Rúnar: Er búinn að yngja liðið töluvert sem er bara jákvætt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. mars 2023 10:30 Rúnar Kristinsson að stýra KR-liðinu á hliðarlínunni í fyrrasumar. Vísir/Hulda Margrét Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, segir að það hafi verið stefnan að yngja KR-liðið töluvert upp fyrir komandi tímabil í Bestu deild karla í fótbolta sem hefst eftir mánuð. Gengi KR var upp og ofan í fyrra en liðið endaði í fjórða sæti deildarinnar og missti af Evrópusæti. Málefni utan vallar settu lit á sumarið til að mynda hvað varðar kvennalið félagsins og Kjartan Henry Finnbogason. Það er hins vegar að baki og í samtali við Val Pál Eiríksson þá segist Rúnar vera spenntur fyrir komandi sumri. „Þetta er alltaf jafn gaman. Miklar áskoranir og mikil vinna sem þarf alltaf að eiga sér stað en hvort sem það gangi vel eða illa þá þurfum við alltaf að byrja upp á nýtt og stokka spilin. Það eru alltaf einhverjar breytingar á milli ára og þær eru töluvert miklar hjá okkur núna sem er bara ágætlega jákvætt,“ sagði Rúnar Kristinsson. Leikmenn á við Pálma Rafn Pálmason, Arnór Svein Aðalsteinsson og Kjartan Henry Finnbogason yfirgáfu KR í vetur en þeir eru allir nær fertugu en þrítugu. Yngri menn hafa komið inn í þeirra stað. „Við vorum með töluvert fullorðið lið í fyrra, hitt í fyrra og þar áður líka. Það gengur auðvitað misvel að ná í leikmenn og annað slíkt. Okkur hefur tekist vel til núna. Það eru ófyrirsjáanlega leikmenn að hætta og aðrir að breyta um. Þá var orðið tímabært fyrir okkur að fara í yngri leikmenn og yngja liðið upp,“ sagði Rúnar. „Þá verður einhver að taka við keflinu og við tókum þetta bara alla leið núna. Ég er búinn að yngja liðið töluvert sem er bara jákvætt,“ sagði Rúnar og hann er sáttur með leikmannahópinn. „Ég held að við séum búnir að vinna okkar vinnu ágætlega núna. Það tók kannski aðeins lengri tíma en maður hefði óskað sér. Ég hefði viljað vera tilbúinn með liðið fyrr en engu að síður er þetta að þróast í mjög góða átt,“ sagði Rúnar. „Við erum búnir að vera mjög ánægðir með undirbúningstímabilið til þessa og leikmannahópurinn er orðinn flottur. Við bíðum eftir einum leikmanni sem er að æfa með okkur en við erum ekki búnir að ganga frá við ítalska félagið sem hann er koma frá,“ sagði Rúnar og nefnir þar hinn bráðefnilega Benoný Breki Andrésson sem er sautján ára. Markmiðin í Vesturbænum hafa ekkert breyst. „Það er alltaf sama markmið hjá KR sem er að vera að berjast um titla og berjast um Evrópusæti. Vera í topp þremur. Það er bara þannig,“ sagði Rúnar. Besta deild karla KR Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Fleiri fréttir Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Tindastóll - FHL | Besta deildin kvödd Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Sjá meira
Gengi KR var upp og ofan í fyrra en liðið endaði í fjórða sæti deildarinnar og missti af Evrópusæti. Málefni utan vallar settu lit á sumarið til að mynda hvað varðar kvennalið félagsins og Kjartan Henry Finnbogason. Það er hins vegar að baki og í samtali við Val Pál Eiríksson þá segist Rúnar vera spenntur fyrir komandi sumri. „Þetta er alltaf jafn gaman. Miklar áskoranir og mikil vinna sem þarf alltaf að eiga sér stað en hvort sem það gangi vel eða illa þá þurfum við alltaf að byrja upp á nýtt og stokka spilin. Það eru alltaf einhverjar breytingar á milli ára og þær eru töluvert miklar hjá okkur núna sem er bara ágætlega jákvætt,“ sagði Rúnar Kristinsson. Leikmenn á við Pálma Rafn Pálmason, Arnór Svein Aðalsteinsson og Kjartan Henry Finnbogason yfirgáfu KR í vetur en þeir eru allir nær fertugu en þrítugu. Yngri menn hafa komið inn í þeirra stað. „Við vorum með töluvert fullorðið lið í fyrra, hitt í fyrra og þar áður líka. Það gengur auðvitað misvel að ná í leikmenn og annað slíkt. Okkur hefur tekist vel til núna. Það eru ófyrirsjáanlega leikmenn að hætta og aðrir að breyta um. Þá var orðið tímabært fyrir okkur að fara í yngri leikmenn og yngja liðið upp,“ sagði Rúnar. „Þá verður einhver að taka við keflinu og við tókum þetta bara alla leið núna. Ég er búinn að yngja liðið töluvert sem er bara jákvætt,“ sagði Rúnar og hann er sáttur með leikmannahópinn. „Ég held að við séum búnir að vinna okkar vinnu ágætlega núna. Það tók kannski aðeins lengri tíma en maður hefði óskað sér. Ég hefði viljað vera tilbúinn með liðið fyrr en engu að síður er þetta að þróast í mjög góða átt,“ sagði Rúnar. „Við erum búnir að vera mjög ánægðir með undirbúningstímabilið til þessa og leikmannahópurinn er orðinn flottur. Við bíðum eftir einum leikmanni sem er að æfa með okkur en við erum ekki búnir að ganga frá við ítalska félagið sem hann er koma frá,“ sagði Rúnar og nefnir þar hinn bráðefnilega Benoný Breki Andrésson sem er sautján ára. Markmiðin í Vesturbænum hafa ekkert breyst. „Það er alltaf sama markmið hjá KR sem er að vera að berjast um titla og berjast um Evrópusæti. Vera í topp þremur. Það er bara þannig,“ sagði Rúnar.
Besta deild karla KR Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Fleiri fréttir Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Tindastóll - FHL | Besta deildin kvödd Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Sjá meira