Veður

Rigning og von á stormi í fyrra­málið

Atli Ísleifsson skrifar
Búist er við hita á bilinu sjö til fimmtán stig, hlýjast á Norðaustur- og Austurlandi.
Búist er við hita á bilinu sjö til fimmtán stig, hlýjast á Norðaustur- og Austurlandi. Vísir/Vilhelm

Lægð suðvestur í hafi nálgast nú landið og fylgir henni rigning í dag. Síðdegis má reikna með að verði úrkomulítið norðaustanlands. Veðurstofan spáir að í kvöld fari lægðin norðaustur yfir land og í kjölfarið fylgi nokkuð hvöss vestan- og suðvestanátt.

Í hugleiðingum veðurfræðings segir að nótt verði vindur norðlægari og það kólni með slyddu eða rigningu norðan heiða. Búist er við hita á bilinu sjö til fimmtán stig, hlýjast á Norðaustur- og Austurlandi.

„Gengur í norðvestan storm suðaustan- og austantil á landinu í fyrramálið, en á morgun lægir smám saman og léttir til, fyrst um landið vestanvert,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Spákort fyrir klukkan 14.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag: Norðvestan 8-15 m/s um morguninn, en 15-25 suðaustan- og austantil. Slydda eða rigning norðanlands, annars úrkomulítið. Styttir upp eftir hádegi og dregur talsvert úr vindi. Hiti 2 til 10 stig, mildast syðst.

Á sunnudag (hvítasunnudagur): Suðvestan 8-15 og rigning vestantil, en úrkomulítið á austanverðu landinu. Hlýnandi veður.

Á mánudag (annar í hvítasunnu) og þriðjudag: Suðvestanátt og súld eða rigning með köflum, en yfirleitt þurrt og bjart austanlands. Hiti 9 til 20 stig, hlýjast eystra.

Á miðvikudag: Vestlæg átt, skýjað með köflum og sums staðar smáskúrir. Hiti 8 til 16 stig, mildast á Suðausturlandi.

Á fimmtudag: Vestanátt og víða léttskýjað, en skýjað vestanlands. Fremur hlýtt.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×