Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gærkvöldi konu í tengslum við rannsókn á líkamsárás. Þá virðast afskipti verið höfð af annarri konu sem grunuð er um líkamsárás, húsbrot og eignaspjöll. Innlent 12.12.2025 06:30
Þjófar sendir úr landi Tveimur erlendum ríkisborgurum, karli og konu á þrítugsaldri, hefur verið vísað úr landi samkvæmt ákvörðun Útlendingastofnunar. Innlent 11.12.2025 18:53
Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Karlmaður sem aftur er kominn á bak við lás og slá í tengslum við rannsókn lögreglu á mannsláti í Kópavogi í lok nóvember er frá Grikklandi. Lífsýni á hnífi er lykilgagn í málinu. Innlent 11.12.2025 14:01
Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Lögreglan á Vesturlandi handtók karlmann í fyrrinótt grunaðan um kynferðisbrot. Yfirlögregluþjónn við embættið segir að verið sé að ná utan um málið. Innlent 10. desember 2025 11:21
Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Guðmundur Emil Jóhannsson einkaþjálfari og samfélagsmiðlastjarna kveðst hafa verið tekinn í skýrslutöku hjá lögreglu eftir að hann birti mynd af sér með tvær óhlaðnar veiðibyssur. Innlent 10. desember 2025 10:26
Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Karlmanninum, sem var handtekinn vegna mannsláts í Kópavogi, hefur verið sleppt úr haldi. Maður á fertugsaldri fannst látinn í heimahúsi í lok nóvember en ekki liggur fyrir hvernig andlát hans bar að. Innlent 9. desember 2025 18:44
Komust yfir myndband af slysinu Atburðarásin vegna alvarlegs slyss á Suðurlandsbraut í gærmorgun, þar sem ekið var á fullorðna konu, er farin að skýrast. Lögreglan hefur myndband af slysinu til skoðunar og hefur verið rætt við vitni að slysinu. Innlent 9. desember 2025 12:04
Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Karlmaður um þrítugt lést í árekstri jepplings og flutningabíls á Vesturlandsvegi í Mosfellsbæ, sunnan Leirvogsár á móts við Bugðufljót, síðdegis í gær. Tildrög slyssins eru enn til rannsóknar. Innlent 9. desember 2025 09:37
„Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ „Ég myndi ekki óska mínum versta óvini að upplifa það sem við upplifðum,” segir Ásta Kristín Lúðvíksdóttir, dóttir Lúðvíks Péturssonar sem féll ofan í sprungu og lést þegar unnið var að því að bjarga húsi í Hópshverfi í Grindavík í janúar árið 2024. Þriggja daga leit fór fram eftir að hann hvarf, sem var að endingu blásin af vegna erfiðra og hættulegra aðstæðna á vettvangi. Í dag, tveimur árum síðar, situr fjölskylda Lúðvíks uppi með ótal spurningar en lítið er um svör. Innlent 9. desember 2025 08:02
Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum hafa tilkynnt áfengissölu á jólamarkaði í Hrunamannahreppi til lögreglu. Framkvæmdastjóri brugghúss segir söluna hafa farið fram í góðri trú. Innlent 9. desember 2025 07:17
Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segir rannsókn embættisins og Samkeppniseftirlitsins á meintu samráði fyrirtækjanna Terra og Kubbs í sorphirðu enn í gangi. Viðskipti innlent 9. desember 2025 06:32
Húsbrot og líkamsárás Tveir voru handteknir fyrir húsbrot í höfuðborginni í gærkvöldi eða nótt og þá var tilkynnt um líkamsárás í póstnúmerinu 105 en meiðsl reyndust minniháttar. Innlent 9. desember 2025 06:23
Farþeginn enn í haldi lögreglu Mildi þykir að ekki hafi farið verr þegar fjórir lögreglubílar veittu stolnu ökutæki eftirför í gærkvöldi. Tveir voru handteknir grunaðir um þjófnað. Innlent 8. desember 2025 22:13
Fólk farið að reykja kókaínið Ópíóða- og kókaínfíkn er að aukast og reglulega kemur fólk sem reykir kókaín sem er enn hættulegra að sögn formanns Matthildarsamtakanna. Hún telur núverandi stefnu stjórnvalda í málaflokknum hafa gengið sér til húðar því þrátt fyrir met í haldlagningu vímuefna séu vísbendingar um að bæði framboð og eftirspurn hafi aukist á árinu. Innlent 8. desember 2025 19:20
Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Vitni hafa sett sig í samband við lögreglu vegna alvarlegs slyss á Suðurlandsbraut um tíuleytið í morgun þegar ekið var á gangandi vegfaranda. Um var að ræða fullorðna konu sem er alvarlega slösuð. Innlent 8. desember 2025 15:17
Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Lögmaður sem er laus úr rúmlega tveggja vikna einangrun í gæsluvarðhaldi telur lögreglu herja á sig til að kortleggja betur albanska glæpahópa hér á landi. Hann segist andlega í molum eftir dvölina í fangelsinu á Hólmsheiði þar sem hann þó kynntist besta fólki í heimi, fangavörðunum. Innlent 8. desember 2025 14:06
Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vinnur að rannsókn alvarlegs umferðarslyss á Suðurlandsbraut í morgun þar sem ekið var á einstakling á göngu við gönguljós. Lögregla leitar að vitnum að atvikinu. Innlent 8. desember 2025 12:10
Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Lögreglan á Norðurlandi eystra fór ekki fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir lögmanni, sem grunaður er um aðkomu að skipulagðri brotastarfsemi, og honum var því sleppt á föstudag. Hann sat í einangrun allar þær rúmu tvær vikur sem hann sætti gæsluvarðhaldi, vegna rannsóknarhagsmuna. Innlent 8. desember 2025 11:45
Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Alvarlegt slys varð við gönguljós á Suðurlandsbraut vestan við Reykjaveg um klukkan 10 í morgun þegar ekið var á gangandi vegfaranda. Tveir sjúkrabílar voru sendir á svæðið samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði og var einn fluttur á slysadeild. Innlent 8. desember 2025 10:44
Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Lögregla veitti ökumanni eftirför frá höfuðborgarsvæðinu og þvert yfir Hellisheiðina. Ökumaðurinn var á stolnum bíl og sinnti ekki merkjum lögreglu um að nema staðar fyrr en liðsauki barst í Kömbunum. Maðurinn sá sér loks enga leið færa en að gefa sig upp og var handtekinn. Innlent 7. desember 2025 23:38
Réðst á starfsmenn lögreglu Einn var í nótt handtekinn fyrir líkamsárás í miðbænum. Lögregla segir að hann hafi neitað að segja til nafns en við komu á lögreglustöð hafi hann ráðist á starfsmenn lögreglu. Sá var vistaður vegna ástands. Innlent 7. desember 2025 07:39
Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Þrír menn voru handteknir í miðborg Reykjavíkur í dag og vistaðir í fangageymslu vegna hótana og vopnalagabrota, að sögn lögreglu. Innlent 6. desember 2025 17:59
Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Karlmaður um þrítugt var handtekinn fyrr í vikunni í tengslum við rannsókn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á mannsláti í Kópavogi um síðustu helgi. Innlent 6. desember 2025 15:08
Gripinn á 130 á 80-götu Lögregla stöðvaði ökumann í gæð þar sem hann ók á 131 km/klst þar sem hámarkshraði er 80 km/klst. Innlent 6. desember 2025 09:10