram að styrkurinn sé meðal annars táknræn skilaboð til hæfileikaríku leikmannanna í liðinu um að láta ekki freistast af gylliboðum annarra félaga. „Þessar tíu milljónir danskra króna eru vitnisburður um það að við horfum ekki bara í úrslitin á vellinum. Við eigendurnir horfum á heildarverkefnið og þessar miklu framfarir varðandi akademíuna, styrktaraðila, áhorfendur, samstarf á svæðinu okkar og tilfinninguna um að allt Lyngby standi saman, sem gefur okkur frábæran vettvang til að halda áfram uppbyggingu okkar,“ segir Mads Byder, einn af meðlimum Vina Lyngby og eigendum Lyngby Boldklub. Danski boltinn Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Fleiri fréttir Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Sjá meira
Undir stjórn Freys Alexanderssonar náði Lyngby með ævintýralegum hætti að halda sæti sínu í efstu deild Danmerkur, eftir að hafa um tíma verið sextán stigum frá næsta örugga sæti í deildinni. „Kraftaverkið“ var fullkomnað í lokaumferðinni um síðustu helgi. Í dag tilkynnti svo Lyngby að félagið hefði fengið styrk frá „Vinum Lyngby“. Þar segir að ákvörðun um styrkinn hafi verið tekin í síðustu viku, og að ekki hafi verið skilyrði að Lyngby myndi halda sér uppi í úrvalsdeildinni. „Kærleikurinn til félagsins og trúin á verkefnið er nefnilega skilyrðislaus,“ segir í frétt á vef Lyngby. Milljónirnar eru ekki eyrnamerktar neinu ákveðnu atriði og Frey og hans yfirmönnum því frjálst að nýta þær að vild. Þó er tekið fram að styrkurinn sé meðal annars táknræn skilaboð til hæfileikaríku leikmannanna í liðinu um að láta ekki freistast af gylliboðum annarra félaga. „Þessar tíu milljónir danskra króna eru vitnisburður um það að við horfum ekki bara í úrslitin á vellinum. Við eigendurnir horfum á heildarverkefnið og þessar miklu framfarir varðandi akademíuna, styrktaraðila, áhorfendur, samstarf á svæðinu okkar og tilfinninguna um að allt Lyngby standi saman, sem gefur okkur frábæran vettvang til að halda áfram uppbyggingu okkar,“ segir Mads Byder, einn af meðlimum Vina Lyngby og eigendum Lyngby Boldklub.
Danski boltinn Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Fleiri fréttir Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Sjá meira