Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti ýmsum verkefnum í gærkvöldi og nótt og var meðal annars kölluð til vegna nágrannaerja, þar sem einn er grunaður um líkamsárás. Innlent 14.11.2025 06:27
Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Nauðsynlegt að er stjórnvöld bregðist við fjölgun ofbeldismála gegn öldruðum að sögn formanns eldri borgara og sérfræðings hjá Neyðarlínunni. Fjöldi ábendinga hafi borist um slík ofbeldismál á síðustu mánuðum. Nauðsynlegt sé að rannsaka málaflokkinn hér á landi og efla vitund um vandann. Innlent 13.11.2025 23:00
Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Foreldrar í Laugarnesskóla hafa tekið umferðaröryggismál í eigin hendur og mannað gæslu við gangbraut á Reykjavegi þar sem í tvígang hefur verið ekið á börn á leið frá skóla síðasta mánuðinn. Foreldri við skólann segir þær úrbætur sem hafa verið gerðar ekki nógu góðar. Innlent 13.11.2025 22:23
Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Starfsmaður leikskólans Múlaborgar sætir ákæru fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn einu barni í tveimur aðskildum tilvikum. Greint hefur verið frá því að hann hafi verið grunaður um brot gegn fleiri en tíu börnum. Innlent 12. nóvember 2025 14:46
Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Ákæra á hendur starfsmanni leikskólans Múlaborgar, sem grunaður er um kynferðisbrot gegn börnum á leikskólanum, var þingfest í morgun. Afstaða hans til sakargiftanna liggur ekki fyrir. Þá liggur efni ákærunnar ekki fyrir að svo stöddu. Innlent 12. nóvember 2025 13:39
Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Deildarstjóri hjá Reykjavíkurborg segir gatnamót við Laugarnesskóla standast ítrustu hönnunarviðmið með tilliti til umferðaröryggis en í gær var ekið á barn í annað sinn á skömmum tíma á gatnamótum Kirkjuteigs og Reyjavegar. Hann segir ýmsar úrbætur hafa verið framkvæmdar á síðustu árum. Innlent 12. nóvember 2025 11:51
Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Viðbragðsáætlun Sjóminjasafnsins var virkjuð þegar hrjótandi heimilislaus maður fannst í hengirúmi á safninu í gær á opnunartíma safnsins. Safnstjóri segir manninn hafa verið kurteisan og hegðað sér vel, um verkferla hafi verið að ræða. Innlent 12. nóvember 2025 11:19
Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti ýmsum verkefnum í gærkvöldi og nótt og var meðal annars kölluð til vegna einstaklings sem svaf í hengirúmi á safni í miðborginni. Innlent 12. nóvember 2025 06:25
Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Ofbeldi og aðrir glæpir eru seldir sem þjónustuvara gegn greiðslu á Íslandi og einkar alvarlegt er þegar skipulagðir glæpahópar nýta börn og ungmenni í þeim tilgangi. Þetta segir framkvæmdastjóri Europol sem telur málin undirstrika mikilvægi lögreglusamstarfs þvert á landamæri. Innlent 11. nóvember 2025 21:01
Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Formaður foreldrafélags Laugarnesskóla segist ekki vilja hugsa til þess hvað þurfi að gerast til að borgaryfirvöld taki gangbraut við skólann til skoðunar. Tvö slys hafa átt sér stað á sama stað á einum mánuði. Innlent 11. nóvember 2025 19:29
Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Ekið var á tvö níu ára gömul börn um klukkan 14 í dag á gatnamótum Kirkjuteigs og Reykjavegar. Annað var á reiðhjóli. Um mánuður er síðan ekið var á annað barn á sama stað, á sama tíma, um klukkan 14. Innlent 11. nóvember 2025 15:49
Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Karlmaður að nafni Norbert Walicki hefur verið dæmdur til fimm ára fangelsisvistar fyrir tilraun til manndráps með því að skera mann á háls með eldhúshnífi. Árásin átti sér stað á gistiheimili í Kópavogi í júní 2023. Innlent 11. nóvember 2025 12:34
Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Embætti Héraðssaksóknara hefur fært fjármuni, sem fjársvikarar höfðu af Landsbankanum og Arion banka vegna kerfisgalla hjá Reiknistofu bankanna, yfir á eigin reikning. Það var gert til þess að losa frysta reikninga fólks sem hafði fengið fjármunina lagða inn á þá af fjársvikurunum. Innlent 11. nóvember 2025 11:58
Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um líkamsárás í póstnúmerinu 104 á vaktinni í gærkvöldi og nótt, og þá var tilkynnt um ágreining og slagsmál í sama hverfi. Innlent 11. nóvember 2025 06:27
„Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann eftir að henni hafði borist tilkynning um mann „að gramsa í munum“ fyrir utan ótilgreinda stofnun í Reykjavík. Maðurinn ók á brott á bíl sem reyndist svo stolinn. Ekki nóg með það heldur hafði hann líka ekið stolna bílnum undir áhrifum. Innlent 9. nóvember 2025 17:43
Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Ökumaður var í gær handtekinn við Hamraborg í Kópavogi eftir að hafa endað uppi á vegkanti á flótta sínum frá lögreglu, þar sem hann hafði reynt að komast undan því að blása í áfengismæli. Hann er grunaður um að aka undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Innlent 9. nóvember 2025 11:38
Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Lögregla veitti ökumanni bifreiðar eftirför í hverfi 105 í Reykjavík í nótt þar sem hann sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglubifreiðarinnar og endaði ökumaður bifreiðarinnar á því að aka upp á kant með þeim afleiðingum að bifreiðin skemmdist. Innlent 9. nóvember 2025 09:01
Réðst á lögreglumann í miðbænum Maður var í gærkvöldi handtekinn fyrir að ráðast á lögreglumann í miðbæ Reykjavíkur. Hann var vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins. Innlent 9. nóvember 2025 07:23
Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Lögreglu var í nótt tilkynnt um mann sem veittist að dyravörðum í miðbæ Reykjavíkur. Maðurinn var fluttur á lögreglustöð en þegar hleypa átti manninum út réðst hann á lögreglumennina sem voru einmitt að fara að sleppa honum. Margt var um slagsmál í borginni í gær. Innlent 8. nóvember 2025 10:02
Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Ökumaður var í nótt stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis og vímuefna en hann reyndist vera með börn sín í bifreiðinni. Lögregla hafði samband við barnaverndaryfirvöld sem sendu sína fulltrúa á lögreglustöð. Innlent 8. nóvember 2025 07:27
Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Leigubílstjóri sem réðst á farþega sinn að næturlagi í byrjun október hafði skömmu áður sótt konuna á lögreglustöðina á Hverfisgötu. Þaðan ók hann henni í Dugguvog þar sem árásin átti sér stað. Innlent 8. nóvember 2025 07:01
Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Kona, sem flett var upp í upplýsingakerfi lögreglunnar hjá þremur lögregluembættum í kjölfar þess að hún tilkynnti nauðgun, segir löngu tímabært að aðgengi að upplýsingum verði endurskoðað. Bæta þurfi eftirlit með störfum lögreglu Innlent 7. nóvember 2025 21:00
Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Héraðssaksóknari eltist við tvo karlmenn á erlendri grundu í tengslum við rannsókn á fjögur hundruð milljóna króna bankasvikum. Forstjóri Reiknistofu bankanna segist feginn að ekki hafi farið verr. Innlent 7. nóvember 2025 16:30
Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Karl Ingi Vilbergsson, settur varahéraðssaksóknari var handtekinn fyrir utan skemmtistað í ágúst og vistaður í fangaklefa. Hann segist engin lög hafa brotið. Innlent 7. nóvember 2025 15:50