Á von á mörgum sólardögum í sumar Ólafur Björn Sverrisson skrifar 16. maí 2023 18:14 Miðað við langtímaspá má gera ráð fyrir svona stemningu í sumar. vísir/vilhelm Hitatölur fóru víða á landinu undir frostmark í nótt og sumarið ætlar að láta bíða eftir sér. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur hefur samt sem áður litlar áhyggjur af sumrinu og býst við lítilli úrkomu og mörgum sólardögum. „Þetta er eðlileg vorkoma á Íslandi,“ segir Einar um veðrið undanfarna daga. Fyrstu langtímaspár hans bendi hins vegar til bjartari tíma. „Það sem ég les úr niðurstöðum Evrópsku reiknimiðstöðvarinnar er allt öðruvísi heldur en í fyrra. Í staðinn fyrir að lægðabraut verði hér nærri landinu, eins og var í fyrra, þá er hún vart sýnileg. Ef hún er, þá er hún mjög sunnarlega. Það er að þvælast hingað, norður á bóginn, meira af mildu lofti en er alla jafna,“ segir Einar sem ræddi langtímaspánna í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni: Hitafrávik reiknast jafnframt hátt í spánni. „Það eru metnar yfir 70 prósent líkur á því að meðalhitinn hér verði í efri þriðjungi. Þá erum við að tala um eina til eina og hálfa gráðu yfir meðalhita, sem er í júlí milli tíu og ellefu gráður.“ Einar segir staðsetingu hæðasvæðis skipta öllu máli í sumar. „Það þarf mjög lítið að hnikast til, upp á hvort hér verði þungbúið suðvestanlands eða hvort vindur standi að jafnaði að landi. Þá er bæði hlýtt og bjart en það má mjög litlu muna.“ Í öllu falli gefi spáin góð fyrirheit um sumarið. „Núna eru þessar spár mjög hagstæðar fyrir okkur og við skulum bara vona að þær gangi eftir. Þær ganga auðvitað ekkert alltaf eftir. Þessi spá nær yfir júní, júlí, ágúst. En næstu tíu daga virðist vera nokkuð úrkomu- og vindasamt.“ Einar var að lokum spurður hvort það væri ekki mikið ábyrgðarhlutverk, í ljósi þess hve uppteknir Íslendingar geti verið af veðrinu. „Ég kippi mér ekkert upp við það þegar fólk er að velta fyrir sér veðri út af frístundum sínum. Það er miklu meiri ábyrgð sem fylgir því þegar það er verið að spá hér mjög vondu veðri og velta fyrir sér viðvörunum og viðbúnaði,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Veður Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Reikna með talsverðri rigningu austantil Varað við snörpum hviðum Leiðin opnast fyrir lægðir að sækja að landinu Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Áfram sól og hlýtt í veðri Getur víða farið yfir tuttugu stig Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Hitamet maímánaðar frá 1960 næstum fallið Hiti getur farið yfir 20 stig „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Ekkert lát á sumarveðrinu Nýtt hitamet slegið á Egilsstöðum Gæti náð 24 stigum þar sem best lætur „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Hiti á bilinu tíu til 18 stig í dag Allt að tuttugu stiga hiti á Norðausturlandi Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Vindur, skúrir og kólnandi veður Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Sólríkt og fremur hlýtt í dag Skýjað og rigning af og til Hiti gæti náð fimmtán stigum Styttir víða upp og kólnar Von á allhvössum vindi og rigningu Gengur á með skúrum sunnan- og vestanlands Útlit fyrir þokkalegt veður Hægfara lægð yfir landinu Sjá meira
„Þetta er eðlileg vorkoma á Íslandi,“ segir Einar um veðrið undanfarna daga. Fyrstu langtímaspár hans bendi hins vegar til bjartari tíma. „Það sem ég les úr niðurstöðum Evrópsku reiknimiðstöðvarinnar er allt öðruvísi heldur en í fyrra. Í staðinn fyrir að lægðabraut verði hér nærri landinu, eins og var í fyrra, þá er hún vart sýnileg. Ef hún er, þá er hún mjög sunnarlega. Það er að þvælast hingað, norður á bóginn, meira af mildu lofti en er alla jafna,“ segir Einar sem ræddi langtímaspánna í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni: Hitafrávik reiknast jafnframt hátt í spánni. „Það eru metnar yfir 70 prósent líkur á því að meðalhitinn hér verði í efri þriðjungi. Þá erum við að tala um eina til eina og hálfa gráðu yfir meðalhita, sem er í júlí milli tíu og ellefu gráður.“ Einar segir staðsetingu hæðasvæðis skipta öllu máli í sumar. „Það þarf mjög lítið að hnikast til, upp á hvort hér verði þungbúið suðvestanlands eða hvort vindur standi að jafnaði að landi. Þá er bæði hlýtt og bjart en það má mjög litlu muna.“ Í öllu falli gefi spáin góð fyrirheit um sumarið. „Núna eru þessar spár mjög hagstæðar fyrir okkur og við skulum bara vona að þær gangi eftir. Þær ganga auðvitað ekkert alltaf eftir. Þessi spá nær yfir júní, júlí, ágúst. En næstu tíu daga virðist vera nokkuð úrkomu- og vindasamt.“ Einar var að lokum spurður hvort það væri ekki mikið ábyrgðarhlutverk, í ljósi þess hve uppteknir Íslendingar geti verið af veðrinu. „Ég kippi mér ekkert upp við það þegar fólk er að velta fyrir sér veðri út af frístundum sínum. Það er miklu meiri ábyrgð sem fylgir því þegar það er verið að spá hér mjög vondu veðri og velta fyrir sér viðvörunum og viðbúnaði,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur.
Veður Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Reikna með talsverðri rigningu austantil Varað við snörpum hviðum Leiðin opnast fyrir lægðir að sækja að landinu Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Áfram sól og hlýtt í veðri Getur víða farið yfir tuttugu stig Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Hitamet maímánaðar frá 1960 næstum fallið Hiti getur farið yfir 20 stig „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Ekkert lát á sumarveðrinu Nýtt hitamet slegið á Egilsstöðum Gæti náð 24 stigum þar sem best lætur „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Hiti á bilinu tíu til 18 stig í dag Allt að tuttugu stiga hiti á Norðausturlandi Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Vindur, skúrir og kólnandi veður Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Sólríkt og fremur hlýtt í dag Skýjað og rigning af og til Hiti gæti náð fimmtán stigum Styttir víða upp og kólnar Von á allhvössum vindi og rigningu Gengur á með skúrum sunnan- og vestanlands Útlit fyrir þokkalegt veður Hægfara lægð yfir landinu Sjá meira