U-beygja í leikmannamálum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. apríl 2023 09:01 KR virðist fara aðra leið í leikmannamálum en oft áður. Vísir/Hulda Margrét Segja má að nokkur lið Bestu deildar karla í knattspyrnu hafi tekið algjöra U-beygju í leikmannamálum sínum fyrir komandi tímabil. Lið sem hafa áður sótt þekktar stærðir hafa sóst meira í yngri leikmenn og lið sem hafa tekið inn unga leikmenn undanfarin ár hafa sótt þekktar stæðir. Fyrir ekki svo mörgum árum síðan hóf Arnar Gunnlaugsson, þjálfari ríkjandi bikarmeistara Víkings, að sækja yngri leikmenn sem höfðu farið út í atvinnumennsku en ekki fundið taktinn og vildu koma heim aftur. Hafa Víkingar notið vægast sagt góðs af og hafa sumir af þessum leikmönnum farið aftur út í atvinnumennsku. Segja má að Breiðablik hafi farið sömu leið þó félagið hafi líka verið duglegt að sækja leikmenn úr öðrum liðum á Íslandi. Bæði þessi lið hafa verið gríðarlega sigursæl undanfarin tvö tímabil. Á sama tíma voru tvö stórlið á Reykjavíkursvæðinu að sækja eldri og reyndari leikmenn. Þeim hefur ekki gengið jafnvel á síðustu tveimur árum og virðast nú ætla að feta í sömu spor og Íslandsmeistarar síðustu tveggja ára. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, hefur sagt það beint út að hann hefði ef til vill átt að vera duglegri í að endurnýja leikmannahóp sinn eftir að KR varð Íslandsmeistari sumarið 2019. Það þurfti að fylla ýmis skörð í KR-liðinu og hafa tveir reynslumiklir norskir leikmenn gengið í raðir félagsins fyrir komandi tímabil. Þá hafa KR-ingar sótt þrjá aðra leikmenn og reikna má með að sá fjórði sé á leiðinni. Segja má að þeir leikmenn falli í sama flokk og leikmennirnir sem Víkingar voru að sækja fyrir ekki svo löngu síðan. Jakob Franz Pálsson er genginn í raðir KR á láni frá Venezia á Ítalíu. Jóhannes Kristinn Bjarnason er genginn aftur í raðir KR eftir stutta dvöl hjá Norrköping í Svíþjóð og Luke Rae er kominn frá Gróttu. Þá vonast KR-ingar til að ganga frá samningi við Benóný Breka Andrésson en sá er í dag samningsbundinn Bologna á Ítalíu. Allt eru þetta leikmenn í kringum tvítugt og ættu að gefa KR yngra yfirbragð en liðið hefur haft undanfarin ár. Segja má að Valur sé einnig að fara sömu leið en þar sem gríðarlega breytingar hafa orðið á leikmannahópi liðsins hafa reynslumeiri menn einnig verið sóttir. Það hafa hins vegar verið sóttir tveir leikmenn til Ítalíu, þeir Hlynur Freyr Karlsson frá Bologna og Óliver Steinar Guðmundsson frá Atalanta. Lúkas Logi Heimisson er svo kominn frá Fjölni. Valsmenn hafa vissulega einnig fengið til sín Adam Ægi Pálsson, Andra Rúnar Bjarnason, Elfar Frey Helgason og Kristinn Frey Sigurðsson. Að því sögðu þá eru ungmennin þrjú hér að ofan á skjön við þá leikmenn sem Valur hefur sankað að sér á undanförnum árum. Hvort leikmannastefna KR og Vals dugi þeim til að ögra tveimur af bestu liðum landsins á toppi Bestu deildarinnar verður að koma í ljós. Deildin fer af stað 10. apríl og ljóst er að spennan er mikil fyrir komandi tímabili. Fótbolti Besta deild karla Íslenski boltinn KR Valur Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - KR | Skagamenn stefna á að hefna sín Í beinni: ÍBV - Stjarnan | Bæði lið þurfa sárlega á sigri að halda Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Sjá meira
Fyrir ekki svo mörgum árum síðan hóf Arnar Gunnlaugsson, þjálfari ríkjandi bikarmeistara Víkings, að sækja yngri leikmenn sem höfðu farið út í atvinnumennsku en ekki fundið taktinn og vildu koma heim aftur. Hafa Víkingar notið vægast sagt góðs af og hafa sumir af þessum leikmönnum farið aftur út í atvinnumennsku. Segja má að Breiðablik hafi farið sömu leið þó félagið hafi líka verið duglegt að sækja leikmenn úr öðrum liðum á Íslandi. Bæði þessi lið hafa verið gríðarlega sigursæl undanfarin tvö tímabil. Á sama tíma voru tvö stórlið á Reykjavíkursvæðinu að sækja eldri og reyndari leikmenn. Þeim hefur ekki gengið jafnvel á síðustu tveimur árum og virðast nú ætla að feta í sömu spor og Íslandsmeistarar síðustu tveggja ára. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, hefur sagt það beint út að hann hefði ef til vill átt að vera duglegri í að endurnýja leikmannahóp sinn eftir að KR varð Íslandsmeistari sumarið 2019. Það þurfti að fylla ýmis skörð í KR-liðinu og hafa tveir reynslumiklir norskir leikmenn gengið í raðir félagsins fyrir komandi tímabil. Þá hafa KR-ingar sótt þrjá aðra leikmenn og reikna má með að sá fjórði sé á leiðinni. Segja má að þeir leikmenn falli í sama flokk og leikmennirnir sem Víkingar voru að sækja fyrir ekki svo löngu síðan. Jakob Franz Pálsson er genginn í raðir KR á láni frá Venezia á Ítalíu. Jóhannes Kristinn Bjarnason er genginn aftur í raðir KR eftir stutta dvöl hjá Norrköping í Svíþjóð og Luke Rae er kominn frá Gróttu. Þá vonast KR-ingar til að ganga frá samningi við Benóný Breka Andrésson en sá er í dag samningsbundinn Bologna á Ítalíu. Allt eru þetta leikmenn í kringum tvítugt og ættu að gefa KR yngra yfirbragð en liðið hefur haft undanfarin ár. Segja má að Valur sé einnig að fara sömu leið en þar sem gríðarlega breytingar hafa orðið á leikmannahópi liðsins hafa reynslumeiri menn einnig verið sóttir. Það hafa hins vegar verið sóttir tveir leikmenn til Ítalíu, þeir Hlynur Freyr Karlsson frá Bologna og Óliver Steinar Guðmundsson frá Atalanta. Lúkas Logi Heimisson er svo kominn frá Fjölni. Valsmenn hafa vissulega einnig fengið til sín Adam Ægi Pálsson, Andra Rúnar Bjarnason, Elfar Frey Helgason og Kristinn Frey Sigurðsson. Að því sögðu þá eru ungmennin þrjú hér að ofan á skjön við þá leikmenn sem Valur hefur sankað að sér á undanförnum árum. Hvort leikmannastefna KR og Vals dugi þeim til að ögra tveimur af bestu liðum landsins á toppi Bestu deildarinnar verður að koma í ljós. Deildin fer af stað 10. apríl og ljóst er að spennan er mikil fyrir komandi tímabili.
Fótbolti Besta deild karla Íslenski boltinn KR Valur Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - KR | Skagamenn stefna á að hefna sín Í beinni: ÍBV - Stjarnan | Bæði lið þurfa sárlega á sigri að halda Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Sjá meira