Risaleikur í kvöld: „Mín arfleifð er þegar orðin einstök“ Sindri Sverrisson skrifar 17. maí 2023 17:00 Pep Guardiola tekur utan um Erling Haaland sem hefur spilað stórkostlega undir hans stjórn á leiktíðinni. Getty/Michael Regan Manchester City hefur komið sér í frábært færi á að vinna þrennuna, og þar með Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn. Eitt allra þyngsta prófið á lokasprettinum þreytir liðið í kvöld, í sannkölluðum stórleik gegn ríkjandi Evrópumeisturum Real Madrid. Liðin gerðu 1-1 jafntefli í Madrid í síðustu viku og því verður allt í járnum þegar flautað verður til leiks í Manchester í kvöld, klukkan 19 að íslenskum tíma. Guardiola hefur tvívegis unnið Meistaradeild Evrópu sem knattspyrnustjóri, með Barcelona árin 2009 og 2011, en City hefur aldrei náð að landa Evrópumeistaratitlinum þrátt fyrir mikla titlasöfnun í Englandi síðustu ár. „Ég hef verið í þessari stöðu oft áður,“ sagði Guardiola á blaðamannafundi í aðdraganda leiksins í kvöld. Ekki var að heyra á honum að það að vinna Meistaradeildina með City væri nauðsynleg viðbót í ferilskrána. Líkleg byrjunarlið í kvöld, samkvæmt UEFA.com: Man City: Ederson; Walker, Rúben Dias, Akanji; Stones, Rodri; Bernardo Silva, De Bruyne, Gündoğan, Grealish; Haaland Real Madrid: Courtois; Carvajal, Militão, Rüdiger, Alaba; Modrić, Kroos, Camavinga; Valverde, Benzema, Vinícius Júnior „Þurfum ekki að gera neitt óviðjafnanlegt“ „Mín arfleifð er þegar orðin einstök. Ég er búinn að segja leikmönnunum að njóta augnabliksins – við erum ótrúlega heppnir að vera hérna. Þetta er í okkar höndum. Þetta veltur á okkur. Við þurfum ekki að gera neitt óviðjafnanlegt – bara vinna einn leik til að komast í úrslitaleikinn,“ sagði Guardiola. Kevin De Bruyne fagnar markinu mikilvæga í fyrri leiknum gegn Real Madrid, sem endaði 1-1. Vinícius Júnior hafði komið Real yfir.Getty/Julian Finney „Ég er með ótrúlega tilfinningu fyrir þeim. Hvað sem gerist þá er ég svo þakklátur þeim fyrir að koma mér og stuðningsmönnum City aftur á þennan stað,“ sagði Guardiola um leikmenn sína. Sigurliðið í kvöld mun mæta Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 10. júní en Inter sló AC Milan út, samtals 3-0, og spilar til úrslita í fyrsta sinn í þrettán ár. Geta orðið meistarar um helgina City getur tryggt sér Englandsmeistaratitilinn á sunnudaginn þegar liðið tekur á móti Chelsea, og reyndar verður City meistari á laugardaginn ef að Arsenal tapar á útivelli gegn Nottingham Forest. Ef City verður ekki meistari um helgina á liðið enn eftir tvo leiki til að landa titlinum, gegn Brighton og Brentford á útivelli. Liðið spilar svo bikarúrslitaleik við Manchester United á Wembley 3. júní, og ef vel fer í kvöld leikur liðið svo gegn Inter laugardagskvöldið 10. júní. Leikur Manchester City og Real Madrid hefst klukkan 19 og er sýndur á Stöð 2 Sport 2. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Í beinni: Breiðablik - Víkingur | Meistararnir komnir á flug Íslenski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Fleiri fréttir Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Sjá meira
Liðin gerðu 1-1 jafntefli í Madrid í síðustu viku og því verður allt í járnum þegar flautað verður til leiks í Manchester í kvöld, klukkan 19 að íslenskum tíma. Guardiola hefur tvívegis unnið Meistaradeild Evrópu sem knattspyrnustjóri, með Barcelona árin 2009 og 2011, en City hefur aldrei náð að landa Evrópumeistaratitlinum þrátt fyrir mikla titlasöfnun í Englandi síðustu ár. „Ég hef verið í þessari stöðu oft áður,“ sagði Guardiola á blaðamannafundi í aðdraganda leiksins í kvöld. Ekki var að heyra á honum að það að vinna Meistaradeildina með City væri nauðsynleg viðbót í ferilskrána. Líkleg byrjunarlið í kvöld, samkvæmt UEFA.com: Man City: Ederson; Walker, Rúben Dias, Akanji; Stones, Rodri; Bernardo Silva, De Bruyne, Gündoğan, Grealish; Haaland Real Madrid: Courtois; Carvajal, Militão, Rüdiger, Alaba; Modrić, Kroos, Camavinga; Valverde, Benzema, Vinícius Júnior „Þurfum ekki að gera neitt óviðjafnanlegt“ „Mín arfleifð er þegar orðin einstök. Ég er búinn að segja leikmönnunum að njóta augnabliksins – við erum ótrúlega heppnir að vera hérna. Þetta er í okkar höndum. Þetta veltur á okkur. Við þurfum ekki að gera neitt óviðjafnanlegt – bara vinna einn leik til að komast í úrslitaleikinn,“ sagði Guardiola. Kevin De Bruyne fagnar markinu mikilvæga í fyrri leiknum gegn Real Madrid, sem endaði 1-1. Vinícius Júnior hafði komið Real yfir.Getty/Julian Finney „Ég er með ótrúlega tilfinningu fyrir þeim. Hvað sem gerist þá er ég svo þakklátur þeim fyrir að koma mér og stuðningsmönnum City aftur á þennan stað,“ sagði Guardiola um leikmenn sína. Sigurliðið í kvöld mun mæta Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 10. júní en Inter sló AC Milan út, samtals 3-0, og spilar til úrslita í fyrsta sinn í þrettán ár. Geta orðið meistarar um helgina City getur tryggt sér Englandsmeistaratitilinn á sunnudaginn þegar liðið tekur á móti Chelsea, og reyndar verður City meistari á laugardaginn ef að Arsenal tapar á útivelli gegn Nottingham Forest. Ef City verður ekki meistari um helgina á liðið enn eftir tvo leiki til að landa titlinum, gegn Brighton og Brentford á útivelli. Liðið spilar svo bikarúrslitaleik við Manchester United á Wembley 3. júní, og ef vel fer í kvöld leikur liðið svo gegn Inter laugardagskvöldið 10. júní. Leikur Manchester City og Real Madrid hefst klukkan 19 og er sýndur á Stöð 2 Sport 2. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Líkleg byrjunarlið í kvöld, samkvæmt UEFA.com: Man City: Ederson; Walker, Rúben Dias, Akanji; Stones, Rodri; Bernardo Silva, De Bruyne, Gündoğan, Grealish; Haaland Real Madrid: Courtois; Carvajal, Militão, Rüdiger, Alaba; Modrić, Kroos, Camavinga; Valverde, Benzema, Vinícius Júnior
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Í beinni: Breiðablik - Víkingur | Meistararnir komnir á flug Íslenski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Fleiri fréttir Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Sjá meira