Lögreglumál

Lögreglumál

Fréttir af verkefnum lögreglunnar á Íslandi.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Stúlkan sem fór í sjóinn er látin

Stúlka sem fór í sjóinn við Reynisfjöru ásamt föður sínum og systur er látin. Þyrla Landhelgisgæslunnar, lögregla og björgunarsveitir voru kallaðar út og tókst að ná stúlkunni úr sjónum. Var hún úrskurðuð látin á vettvangi.

Innlent
Fréttamynd

Hnífurinn reyndist grill­tangir

Lögreglunni á Siglufirði barst í nótt tilkynning um líkamsárás þar sem átti að hafa verið notast við einhvers konar hníf. Var því kölluð út sérsveit ríkislögreglustjóra en í ljós kom að ekki var um hníf að ræða heldur grilltangir.

Innlent
Fréttamynd

Læti í mið­bænum og í veðrinu

Níu gistu í fangageymslu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir nóttina en alls voru 75 mál skráð í kerfi lögreglunnar frá fimm í gærdag til fimm í morgun. Flest þeirra virðast hafa tengst skemmtanalífinu og veðrinu.

Innlent
Fréttamynd

Hand­tekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flug­braut undir á­hrifum fíkni­efna

Landsréttur ógilti í dag gæsluvarðhald yfir manni sem er sakaður um glannaakstur á stolnum bíl um flugbraut Keflavíkurflugvallar. Ökuníðingurinn var að sögn lögreglu undir áhrifum fíkniefna og með reipi um hálsinn þegar hann var handtekinn. Þá hafði hann ekið á tvöföldum hámarkshraða á Reykjanesbraut og einnig reynt að komast inn í kyrrstæða flugvél.

Innlent
Fréttamynd

Erum við á leiðinni í hnífavesti?

Erum við 10-15 árum á eftir hinum Norðurlöndunum? Lögreglan þarf nú að hafa afskipti af hnífamálum þriðja hvern dag hér á landi. Er þetta tilviljun eða mun ástandið versna enn frekar? Árið 2023 fóru sérsveitir í tólf sinnum fleiri vopnuð útköll en árið 2013, og mig grunar að sú tölfræði hafi ekki skánað.

Skoðun
Fréttamynd

Fjöl­skyldu­faðir stunginn meðan sonurinn horfði á

Maður sem er grunaður um stunguárás sem átti sér stað í Reykjanesbæ að kvöldi 20. júní síðastliðins er grunaður um fjöldamörg önnur alvarleg brot. Árásin beindist að fjölskylduföður sem ætlaði að reka manninn á brott. Svo virðist sem meintur árásarmaður hafi verið kominn að heimili þeirra vegna hlaupahjóls sem sonur föðurins var að gera við.

Innlent
Fréttamynd

Ó­heppi­legt ef fölsk mynd varpar sök á sak­lausan mann

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er miður sín eftir að hafa dreift mynd sem hafði verið breytt með gervigreind. Það hefði getað haft alvarlegar afleiðingar í för með sér að sögn aðalvarðstjóra. Hann vonar að mannleg mistök komi ekki til með að rýra traust almennings til lögreglunnar.

Innlent
Fréttamynd

Falið of­beldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mis­tök?“

Alvarlegt ofbeldi gegn eldri borgurum af hálfu ættingja þeirra eru meðal þess heimilisofbeldis sem hvað erfiðast er að varpa ljósi á. Þetta segir teymisstjóri hjá Bjarkarhlíð. Greint var frá því í gær að maður á áttræðisaldri sem lést í apríl eftir hrottafengið ofbeldi af hálfu dóttur sinnar hafi ítrekað leitað læknisaðstoðar vegna ofbeldisins mánuði fyrir árásina.

Innlent
Fréttamynd

Lög­regla biðst af­sökunar vegna myndarinnar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu biðst afsökunar á því að hafa dreift falsaðri mynd af meintum dísilþjófum sem var augljóslega búið að eiga við með hjálp gervigreindar eða álíka forriti. Sérfræðingur segir mjög varasamt að treysta á túlkun gervigreindar. Formaður Blaðamannafélagsins treystir því að lögregla taki málið alvarlega.

Innlent
Fréttamynd

Lög­regla dreifði gjör­breyttri mynd af díselþjófum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu dreifði mynd af díselþjófum sem talsvert var búið að eiga við af gervigreind. Myndin var fyrst birt á samfélagsmiðlum af nafnlausum aðgangi sem stofnaður var í maí og hefur ekki birt færslur um annað en að senda ætti alla múslíma úr landi.

Innlent
Fréttamynd

Hafi látið högg og spörk dynja á for­eldrunum í tíu klukku­stundir

Kona sem ákærð er fyrir að verða föður sínum að bana og gera tilraun til að bana móður sinni er sökuð um að hafa mánuðina á undan beitt þau margsinnis ofbeldi. Talið er að árásin nóttina örlagaríku hafi staðið yfir í um tíu klukkustundir. Faðirinn hafði nokkrum dögum fyrr verið lagður inn á sjúkrahús. Sonur hins látna krefst þess að hálfsystir hans verði svipt erfðarétti.

Innlent
Fréttamynd

Lög­reglan leitar þessara manna

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af fjórum mönnum sem sjást á myndinni sem er hér að ofan vegna máls sem er til rannsóknar hjá embættinu.

Innlent