Yngstu leikmenn í sögu ÍA og KR koma úr gríðarlegum fótboltafjölskyldum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. ágúst 2022 16:01 Jón Arnar Sigurðsson er yngsti leikmaður í sögu KR. KR Fornu fjendurnir KR og ÍA hafa bæði valdið vonbrigðum það sem af er sumri í Bestu deild karla í fótbolta. KR-ingar eru þó að því virðist að vakna af værum blundi á meðan ÍA er fast við botninn. Bæði lið hafa þó gefið mjög svo ungum leikmönnum nokkrar mínútur í sumar, mínútur sem skiluðu drengjunum í sögubækurnar. Þeir Daniel Ingi Jóhannesson og Jón Arnar Sigurðsson eru komnir í sögubækur íslenskrar knattspyrnu þar sem um er að ræða yngsta leikmann í sögu efstu deildar hjá ÍA annars vegar og yngsta leikmann í sögu efstu deildar hjá KR hins vegar. Báðir koma úr gríðarlegum fótboltafjölskyldum. Daniel Ingi var á reynslu hjá FC Kaupmannahöfn nýverið.Twitter@totalafl Þann 1. ágúst síðastliðinn mættust Breiðablik og ÍA í Bestu deild karla. Fór það svo að Breiðablik vann 3-1 heimasigur en þegar fimm mínútur lifðu leiks kom Daniel Ingi Jóhannesson inn af bekknum hjá gestunum og varð um leið yngsti leikmaður í sögu ÍA í efstu deild. Raunar varð hann yngsti leikmaður til að spila deildarleik fyrir ÍA. Daniel Ingi var 15 ára og 119 daga gamall er hann sló metið. Ísak Bergmann Jóhannesson, bróðir Daniels Inga, var yngsti leikmaður ÍA í deildarkeppni fyrir leikinn þann 1. ágúst á meðan Sigurður Jónsson var yngsti leikmaður ÍA í sögu efstu deildar. Ísak Bergmann er í dag landsliðsmaður ásamt því að spila með meistaraliði FC Kaupmannahöfn í Danmörku. Faðir þeirra er Jóhannes Karl Guðjónsson, fyrrum landsliðs- og atvinnumaður sem og fyrrverandi þjálfari ÍA en hann er í dag aðstoðarþjálfari karlalandsliðs Íslands. Það var svo sunnudaginn viku síðar, þann 7. ágúst sem Jón Arnar Sigurðsson varð yngsti leikmaður KR í sögu efstu deildar er hann kom inn af varamannabekknum í 4-0 sigri á ÍBV. „Jón Arnar er einungis 15 ára og 96 daga gamall og því yngsti leikmaður í sögunni til að spila fyrir KR í efstu deild, ásamt því að vera fjórða kynslóð til að spila fyrir meistaraflokk KR,“ segir í tilkynningu á Facebook-síðu KR. Jón Arnar er sonur Sigurðar Arnar Jónssonar sem lék með KR á árunum 1989 til 2001. Afi Jóns Arnars er Jón Már Ólason en hann lék með liðinu 1968-69 og langafi drengsins er Óli Björgvin Jónasson en hann lék með KR frá árunum 1936-1950. Árni Ingi Pjetursson átti metið á undan Jóni Arnari en verður að bíta í það súra epli að vera núna næstyngsti leikmaður í sögu KR í efstu deild. KR er í dag í 6. sæti Bestu deildar karla með 24 stig eftir 16 leiki á meðan ÍA er með 8 stig eftir jafn marga leiki. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KR ÍA Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti „Ætlum að keyra inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Sjá meira
Þeir Daniel Ingi Jóhannesson og Jón Arnar Sigurðsson eru komnir í sögubækur íslenskrar knattspyrnu þar sem um er að ræða yngsta leikmann í sögu efstu deildar hjá ÍA annars vegar og yngsta leikmann í sögu efstu deildar hjá KR hins vegar. Báðir koma úr gríðarlegum fótboltafjölskyldum. Daniel Ingi var á reynslu hjá FC Kaupmannahöfn nýverið.Twitter@totalafl Þann 1. ágúst síðastliðinn mættust Breiðablik og ÍA í Bestu deild karla. Fór það svo að Breiðablik vann 3-1 heimasigur en þegar fimm mínútur lifðu leiks kom Daniel Ingi Jóhannesson inn af bekknum hjá gestunum og varð um leið yngsti leikmaður í sögu ÍA í efstu deild. Raunar varð hann yngsti leikmaður til að spila deildarleik fyrir ÍA. Daniel Ingi var 15 ára og 119 daga gamall er hann sló metið. Ísak Bergmann Jóhannesson, bróðir Daniels Inga, var yngsti leikmaður ÍA í deildarkeppni fyrir leikinn þann 1. ágúst á meðan Sigurður Jónsson var yngsti leikmaður ÍA í sögu efstu deildar. Ísak Bergmann er í dag landsliðsmaður ásamt því að spila með meistaraliði FC Kaupmannahöfn í Danmörku. Faðir þeirra er Jóhannes Karl Guðjónsson, fyrrum landsliðs- og atvinnumaður sem og fyrrverandi þjálfari ÍA en hann er í dag aðstoðarþjálfari karlalandsliðs Íslands. Það var svo sunnudaginn viku síðar, þann 7. ágúst sem Jón Arnar Sigurðsson varð yngsti leikmaður KR í sögu efstu deildar er hann kom inn af varamannabekknum í 4-0 sigri á ÍBV. „Jón Arnar er einungis 15 ára og 96 daga gamall og því yngsti leikmaður í sögunni til að spila fyrir KR í efstu deild, ásamt því að vera fjórða kynslóð til að spila fyrir meistaraflokk KR,“ segir í tilkynningu á Facebook-síðu KR. Jón Arnar er sonur Sigurðar Arnar Jónssonar sem lék með KR á árunum 1989 til 2001. Afi Jóns Arnars er Jón Már Ólason en hann lék með liðinu 1968-69 og langafi drengsins er Óli Björgvin Jónasson en hann lék með KR frá árunum 1936-1950. Árni Ingi Pjetursson átti metið á undan Jóni Arnari en verður að bíta í það súra epli að vera núna næstyngsti leikmaður í sögu KR í efstu deild. KR er í dag í 6. sæti Bestu deildar karla með 24 stig eftir 16 leiki á meðan ÍA er með 8 stig eftir jafn marga leiki. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KR ÍA Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti „Ætlum að keyra inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki