Erlent

Skip­a Rúss­um að loka fjór­um af fimm ræð­is­manns­skrif­stof­um

Samúel Karl Ólason skrifar
Ræðismannsskrifstofa Rússa í Frankfurt í Þýskalandi.
Ræðismannsskrifstofa Rússa í Frankfurt í Þýskalandi. AP/Michael Probst

Yfirvöld í Þýskalandi hafa gert Rússum að loka fjórum af fimm ræðismannsskrifstofum þeirra þar í landi. Það er í kjölfar þess að ráðamenn í Rússlandi settu takmark á fjölda starfsmanna sendiráðs og ræðismannsskrifstofa Þjóðverja í Rússlandi.

Þjóðverjar mega ekki vera með fleiri en 350 opinbera starfsmenn í Rússlandi. Það á við fólk sem vinnur á menningarstofnunum, skólum og sendiráðum og ræðismannsskrifstofum, samkvæmt frétt DW. Nokkur hundruð manna þurfa að flytja frá Rússlandi.

Miðillinn hefur eftir talsmanni utanríkisráðuneytis Þýskalands að Þjóðverjar hafi svarað fyrir sig og skipunin um lokun ræðismannsskrifstofanna sé til samræmis við takmarkanir á Þjóðverja í Rússlandi. Eftir breytingarnar í lok þessa árs munu Rússar eingöngu vera með sendiráðið í Berlín og eina ræðismannsskrifstofu í Þýskalandi.

Sjá einnig: Annar Þjóðverji handtekinn vegna njósna fyrir Rússa

Talsmaðurinn sagði miður að taka þyrfti þessa ákvörðun en bætti við að stríðsrekstur Rússa hefði í för með sér að enginn grunnur væri fyrir eins umfangsmiklum samskiptum ríkjanna á milli og þau voru fyrir.

Sjá einnig: Rússar sagðir vilja leiða saman hægri og vinstri

Í frétt Süddeutsche Zeitung segir að Þjóðverjar séu að loka skrifstofum sínum í Kaliningrad, Yekateriburg og Novosiberisk. Sendiráðið í Moskvu og ræðismannsskrifstofan í Pétursborg sömuleiðis.

Samband Rússlands og Þýskalands hefur á undanförnum árum verið nokkuð náið. Það hefur beðið verulega hnekki í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu en Þjóðverjar eru meðal þeirra ríkja sem hafa veitt Úkraínumönnum hvað mesta hernaðaraðstoð.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.