Veður

Lög­reglan skorar á verk­taka að bregðast skjótt við

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Lögreglan skorar á verktaka og íbúa að bregðast við hvassviðrinu.
Lögreglan skorar á verktaka og íbúa að bregðast við hvassviðrinu. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skorar á verktaka að bregðast skjótt við og huga strax að vinnusvæðum sínum. Einnig eru íbúar beðnir um að huga að lausamunum sem gætu fokið í hvassviðrinu enda mun það ekki ganga niður fyrr en í kvöld.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Vegna stormsins sem dynur nú á höfuðborgarsvæðinu hafa hlutir á borð við byggingarefni farið á flug og valdið stórtjóni víða. Nær allar björgunarsveitir höfuðborgarsvæðisins hafa sömuleiðis verið kallaðar út vegna tilkynninga um foktjón.

Hér fyrir neðan má sjá tilkynningu lögreglunnar í heild sinni:

Við skorum á verktaka og aðra sem bera ábyrgð á byggingarsvæðum um að bregðast skjótt við og huga að vinnusvæðum sínum strax. Vegna storms á höfuðborgarsvæðinu þá eru hlutir svo sem byggingarefni og annað lauslegt nánast á flugi út um allt og hefur þegar valdið stórtjóni víða. Einnig biðjum við íbúa að huga að lausamunum. Veður mun ekki ganga niður fyrr en í kvöld.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×