Segir árásina á Moskvu vera hryðjuverk Samúel Karl Ólason skrifar 30. maí 2023 18:51 Vladimír Pútín, forseti Rússlands, heimsótti menningarmiðstöð í Moskvu í dag þar sem hann tjáði sig um drónaárásina á höfuðborgina í morgun. AP/Vladimir Astapkovich Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að drónaárás á Mosvku í morgun sé hryðjuverk. Árásinni hafi verið ætlað að hræða Rússa og ögra Rússum til að bregðast við með sambærilegum hætti. Ráðamenn í Rússlandi segja átta dróna hafa verið notaða til árásarinnar. Fimm þeirra hafi verið skotnir niður með Pantsir-loftvarnarkerfi og þremur hafi verið grandað með rafrænum varnarbúnaði. Þrjár byggingar eru sagðar hafa skemmst vegna árásarinnar og tveir munu hafa slasast lítillega. Í frétt BBC segir að hús hafi skemmst í hverfum Moskvu þar sem auðugt fólk býr gjarnan. Þar á meðal í hverfi í vesturhluta Moskvu, þar sem Pútín sjálfur og aðrir ráðamenn eiga húsnæði. Pútín hélt því fram í dag, samkvæmt TASS fréttaveitunni, sem er í eigu rússneska ríkisins, að árásin á Moskvu hafi verið hefndaraðgerð fyrir árás Rússa á höfuðstöðvar hernaðarleyniþjónustu Úkraínu (GUR) en ekki liggur fyrir hvaða árás hann er að tala um. Pútín sagði almenning í Úkraínu þurfa að gera sér grein fyrir því hvað ráðamenn þar í landi væru að kalla yfir þá. Pútín gaf einnig í skyn að Úkraínumenn ætluðu sér að valda skaða á kjarnorkuverinu í Saporisjía, sem Rússar hafa hernumið, og gera annarskonar skemmdarverk í tengslum við kjarnorkuiðnað. Hér að neðan má sjá frétt Steve Rosenberg, fréttamanns BBC, sem er staddur í Moskvu um drónaárásina í morgun. Hann segir meðal annars að íbúar borgarinnar séu uggandi vegna hennar. I fear for my life and the lives of my loved ones. Reaction from Moscow as the city is attacked by drones. Our report for @BBCNews from the Russian capital. Camera @AntonChicherov Producer @LizaShuvalova pic.twitter.com/Qn6x5Ugs49— Steve Rosenberg (@BBCSteveR) May 30, 2023 Gera ítrekaðar árásir á borgaraleg skotmörk Frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst í síðasta mánuði hafa Rússar gert reglulegar dróna og eldflaugaárásir á Kænugarð og önnur byggð ból í Úkraínu. Ráðamenn í Rússlandi halda því reglulega fram að þeir geri eingöngu árásir á hernaðarleg skotmörk í Úkraínu en það er ósatt. Sjá einnig: „Ég er búinn að drepa svo mikið af borgurum“ Í haust gerðu Rússar ítrekaðar árásir á innviði Úkraínu með því markmiði að reyna að gera úkraínsku þjóðinni erfitt um vik vegna kulda í vetur. Þessum árásum fjölgaði samhliða slæmu gengi Rússa á víglínunum í Úkraínu í fyrra. Fjölmargir óbreyttir borgarar hafa fallið í þessum árásum. Undanfarnar vikur hafa árásir Rússa á Kænugarð verið sérstaklega tíðar og umfangsmiklar. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Vladimír Pútín Tengdar fréttir Rússar gefa út handtökuskipun á hendur glaðbeittum Graham Rússar hafa gefið út handtökuskipun á hendur bandaríska öldungadeildarþingmanninum Lindsey Graham, sem virðist í klipptu myndskeiði fagna dauða rússneskra hermanna. 30. maí 2023 07:46 Drónaárásir á Kænugarð og Moskvu í nótt Drónaárásir voru gerðar á Kænugarð í Úkraínu og Moskvu í Rússlandi í nótt. Einn lést og nokkrir særðust í Kænugarði, þar sem hermálayfirvöld sögðust hafa skotið niður yfir 20 dróna. 30. maí 2023 06:41 Bylgja drónaárása á Kænugarð Í nótt gerðu Rússar enn sprengjuárásir með notkun dróna á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu. 29. maí 2023 08:36 Stór drónaárás á Kænugarð í nótt Rússar gerðu stóra drónaárás á höfuðborgina Kænugarð í nótt. Loftvarnarkerfi skaut hins vegar niður meirihlutann. 28. maí 2023 07:55 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: F-16 engin töfralausn fyrir Úkraínumenn Úkraínumenn hafa ekki enn byrjað hina umtöluðu vorsókn gegn Rússum í austurhluta Úkraínu. Rússar hafa tekið Bakhmut en óljóst er hvort þeir hafi burði til að sækja áfram fram og útlit er fyrir að Úkraínumenn fái F-16 herþotur. 26. maí 2023 08:01 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Sjá meira
Ráðamenn í Rússlandi segja átta dróna hafa verið notaða til árásarinnar. Fimm þeirra hafi verið skotnir niður með Pantsir-loftvarnarkerfi og þremur hafi verið grandað með rafrænum varnarbúnaði. Þrjár byggingar eru sagðar hafa skemmst vegna árásarinnar og tveir munu hafa slasast lítillega. Í frétt BBC segir að hús hafi skemmst í hverfum Moskvu þar sem auðugt fólk býr gjarnan. Þar á meðal í hverfi í vesturhluta Moskvu, þar sem Pútín sjálfur og aðrir ráðamenn eiga húsnæði. Pútín hélt því fram í dag, samkvæmt TASS fréttaveitunni, sem er í eigu rússneska ríkisins, að árásin á Moskvu hafi verið hefndaraðgerð fyrir árás Rússa á höfuðstöðvar hernaðarleyniþjónustu Úkraínu (GUR) en ekki liggur fyrir hvaða árás hann er að tala um. Pútín sagði almenning í Úkraínu þurfa að gera sér grein fyrir því hvað ráðamenn þar í landi væru að kalla yfir þá. Pútín gaf einnig í skyn að Úkraínumenn ætluðu sér að valda skaða á kjarnorkuverinu í Saporisjía, sem Rússar hafa hernumið, og gera annarskonar skemmdarverk í tengslum við kjarnorkuiðnað. Hér að neðan má sjá frétt Steve Rosenberg, fréttamanns BBC, sem er staddur í Moskvu um drónaárásina í morgun. Hann segir meðal annars að íbúar borgarinnar séu uggandi vegna hennar. I fear for my life and the lives of my loved ones. Reaction from Moscow as the city is attacked by drones. Our report for @BBCNews from the Russian capital. Camera @AntonChicherov Producer @LizaShuvalova pic.twitter.com/Qn6x5Ugs49— Steve Rosenberg (@BBCSteveR) May 30, 2023 Gera ítrekaðar árásir á borgaraleg skotmörk Frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst í síðasta mánuði hafa Rússar gert reglulegar dróna og eldflaugaárásir á Kænugarð og önnur byggð ból í Úkraínu. Ráðamenn í Rússlandi halda því reglulega fram að þeir geri eingöngu árásir á hernaðarleg skotmörk í Úkraínu en það er ósatt. Sjá einnig: „Ég er búinn að drepa svo mikið af borgurum“ Í haust gerðu Rússar ítrekaðar árásir á innviði Úkraínu með því markmiði að reyna að gera úkraínsku þjóðinni erfitt um vik vegna kulda í vetur. Þessum árásum fjölgaði samhliða slæmu gengi Rússa á víglínunum í Úkraínu í fyrra. Fjölmargir óbreyttir borgarar hafa fallið í þessum árásum. Undanfarnar vikur hafa árásir Rússa á Kænugarð verið sérstaklega tíðar og umfangsmiklar.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Vladimír Pútín Tengdar fréttir Rússar gefa út handtökuskipun á hendur glaðbeittum Graham Rússar hafa gefið út handtökuskipun á hendur bandaríska öldungadeildarþingmanninum Lindsey Graham, sem virðist í klipptu myndskeiði fagna dauða rússneskra hermanna. 30. maí 2023 07:46 Drónaárásir á Kænugarð og Moskvu í nótt Drónaárásir voru gerðar á Kænugarð í Úkraínu og Moskvu í Rússlandi í nótt. Einn lést og nokkrir særðust í Kænugarði, þar sem hermálayfirvöld sögðust hafa skotið niður yfir 20 dróna. 30. maí 2023 06:41 Bylgja drónaárása á Kænugarð Í nótt gerðu Rússar enn sprengjuárásir með notkun dróna á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu. 29. maí 2023 08:36 Stór drónaárás á Kænugarð í nótt Rússar gerðu stóra drónaárás á höfuðborgina Kænugarð í nótt. Loftvarnarkerfi skaut hins vegar niður meirihlutann. 28. maí 2023 07:55 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: F-16 engin töfralausn fyrir Úkraínumenn Úkraínumenn hafa ekki enn byrjað hina umtöluðu vorsókn gegn Rússum í austurhluta Úkraínu. Rússar hafa tekið Bakhmut en óljóst er hvort þeir hafi burði til að sækja áfram fram og útlit er fyrir að Úkraínumenn fái F-16 herþotur. 26. maí 2023 08:01 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Sjá meira
Rússar gefa út handtökuskipun á hendur glaðbeittum Graham Rússar hafa gefið út handtökuskipun á hendur bandaríska öldungadeildarþingmanninum Lindsey Graham, sem virðist í klipptu myndskeiði fagna dauða rússneskra hermanna. 30. maí 2023 07:46
Drónaárásir á Kænugarð og Moskvu í nótt Drónaárásir voru gerðar á Kænugarð í Úkraínu og Moskvu í Rússlandi í nótt. Einn lést og nokkrir særðust í Kænugarði, þar sem hermálayfirvöld sögðust hafa skotið niður yfir 20 dróna. 30. maí 2023 06:41
Bylgja drónaárása á Kænugarð Í nótt gerðu Rússar enn sprengjuárásir með notkun dróna á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu. 29. maí 2023 08:36
Stór drónaárás á Kænugarð í nótt Rússar gerðu stóra drónaárás á höfuðborgina Kænugarð í nótt. Loftvarnarkerfi skaut hins vegar niður meirihlutann. 28. maí 2023 07:55
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: F-16 engin töfralausn fyrir Úkraínumenn Úkraínumenn hafa ekki enn byrjað hina umtöluðu vorsókn gegn Rússum í austurhluta Úkraínu. Rússar hafa tekið Bakhmut en óljóst er hvort þeir hafi burði til að sækja áfram fram og útlit er fyrir að Úkraínumenn fái F-16 herþotur. 26. maí 2023 08:01