Íslenski boltinn

Sjáðu markið: Yngstur til að bæði spila og skora fyrir ÍA

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Daníel Ingi tryggði ÍA sigur á föstudagskvöld.
Daníel Ingi tryggði ÍA sigur á föstudagskvöld. ÍA

Daníel Ingi Jóhannesson, leikmaður ÍA, varð á föstudagskvöld yngsti markaskorari í sögu félagsins. Hann átti þegar metið yfir yngsta leikmann félagsins frá upphafi.

ÍA heimsótti Ægi í Þorlákshöfn á föstudagskvöld í Lengjudeildinni. Daníel Ingi, sem er aðeins 16 ára og 67 daga gamall, var í byrjunarliði Skagamanna. Gerði hann sér lítið fyrir og skoraði eina mark leiksins á 63. mínútu. Markið má sjá hér að neðan.

Yngsti markaskorari í sögu ÍA þangað til í gær var Arnar Gunnlaugsson, fyrrverandi markamaskína og núverandi þjálfari bikarmeistara Víkings.

Daníel Ingi á ekki langt að sækja knattspyrnuhæfileikana en faðir hans er Jóhannes Karl Guðjónsson, aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Bróðir hans er svo landsliðsmaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson, leikmaður Danmerkurmeistara FC Kaupmannahafnar.

Daníel Ingi mun ekki klára tímabilið með Skagamönnum þar sem hann er á leið til Nordsjælland í Danmörku í sumar.

ÍA er í 6. sæti Lengjudeildar með átta stig að loknum sex umferðum.


Tengdar fréttir

Skoraði í dag en á reynslu hjá FCK í gær

Daníel Ingi Jóhannesson skoraði síðara mark ÍA í 2-0 sigri liðsins á Grindavík í dag. Daníel Ingi var staddur í Kaupmannahöfn í gær þar sem hann var á reynslu hjá FC Kaupmannahöfn. Eldri bróðir hans, Ísak Bergmann, spilar með Danmerkurmeisturunum.

Yngstu leik­menn í sögu ÍA og KR koma úr gríðar­legum fót­bolta­fjöl­skyldum

Fornu fjendurnir KR og ÍA hafa bæði valdið vonbrigðum það sem af er sumri í Bestu deild karla í fótbolta. KR-ingar eru þó að því virðist að vakna af værum blundi á meðan ÍA er fast við botninn. Bæði lið hafa þó gefið mjög svo ungum leikmönnum nokkrar mínútur í sumar, mínútur sem skiluðu drengjunum í sögubækurnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×