Ekkert samkomulag um Úkraínu á fundi G20-ríkja Kjartan Kjartansson skrifar 25. febrúar 2023 14:56 Nimala Sitharaman, fjármálaráðherra Indlands, (t.h.) með Jim Chalmers, áströlskum starfsbróður sínum, á G20-fundinum sem lauk í Bengaluru í dag. AP/fjármálaráðuneyti Indlands Fulltrúar Rússlands og Kína komu í veg fyrir að fjármálaráðherrar tuttugu stærstu iðnríkja heims kæmust að sameiginlegri niðurstöðu um átökin í Úkraínu. Fundi þeirra á Indlandi lauk í dag. Síðast þegar fulltrúar G20-ríkjanna svonefndu funduðu í Balí í Indónesíu í nóvember gáfu ríkin út sameiginlega ályktun þar sem þeir fordæmdu stigmagnandi átökin í Úkraínu harðlega. Það ylli gríðarlegum mannlegum þjáningum og skaðaði hagkerfi heimsins. Nirmala Sitharaman, fjármálaráðherra Indlands, sagði að til hafi staðið að halda tveimur setningum úr Balíályktuninni í yfirlýsingu fundarins sem lauk í dag. Þegar til kastanna kom hafi fulltrúar Rússlands og Kína krafist þess að setningarnar yrðu fjarlægðar úr yfirlýsingu fundarins. Ríkin hefðu samþykkt orðalagið eftir fundinn á Balí í ljósi aðstæðna þá. Nú hafi þau ekki kært sig um það. Því hafi ekki verið hægt að gefa út sameiginlega yfirlýsingu við lok fundar. Þess í stað hafi verið gefin út samantekt og yfirlit um niðurstöður hans. Sitharaman gaf ekki frekari skýringar, að sögn AP-fréttastofunnar. Janet Yellen, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, fordæmdi ólöglegt og óréttlætanlegt stríð Rússa í Úkraínu á fundi sem rússneskir embættismenn voru viðstaddir. G7-ríkin, sem Rússar tilheyra ekki, tilkynnti um nýjar refsiaðgerðir gegn Rússlandi vegna innrásarinnar í gær þegar eitt ár var liðið frá upphafi hennar. Kínverjar lögðu í gær fram friðaráætlun fyrir Úkraínu. Gagnrýnendur hennar segja hana mjög á forsendum Rússa. Í henni er ekki kallað eftir að rússneskt herlið verði dregið frá landinu en þess í stað tekið undir sjónarmið stjórnvalda í Kreml um að ábyrgð á stríðinu sé á herðum vestrænna ríkja. Rússland Indland Kína Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Vill ræða friðartillögur Kínverja við Xi Volodýrmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, segist ætla að funda með Xi Jinping, forseta Kína, til þess að ræða tillögur Kínverja um að binda enda á stríðið í Úkraínu. Hann vill meðal annars fullvissa sig um að Kínverjar ætli ekki að selja Rússum vopn. 25. febrúar 2023 08:18 Vilja að vesturveldi létti þrýstingi á Rússa til að lægja öldurnar Friðaráætlun sem kommúnistastjórnin í Kína lagði fram í dag kallar eftir því að vestræn ríki láti af refsiaðgerðum sínum gegn Rússlandi vegna innrásar þess í Úkraínu. Kínverjar taka undir ásakanir Rússa um að það hafi verið vesturveldunum að kenna að þeir réðust á nágranna sína fyrir ári. 24. febrúar 2023 08:54 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Fleiri fréttir „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Sjá meira
Síðast þegar fulltrúar G20-ríkjanna svonefndu funduðu í Balí í Indónesíu í nóvember gáfu ríkin út sameiginlega ályktun þar sem þeir fordæmdu stigmagnandi átökin í Úkraínu harðlega. Það ylli gríðarlegum mannlegum þjáningum og skaðaði hagkerfi heimsins. Nirmala Sitharaman, fjármálaráðherra Indlands, sagði að til hafi staðið að halda tveimur setningum úr Balíályktuninni í yfirlýsingu fundarins sem lauk í dag. Þegar til kastanna kom hafi fulltrúar Rússlands og Kína krafist þess að setningarnar yrðu fjarlægðar úr yfirlýsingu fundarins. Ríkin hefðu samþykkt orðalagið eftir fundinn á Balí í ljósi aðstæðna þá. Nú hafi þau ekki kært sig um það. Því hafi ekki verið hægt að gefa út sameiginlega yfirlýsingu við lok fundar. Þess í stað hafi verið gefin út samantekt og yfirlit um niðurstöður hans. Sitharaman gaf ekki frekari skýringar, að sögn AP-fréttastofunnar. Janet Yellen, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, fordæmdi ólöglegt og óréttlætanlegt stríð Rússa í Úkraínu á fundi sem rússneskir embættismenn voru viðstaddir. G7-ríkin, sem Rússar tilheyra ekki, tilkynnti um nýjar refsiaðgerðir gegn Rússlandi vegna innrásarinnar í gær þegar eitt ár var liðið frá upphafi hennar. Kínverjar lögðu í gær fram friðaráætlun fyrir Úkraínu. Gagnrýnendur hennar segja hana mjög á forsendum Rússa. Í henni er ekki kallað eftir að rússneskt herlið verði dregið frá landinu en þess í stað tekið undir sjónarmið stjórnvalda í Kreml um að ábyrgð á stríðinu sé á herðum vestrænna ríkja.
Rússland Indland Kína Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Vill ræða friðartillögur Kínverja við Xi Volodýrmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, segist ætla að funda með Xi Jinping, forseta Kína, til þess að ræða tillögur Kínverja um að binda enda á stríðið í Úkraínu. Hann vill meðal annars fullvissa sig um að Kínverjar ætli ekki að selja Rússum vopn. 25. febrúar 2023 08:18 Vilja að vesturveldi létti þrýstingi á Rússa til að lægja öldurnar Friðaráætlun sem kommúnistastjórnin í Kína lagði fram í dag kallar eftir því að vestræn ríki láti af refsiaðgerðum sínum gegn Rússlandi vegna innrásar þess í Úkraínu. Kínverjar taka undir ásakanir Rússa um að það hafi verið vesturveldunum að kenna að þeir réðust á nágranna sína fyrir ári. 24. febrúar 2023 08:54 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Fleiri fréttir „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Sjá meira
Vill ræða friðartillögur Kínverja við Xi Volodýrmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, segist ætla að funda með Xi Jinping, forseta Kína, til þess að ræða tillögur Kínverja um að binda enda á stríðið í Úkraínu. Hann vill meðal annars fullvissa sig um að Kínverjar ætli ekki að selja Rússum vopn. 25. febrúar 2023 08:18
Vilja að vesturveldi létti þrýstingi á Rússa til að lægja öldurnar Friðaráætlun sem kommúnistastjórnin í Kína lagði fram í dag kallar eftir því að vestræn ríki láti af refsiaðgerðum sínum gegn Rússlandi vegna innrásar þess í Úkraínu. Kínverjar taka undir ásakanir Rússa um að það hafi verið vesturveldunum að kenna að þeir réðust á nágranna sína fyrir ári. 24. febrúar 2023 08:54