Sendiráð Íslands

Fréttamynd

Brokk­geng byrjun Bjarna í utan­ríkis­ráðu­neytinu

Fyrir tæpum fjórum mánuðum, eða þann 16. október 2023 urðu lyklaskipti í fjármála- og utanríkisráðuneytinu. Bjarni Benediktsson hafði sagt af sér sem fjármálaráðherra vegna álits umboðsmanns í tengslum við sölu hlutar ríkisins í Íslandsbanka.

Innlent
Fréttamynd

Svan­hildur ekki einn af nánustu vinum Bjarna

Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, svaraði fyrir skipun sína á Svanhildi Hólm Valsdóttur í sendiherrastöðu í Bandaríkjunum í Kryddsíldinni á Stöð 2. Hann sagði gagnrýni á skipunina ekki koma sér á óvart, en Svanhildur hefur starfað með Bjarna um margra ára skeið. Hann vill þó meina að hún sé ekki náinn vinur sinn, en þó vinur.

Innlent
Fréttamynd

Reynsluboltinn sem Svan­hildur tekur við af í Washington

Bergdís Ellertsdóttir, sendiherra Íslands í Washington í Bandaríkjunum frá árinu 2019, á að baki þriggja áratuga langan farsælan feril í utanríkisþjónustunni. Hún yfirgefur senn sendiráðið vestanhafs. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hefur lagt til að Svanhildur Hólm, aðstoðarmaður hans frá árinu 2012-2020 og framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, verði skipuð í stað Bergdísar.

Innlent
Fréttamynd

Ís­lensk vega­bréf Bobby Fischer fundust fyrir til­viljun

Stefán Haukur Jóhanns­son, sendi­herra Ís­lands í Japan, af­henti Fischer­setrinu á Sel­fossi tvö ís­lensk vega­bréf skák­snillingsins Bobby Fischer sem gefin voru út árið 2005 þegar hann fékk ríkis­borgara­rétt hér á landi. Vega­bréfin voru týnd en fundust fyrir til­viljun, eitt í sendi­ráðinu í Japan og annað á skrif­stofu utan­ríkis­ráðu­neytisins.

Lífið
Fréttamynd

Hrókeringar í utan­ríkis­þjónustunni

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra hefur tekið ákvörðun um flutning forstöðumanna sendiskrifstofa í utanríkisþjónustunni sem taka formlega gildi á næstunni.

Innlent
Fréttamynd

Staðar­ráðnum starfs­mönnum og leigunni sagt upp

Fimm staðarráðnum starfsmönnum íslenska sendiráðsins í Moskvu verður sagt upp í samræmi við gildandi ráðningarsamninga. Þá er gert ráð að leigusamningum fyrir húsnæði sendiráðsins og sendiherrabústað verði sagt upp.

Innlent
Fréttamynd

Segja á­kvörðunina eiga eftir að eyði­leggja allt sam­­starf Rúss­lands og Ís­lands

And-rússneskum ákvörðunum íslenskra ráðamanna verður óhjákvæmilega svarað. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem rússneska utanríkisráðuneytið birti í dag í kjölfar ákvörðunar Þórdísar Kolbrúnar Gylfadóttur, utanríkisráðherra, um að leggja niður starfsemi sendiráðs Íslands í Moskvu, senda sendiherra Rússlands á Íslandi heim og draga þar með úr diplómatískum samskiptum ríkjanna.

Innlent
Fréttamynd

Hvetur önnur ríki til að fara að fordæmi Íslendinga

Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, sendi í dag þakkir til Þórdísar Kolbrúnu R. Gylfadóttur, utanríkisráðherra Íslands. Það gerði hann vegna ákvörðunar Íslendinga að leggja niður starfsemi í sendiráðinu í Rússlandi og krefjast þess að Rússar takmarki umsvif sín hér á landi.

Erlent
Fréttamynd

Loka sendi­ráðinu í Moskvu og tak­marka um­svif Rússa hér­­lendis

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra hefur ákveðið að leggja niður starfsemi sendiráðs Íslands í Moskvu frá 1. ágúst næstkomandi. Þá hefur sendiherra Rússlands hér á landi verið tjáð að gert sé ráð fyrir að Rússland minnki fyrirsvar sitt þannig að sendiherra stýri ekki lengur sendiráði Rússlands í Reykjavík. Sömuleiðis hefur Rússlandi verið gert að lágmarka starfsemi sendiráðsins á Íslandi til samræmis við þessa ákvörðun.

Innlent
Fréttamynd

Hannes verður fyrsti sendi­herra Ís­lands í Var­sjá

Sendiráð Íslands í Varsjá í Póllandi tekur til starfa 1. desember næstkomandi. Hannes Heimisson, sem áður var sendiherra Íslands í Stokkhólmi, verður fyrsti sendiherra Íslands í Póllandi. Fyrirsvar vegna Úkraínu, Rúmeníu og Búlgaríu verður fært til hinnar nýju sendiskrifstofu.

Innlent
Fréttamynd

Stökkið: Flutti til Úganda í starfsnám hjá sendiráðinu

Vaka Lind Birkisdóttir er starfsnemi í íslenska sendiráðinu í Kampala, Úganda. Áður starfaði hún sem framkvæmdastjóri hjá Stúdentaráði Háskóla Íslands. Hún lærði félagsfræði og hagfræði á Íslandi áður en hún flutti til Dublin þar sem hún útskrifaðist með MSc í alþjóðlegum stjórnmálum frá Trinity College.

Lífið
Fréttamynd

Ís­land opnar sendi­ráð í Var­sjá í haust

Íslenskt sendiráð verður stofnað í pólsku höfuðborginni Varsjá síðast á þessu ári. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra kynnti tillögu þess efnis á fundi ríkisstjórnarinnar síðastliðinn föstudag og kynnti utanríkismálanefnd málið í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Íslenskur stuðningur við friðaruppbyggingu á landamærum Malaví og Mósambík

Utanríkisráðuneytið hefur ákveðið að styrkja nýtt verkefni í Malaví á vegum Sameinuðu þjóðanna sem felur í sér að fyrirbyggja átök og vinna að friðaruppbyggingu við landamærin að Mósambík. Óttast er að spenna á landamærunum fari vaxandi en sem kunnugt er hafa verið alvarleg átök og skærur í Cabo-Delgado héraði í norðausturhluta Mósambík.

Heimsmarkmiðin
Fréttamynd

Af hverju sendiráð í Moskvu?

Sendiráð Íslands hefjast miðvikudaginn 14. september á Stöð 2 en í þáttaröðinni verður skyggnst inn í forvitnilegan heim sendiráða okkar víða um heim.

Lífið
  • «
  • 1
  • 2