Erlent

Rússar svara Norð­mönnum í sömu mynt

Bjarki Sigurðsson skrifar
Tíu starfsmönnum norska sendiráðsins í Moskvu í Rússlandi hefur verið tilkynnt að þeim verði gert að víkja úr landi.
Tíu starfsmönnum norska sendiráðsins í Moskvu í Rússlandi hefur verið tilkynnt að þeim verði gert að víkja úr landi. EPA/Maxim Shipenkov

Rússar hafa tilkynnt norska sendiráðinu í landinu að tíu manns úr starfsliði þeirra verði gert að yfirgefa landið á næstu dögum. Utanríkisráðuneyti Noregs segir ákvörðunina vera hefndaraðgerð eftir að Norðmenn létu fimmtán starfsmenn ráðuneytis Rússa í Noregi yfirgefa landið. 

Fyrir tveimur vikum síðan var fimmtán starfsmönnum rússneska sendiráðsins í Noregi vísað úr landi þar sem þeir reyndust vera starfsmenn rússneskrar leyniþjónustu. Í apríl árið 2022 vísuðu þeir einnig þremur Rússum úr landi þar sem þeir reyndust vera frá leyniþjónustunni þar í landi. 

Rússar hafa svarað Norðmönnum með því að senda tíu starfsmenn þeirra úr sendiráðinu í Moskvu heim til Noregs. Var sendiherranum í Rússlandi, Robert Kvile, tilkynnt þetta í morgun.

„Það hefði komið mér verulega á óvart ef þeir hefðu brugðist við þessu á annan hátt,“ hefur norska ríkisútvarpið eftir Kvile. Var honum tjáð að starfsmennirnir væru ekki lengur velkomnir í landinu. 

Svíar fetuðu í fótspor nágranna sinna í gær og vísuðu fimm rússneskum diplómötum úr landi. Tobias Billström, utanríkisráðherra Svíþjóðar, sagði ástæðuna vera að þeir hafi gerst uppvísir að hegðun sem samræmdist ekki störfum þeirra í landinu. 


Tengdar fréttir

Svíar reka fimm rúss­neska diplómata úr landi

Svíar hafa ákveðið að reka fimm rússneska diplómata úr landi. Að sögn utanríkisráðherra landsins munu þeir hafa gerst uppvísir að hegðun sem samræmist ekki störfum þeirra í landinu. 

Segja Rússa undirbúa skemmdarverk í Norðursjó

Samkvæmt rannsókn ríkismiðlanna DR í Danmörku, NRK í Noregi, SVT í Svíþjóð og Yle í Finnlandi áforma Rússar að vinna skemmdarverk á sæstrengjum og vindorkubúum í Norðursjó ef til átaka kemur við Vesturlönd. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×