Hvetur önnur ríki til að fara að fordæmi Íslendinga Samúel Karl Ólason skrifar 9. júní 2023 13:50 Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, utanríkisráðherra Íslands, í Kænugarði í mars. stjórnarráðið Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, sendi í dag þakkir til Þórdísar Kolbrúnu R. Gylfadóttur, utanríkisráðherra Íslands. Það gerði hann vegna ákvörðunar Íslendinga að leggja niður starfsemi í sendiráðinu í Rússlandi og krefjast þess að Rússar takmarki umsvif sín hér á landi. Starfsemi íslenska sendiráðsins í Moskvu verður lögð niður frá og með 1. ágúst næstkomandi en þar hafa verið fimm staðráðnir starfsmenn og tveir íslenskir erindrekar. Árni Þór Sigurðsson, sendiherra Íslands í Rússlandi, mun fara til Kaupmannahafnar að sögn utanríkisráðherra. Þórdís Kolbrún segir að forsendurnar fyrir starfsemi í Moskvu séu gjörbreyttar og pólitísk tengsl Rússlands og Íslands séu nánast engin. „Við slítum ekki stjórnmálasambandi og lokum ekki sendiráðinu en gerum þetta svona í ljósi stöðunnar eins og hún blasir við.“ Sjá einnig: Forsendur gjörbreyttar og tengslin nánast engin Kuleba birti tíst í dag þar sem hann hvatti önnur ríki til að fara að fordæmi Íslendinga, því Rússar þyrftu að átta sig á því að grimmd þeirra leiddi til einangrunar. I thank @ThordisKolbrun for Iceland s decision to suspend operations of its embassy in Moscow and request Russia to limit the operations of its embassy in Reykjavík. Russia must see that barbarism leads to complete isolation. I encourage other states to follow Iceland s example.— Dmytro Kuleba (@DmytroKuleba) June 9, 2023 Í frétt Moscow Times segir að Íslendingar séu fyrstir Evrópuþjóða til að loka sendiráði í Rússlandi, frá því Rússar hófu innrásina í Úkraínu. Á undanförnum árum hafa ríkisstjórnir víða um heim fækkað erindrekum sínum og starfsmönnum í Rússlandi og gert Rússum að gera hið sama. Þeirra á meðal eru Svíar, Norðmenn, Bandaríkjamenn og Bretar. Þjóðverjar skipuðu Rússum svo nýverið að loka fjórum af fimm ræðismannsskrifstofum þeirra í Rússlandi en það var í kjölfar þess að Rússar settu takmark á fjölda starfsmanna sendiráðs og ræðismannsskrifstofa Þjóðverja í Rússlandi. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sendiráð Íslands Sendiráð á Íslandi Tengdar fréttir Forsendur gjörbreyttar og tengslin nánast engin „Staðreyndin er bara sú að forsendur fyrir því að reka starfsemi í Moskvu eru gjörbreyttar,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, sem hefur ákveðið að leggja niður starfsemi íslenska sendiráðsins í Moskvu. Starfsemi rússneska sendiráðisins hér verður takmörkuð og sendiherrann fer heim. 9. júní 2023 13:16 Loka sendiráðinu í Moskvu og takmarka umsvif Rússa hérlendis Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra hefur ákveðið að leggja niður starfsemi sendiráðs Íslands í Moskvu frá 1. ágúst næstkomandi. Þá hefur sendiherra Rússlands hér á landi verið tjáð að gert sé ráð fyrir að Rússland minnki fyrirsvar sitt þannig að sendiherra stýri ekki lengur sendiráði Rússlands í Reykjavík. Sömuleiðis hefur Rússlandi verið gert að lágmarka starfsemi sendiráðsins á Íslandi til samræmis við þessa ákvörðun. 9. júní 2023 11:12 Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Kom ekki á teppið Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Sjá meira
Starfsemi íslenska sendiráðsins í Moskvu verður lögð niður frá og með 1. ágúst næstkomandi en þar hafa verið fimm staðráðnir starfsmenn og tveir íslenskir erindrekar. Árni Þór Sigurðsson, sendiherra Íslands í Rússlandi, mun fara til Kaupmannahafnar að sögn utanríkisráðherra. Þórdís Kolbrún segir að forsendurnar fyrir starfsemi í Moskvu séu gjörbreyttar og pólitísk tengsl Rússlands og Íslands séu nánast engin. „Við slítum ekki stjórnmálasambandi og lokum ekki sendiráðinu en gerum þetta svona í ljósi stöðunnar eins og hún blasir við.“ Sjá einnig: Forsendur gjörbreyttar og tengslin nánast engin Kuleba birti tíst í dag þar sem hann hvatti önnur ríki til að fara að fordæmi Íslendinga, því Rússar þyrftu að átta sig á því að grimmd þeirra leiddi til einangrunar. I thank @ThordisKolbrun for Iceland s decision to suspend operations of its embassy in Moscow and request Russia to limit the operations of its embassy in Reykjavík. Russia must see that barbarism leads to complete isolation. I encourage other states to follow Iceland s example.— Dmytro Kuleba (@DmytroKuleba) June 9, 2023 Í frétt Moscow Times segir að Íslendingar séu fyrstir Evrópuþjóða til að loka sendiráði í Rússlandi, frá því Rússar hófu innrásina í Úkraínu. Á undanförnum árum hafa ríkisstjórnir víða um heim fækkað erindrekum sínum og starfsmönnum í Rússlandi og gert Rússum að gera hið sama. Þeirra á meðal eru Svíar, Norðmenn, Bandaríkjamenn og Bretar. Þjóðverjar skipuðu Rússum svo nýverið að loka fjórum af fimm ræðismannsskrifstofum þeirra í Rússlandi en það var í kjölfar þess að Rússar settu takmark á fjölda starfsmanna sendiráðs og ræðismannsskrifstofa Þjóðverja í Rússlandi.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sendiráð Íslands Sendiráð á Íslandi Tengdar fréttir Forsendur gjörbreyttar og tengslin nánast engin „Staðreyndin er bara sú að forsendur fyrir því að reka starfsemi í Moskvu eru gjörbreyttar,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, sem hefur ákveðið að leggja niður starfsemi íslenska sendiráðsins í Moskvu. Starfsemi rússneska sendiráðisins hér verður takmörkuð og sendiherrann fer heim. 9. júní 2023 13:16 Loka sendiráðinu í Moskvu og takmarka umsvif Rússa hérlendis Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra hefur ákveðið að leggja niður starfsemi sendiráðs Íslands í Moskvu frá 1. ágúst næstkomandi. Þá hefur sendiherra Rússlands hér á landi verið tjáð að gert sé ráð fyrir að Rússland minnki fyrirsvar sitt þannig að sendiherra stýri ekki lengur sendiráði Rússlands í Reykjavík. Sömuleiðis hefur Rússlandi verið gert að lágmarka starfsemi sendiráðsins á Íslandi til samræmis við þessa ákvörðun. 9. júní 2023 11:12 Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Kom ekki á teppið Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Sjá meira
Forsendur gjörbreyttar og tengslin nánast engin „Staðreyndin er bara sú að forsendur fyrir því að reka starfsemi í Moskvu eru gjörbreyttar,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, sem hefur ákveðið að leggja niður starfsemi íslenska sendiráðsins í Moskvu. Starfsemi rússneska sendiráðisins hér verður takmörkuð og sendiherrann fer heim. 9. júní 2023 13:16
Loka sendiráðinu í Moskvu og takmarka umsvif Rússa hérlendis Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra hefur ákveðið að leggja niður starfsemi sendiráðs Íslands í Moskvu frá 1. ágúst næstkomandi. Þá hefur sendiherra Rússlands hér á landi verið tjáð að gert sé ráð fyrir að Rússland minnki fyrirsvar sitt þannig að sendiherra stýri ekki lengur sendiráði Rússlands í Reykjavík. Sömuleiðis hefur Rússlandi verið gert að lágmarka starfsemi sendiráðsins á Íslandi til samræmis við þessa ákvörðun. 9. júní 2023 11:12
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“