Óvæntur hliðarfundur á hitafundi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. mars 2023 14:05 Samsett mynd af Sergei Lavrov, sem er til vinstri og er utanríkisráðherra Rússlands og Antony Blinken, til hægri, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. AP Photo/Manish Swarup Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands hittust stuttlega á óvæntum hliðarfundi á samkomu G20-ríkjanna á Indlandi í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem þeir Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, hittast í persónu frá því að innrás Rússa í Úkraínu hófst fyrir rétt rúmu ári. Nú stendur yfir fundur G20-ríkjanna, helstu iðnríkja heims. Að þessu sinni fer fundurinn fram í Nýju-Delí á Indlandi. Þar hefur orkunni helst verið eytt í að ræða innrás Rússa í Úkraínu. Hafa Rússar verið harðlega gagnrýndir á fundinum. Nokkur hiti hefur verið í umræðunum, svo mikill að ekki er að vænta sameiginlegrar yfirlýsingar að fundi loknum, líkt og venjan er Fyrir fundinn hafði ekki verið reiknað með því að Blinken og Lavrov myndu ræðast sérstaklega við. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna Antony Blinken, efst fyrir miðju, gengur framhjá rússneska kollega sínum Sergei Lavrov á G20 fundinum í morgun.Olivier Douliery/Pool Photo via AP Önnur virðist þó hafa verið raunin. Í frétt CNN er vísað í upplýsingar frá bandarískum embættismanni sem og talsmanni rússneska utanríkisráðuneytisins um að Blinken hafi óskað eftir því að ná tali af Lavrov. Eru þeir sagðir hafa ræðst við í um tíu mínútur þar sem Blinken áréttaði meðal annars stuðning Bandaríkjanna við Úkraínu vegna innrásarinnar. Er hann sagður hafa sagt við Lavrov að Bandaríkjamenn myndu styðja Úkraínu eins lengi og þurfa þyrfti. Talsmaður rússneska utanríkisráðuneytisins segir að fundurinn, ef fund skyldi kalla, hafi verið haldinn í hraði og á ferðinni, líkt og það er orðað á vef CNN. Fundurinn markar nokkur tímamót en eins og fyrr segir hafa utanríkisráðherrarnir ekki hist í persónu frá því að innrásin hófst. Þeir hafa þó oft verið á sömu fundum og á sama stað, án þess að ræðast sérstaklega við, fyrr en nú. Hernaður Bandaríkin Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir G20 ríkin funda á Indlandi Utanríkisráðherrar G20 ríkjanna koma saman í Nýju Delí á Indlandi í dag. 2. mars 2023 07:36 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Fleiri fréttir Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Sjá meira
Þetta er í fyrsta sinn sem þeir Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, hittast í persónu frá því að innrás Rússa í Úkraínu hófst fyrir rétt rúmu ári. Nú stendur yfir fundur G20-ríkjanna, helstu iðnríkja heims. Að þessu sinni fer fundurinn fram í Nýju-Delí á Indlandi. Þar hefur orkunni helst verið eytt í að ræða innrás Rússa í Úkraínu. Hafa Rússar verið harðlega gagnrýndir á fundinum. Nokkur hiti hefur verið í umræðunum, svo mikill að ekki er að vænta sameiginlegrar yfirlýsingar að fundi loknum, líkt og venjan er Fyrir fundinn hafði ekki verið reiknað með því að Blinken og Lavrov myndu ræðast sérstaklega við. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna Antony Blinken, efst fyrir miðju, gengur framhjá rússneska kollega sínum Sergei Lavrov á G20 fundinum í morgun.Olivier Douliery/Pool Photo via AP Önnur virðist þó hafa verið raunin. Í frétt CNN er vísað í upplýsingar frá bandarískum embættismanni sem og talsmanni rússneska utanríkisráðuneytisins um að Blinken hafi óskað eftir því að ná tali af Lavrov. Eru þeir sagðir hafa ræðst við í um tíu mínútur þar sem Blinken áréttaði meðal annars stuðning Bandaríkjanna við Úkraínu vegna innrásarinnar. Er hann sagður hafa sagt við Lavrov að Bandaríkjamenn myndu styðja Úkraínu eins lengi og þurfa þyrfti. Talsmaður rússneska utanríkisráðuneytisins segir að fundurinn, ef fund skyldi kalla, hafi verið haldinn í hraði og á ferðinni, líkt og það er orðað á vef CNN. Fundurinn markar nokkur tímamót en eins og fyrr segir hafa utanríkisráðherrarnir ekki hist í persónu frá því að innrásin hófst. Þeir hafa þó oft verið á sömu fundum og á sama stað, án þess að ræðast sérstaklega við, fyrr en nú.
Hernaður Bandaríkin Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir G20 ríkin funda á Indlandi Utanríkisráðherrar G20 ríkjanna koma saman í Nýju Delí á Indlandi í dag. 2. mars 2023 07:36 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Fleiri fréttir Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Sjá meira
G20 ríkin funda á Indlandi Utanríkisráðherrar G20 ríkjanna koma saman í Nýju Delí á Indlandi í dag. 2. mars 2023 07:36