Lögreglumál

Lögreglumál

Fréttir af verkefnum lögreglunnar á Íslandi.

Fréttamynd

Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra

Talskona Stígamóta segir vændi svo gott sem refsilaust á Íslandi og staðreyndin sé sú að þeir sem kaupi vændi virðist vera nokkuð sama um neyð kvennanna. Hún segir hugsanlega þolendur mansals sem lögregla fann í alþjóðlegri lögregluaðgerð i júní vera þolendur sem ekki leiti sér aðstoðar Stígamóta.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Mennirnir enn í haldi lög­reglu

Fimm karlmenn voru handteknir í tengslum við rannsókn lögreglu eftir að skoti var hleypt af á hóteli í miðborg Reykjavíkur. Allir eru enn í haldi lögreglu en enginn slasaðist.

Innlent
Fréttamynd

Velti bílnum við Fjarðarhraun

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og sjúkrabíll voru kölluð til á ellefta tímanum í dag vegna umferðarslyss við gatnamót Fjarðarhrauns og Stakkahrauns. 

Innlent
Fréttamynd

Sleginn í and­litið með hnúajárni

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um líkamsárás í Reykjavík. Árásarmaður sló fórnarlambið í andlitið með hnúajárni. Málið er í rannsókn.

Innlent
Fréttamynd

Mennirnir þrír sjáist ekki í mynd­efni

Rannsókn lögreglu á meintri stunguárás sem mun hafa átt sér stað í miðborginni síðdegis á laugardag hefur lítinn árangur borið. Maður sem var stunginn í rassinn sagði þrjá menn hafa verið að verki, en ekkert hefur spurst til þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Telur sig hafa orðið vitni að að­draganda drápsins

Ásgeir Kári Linduson telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda manndráps sem varð í íbúðarhúsi í Breiðholti í október síðastliðunum. Sama dag og drápið var framið varð hann vitni að því þegar maður hótaði að myrða konu, sem Ásgeir taldi móður mannsins. Daginn eftir las hann um að maður væri í gæsluvarðhaldi grunaður um að verða móður sinni að bana.

Innlent
Fréttamynd

Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng

Tilkynnt var um rán í miðborginni þar sem tveir fullorðnir menn hótuðu að beita ungan dreng ofbeldi ef hann legði ekki inn á þá pening. Málið er í rannsókn

Innlent
Fréttamynd

Menn á sex­tugs- og sjö­tugs­aldri grunaðir um stór­fellt fíkniefnabrot

Þrír karlmenn, á sextugs- og sjötugsaldri, hafa verið ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að smygla rétt rúmum þremur kílóum af kókaíni til landsins frá Spáni í apríl á þessu ári. Þeim er gefið að sök að smygla efnunum, hvers styrkleiki hafi verið á bilinu 78 til 80 prósent, í þremur pottum frá Spáni til Íslands.

Innlent