Veður

Suð­læg átt og víða rigning

Atli Ísleifsson skrifar
Gera má ráð fyrir af því að hiti verði á bilinu átta til tólf stig, en nokkuð hlýrra austantil.
Gera má ráð fyrir af því að hiti verði á bilinu átta til tólf stig, en nokkuð hlýrra austantil. Vísir/Vilhelm

Hægfara lægð er nú stödd á Grænlandshafi og má reikna með suðlægri átt í dag, golu, kalda eða stinningskalda og víða rigningu eða súld.

Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir að hiti verði átta til tólf stig, en á Norðaustur- og Austurlandi verði úrkoman yfirleitt minniháttar og hiti á bilinu ellefu til átján stig.

„Á morgun þokast skil lægðarinnar til austurs. Vindur verður þá suðvestlægari og það dregur úr vætu vestanlands, dálitlar skúrir þar seinnipartinn, en áfram rigning á Suðausturlandi. Á norðaustanverðu landinu verður hins vegar yfirleitt þurrt. Hiti breytist lítið,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Spákort fyrir klukkan 14 í dag.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag: Sunnan og suðvestan 8-13 m/s og rigning eða súld, en dálitlar skúrir vestanlands þegar líður á daginn. Hiti 7 til 13 stig. Úrkomulítið um landið norðaustanvert með hita að 18 stigum. Dregur úr vindi og úrkomu um kvöldið.

Á laugardag: Vestan og suðvestan 5-13 og stöku skúrir, en léttir smám saman til sunnan- og vestanlands. Hiti 7 til 15 stig, mildast á Suðaustur- og Austurlandi.

Á sunnudag: Suðvestan og vestan 5-13 og víða léttskýjað, en þykknar upp vestast á landinu. Hiti 8 til 13 stig, en 12 til 20 stig um landið austanvert.

Á mánudag: Suðvestlæg eða breytileg átt 3-10 og bjartviðri, en skýjað með köflum vestantil. Hiti breytist lítið.

Á þriðjudag og miðvikudag: Suðaustlæg átt og súld eða rigning með köflum, en léttskýjað um landið norðaustanvert. Hlýtt í veðri.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×