Yngstu leikmenn í sögu ÍA og KR koma úr gríðarlegum fótboltafjölskyldum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. ágúst 2022 16:01 Jón Arnar Sigurðsson er yngsti leikmaður í sögu KR. KR Fornu fjendurnir KR og ÍA hafa bæði valdið vonbrigðum það sem af er sumri í Bestu deild karla í fótbolta. KR-ingar eru þó að því virðist að vakna af værum blundi á meðan ÍA er fast við botninn. Bæði lið hafa þó gefið mjög svo ungum leikmönnum nokkrar mínútur í sumar, mínútur sem skiluðu drengjunum í sögubækurnar. Þeir Daniel Ingi Jóhannesson og Jón Arnar Sigurðsson eru komnir í sögubækur íslenskrar knattspyrnu þar sem um er að ræða yngsta leikmann í sögu efstu deildar hjá ÍA annars vegar og yngsta leikmann í sögu efstu deildar hjá KR hins vegar. Báðir koma úr gríðarlegum fótboltafjölskyldum. Daniel Ingi var á reynslu hjá FC Kaupmannahöfn nýverið.Twitter@totalafl Þann 1. ágúst síðastliðinn mættust Breiðablik og ÍA í Bestu deild karla. Fór það svo að Breiðablik vann 3-1 heimasigur en þegar fimm mínútur lifðu leiks kom Daniel Ingi Jóhannesson inn af bekknum hjá gestunum og varð um leið yngsti leikmaður í sögu ÍA í efstu deild. Raunar varð hann yngsti leikmaður til að spila deildarleik fyrir ÍA. Daniel Ingi var 15 ára og 119 daga gamall er hann sló metið. Ísak Bergmann Jóhannesson, bróðir Daniels Inga, var yngsti leikmaður ÍA í deildarkeppni fyrir leikinn þann 1. ágúst á meðan Sigurður Jónsson var yngsti leikmaður ÍA í sögu efstu deildar. Ísak Bergmann er í dag landsliðsmaður ásamt því að spila með meistaraliði FC Kaupmannahöfn í Danmörku. Faðir þeirra er Jóhannes Karl Guðjónsson, fyrrum landsliðs- og atvinnumaður sem og fyrrverandi þjálfari ÍA en hann er í dag aðstoðarþjálfari karlalandsliðs Íslands. Það var svo sunnudaginn viku síðar, þann 7. ágúst sem Jón Arnar Sigurðsson varð yngsti leikmaður KR í sögu efstu deildar er hann kom inn af varamannabekknum í 4-0 sigri á ÍBV. „Jón Arnar er einungis 15 ára og 96 daga gamall og því yngsti leikmaður í sögunni til að spila fyrir KR í efstu deild, ásamt því að vera fjórða kynslóð til að spila fyrir meistaraflokk KR,“ segir í tilkynningu á Facebook-síðu KR. Jón Arnar er sonur Sigurðar Arnar Jónssonar sem lék með KR á árunum 1989 til 2001. Afi Jóns Arnars er Jón Már Ólason en hann lék með liðinu 1968-69 og langafi drengsins er Óli Björgvin Jónasson en hann lék með KR frá árunum 1936-1950. Árni Ingi Pjetursson átti metið á undan Jóni Arnari en verður að bíta í það súra epli að vera núna næstyngsti leikmaður í sögu KR í efstu deild. KR er í dag í 6. sæti Bestu deildar karla með 24 stig eftir 16 leiki á meðan ÍA er með 8 stig eftir jafn marga leiki. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KR ÍA Mest lesið „Manchester er heima“ Enski boltinn „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Fótbolti De Bruyne kvaddur með stæl Enski boltinn Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi Enski boltinn Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Enski boltinn Fleiri fréttir „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Sjá meira
Þeir Daniel Ingi Jóhannesson og Jón Arnar Sigurðsson eru komnir í sögubækur íslenskrar knattspyrnu þar sem um er að ræða yngsta leikmann í sögu efstu deildar hjá ÍA annars vegar og yngsta leikmann í sögu efstu deildar hjá KR hins vegar. Báðir koma úr gríðarlegum fótboltafjölskyldum. Daniel Ingi var á reynslu hjá FC Kaupmannahöfn nýverið.Twitter@totalafl Þann 1. ágúst síðastliðinn mættust Breiðablik og ÍA í Bestu deild karla. Fór það svo að Breiðablik vann 3-1 heimasigur en þegar fimm mínútur lifðu leiks kom Daniel Ingi Jóhannesson inn af bekknum hjá gestunum og varð um leið yngsti leikmaður í sögu ÍA í efstu deild. Raunar varð hann yngsti leikmaður til að spila deildarleik fyrir ÍA. Daniel Ingi var 15 ára og 119 daga gamall er hann sló metið. Ísak Bergmann Jóhannesson, bróðir Daniels Inga, var yngsti leikmaður ÍA í deildarkeppni fyrir leikinn þann 1. ágúst á meðan Sigurður Jónsson var yngsti leikmaður ÍA í sögu efstu deildar. Ísak Bergmann er í dag landsliðsmaður ásamt því að spila með meistaraliði FC Kaupmannahöfn í Danmörku. Faðir þeirra er Jóhannes Karl Guðjónsson, fyrrum landsliðs- og atvinnumaður sem og fyrrverandi þjálfari ÍA en hann er í dag aðstoðarþjálfari karlalandsliðs Íslands. Það var svo sunnudaginn viku síðar, þann 7. ágúst sem Jón Arnar Sigurðsson varð yngsti leikmaður KR í sögu efstu deildar er hann kom inn af varamannabekknum í 4-0 sigri á ÍBV. „Jón Arnar er einungis 15 ára og 96 daga gamall og því yngsti leikmaður í sögunni til að spila fyrir KR í efstu deild, ásamt því að vera fjórða kynslóð til að spila fyrir meistaraflokk KR,“ segir í tilkynningu á Facebook-síðu KR. Jón Arnar er sonur Sigurðar Arnar Jónssonar sem lék með KR á árunum 1989 til 2001. Afi Jóns Arnars er Jón Már Ólason en hann lék með liðinu 1968-69 og langafi drengsins er Óli Björgvin Jónasson en hann lék með KR frá árunum 1936-1950. Árni Ingi Pjetursson átti metið á undan Jóni Arnari en verður að bíta í það súra epli að vera núna næstyngsti leikmaður í sögu KR í efstu deild. KR er í dag í 6. sæti Bestu deildar karla með 24 stig eftir 16 leiki á meðan ÍA er með 8 stig eftir jafn marga leiki. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KR ÍA Mest lesið „Manchester er heima“ Enski boltinn „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Fótbolti De Bruyne kvaddur með stæl Enski boltinn Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi Enski boltinn Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Enski boltinn Fleiri fréttir „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó