Vill ræða friðartillögur Kínverja við Xi Kjartan Kjartansson skrifar 25. febrúar 2023 08:18 Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, vill eiga orð í eyra Xi Jinpings, forseta Kína, vegna friðaráætlunar Kínverja. Vísir/EPA Volodýrmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, segist ætla að funda með Xi Jinping, forseta Kína, til þess að ræða tillögur Kínverja um að binda enda á stríðið í Úkraínu. Hann vill meðal annars fullvissa sig um að Kínverjar ætli ekki að selja Rússum vopn. Kínverska utanríkisráðuneytið lagði fram friðaráætlun í tólf liðum í gær. Í plagginu tóku Kínverjar að mörgu leyti undir umkvartanir Rússa, þar á meðal að það hafi verið vestrænum ríkjum að kenna að Vladímír Pútín Rússlandsforseti réðst inn í Úkraínu. Leggja Kínverjar til að refsiaðgerðir gegn Rússum vegna innrásarinnar verði felldar niður. Ekki stendur þó skýrum stöfum þar að Rússar verði að draga herlið sitt til baka. Selenskíj var spurður út í tillögur Kínverja á blaðamannafundi í tilefni af því að ár var í gær liðið frá því að Rússar hófu allsherjarinnrás í Úkraínu. Hann sagði að áætlunin benti til þess að kínversk stjórnvöld tækju nú þátt í friðarumleitunum. „Ég vil virkilega trúa því að Kína ætli ekki að sjá Rússlandi fyrir vopnum,“ sagði úkraínski forsetinn. Kommúnistastjórnin í Kína hefur enn ekki svarað kröfu Selenskíj um fund með Xi forseta opinberlega, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Bandaríkjastjórn segist hafa njósnir um að kínversk stjórnvöld íhugi nú að veita Rússum hernaðaraðstoð. Fram að þessu hafa þau látið sér nægja að styðja stríðreksturinn óbeint með annars konar aðstoð. Kínversk stjórnvöld hafa kallað þær ásakanir „rógburð“. Joe Biden Bandaríkjaforseti gaf lítið fyrir meintar friðarumleitanir Kínverja þegar hann var spurður út í þær í gær. „Pútín fagnar þeim, þannig að hvernig gæti verið nokkuð varið í þær? Ég hef ekki séð neitt í áætluninni sem benti til þess að nokkur annar en Rússland hagnaðist á henni,“ sagði bandaríski forsetinn. Kína Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Vilja að vesturveldi létti þrýstingi á Rússa til að lægja öldurnar Friðaráætlun sem kommúnistastjórnin í Kína lagði fram í dag kallar eftir því að vestræn ríki láti af refsiaðgerðum sínum gegn Rússlandi vegna innrásar þess í Úkraínu. Kínverjar taka undir ásakanir Rússa um að það hafi verið vesturveldunum að kenna að þeir réðust á nágranna sína fyrir ári. 24. febrúar 2023 08:54 Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Fleiri fréttir Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Sjá meira
Kínverska utanríkisráðuneytið lagði fram friðaráætlun í tólf liðum í gær. Í plagginu tóku Kínverjar að mörgu leyti undir umkvartanir Rússa, þar á meðal að það hafi verið vestrænum ríkjum að kenna að Vladímír Pútín Rússlandsforseti réðst inn í Úkraínu. Leggja Kínverjar til að refsiaðgerðir gegn Rússum vegna innrásarinnar verði felldar niður. Ekki stendur þó skýrum stöfum þar að Rússar verði að draga herlið sitt til baka. Selenskíj var spurður út í tillögur Kínverja á blaðamannafundi í tilefni af því að ár var í gær liðið frá því að Rússar hófu allsherjarinnrás í Úkraínu. Hann sagði að áætlunin benti til þess að kínversk stjórnvöld tækju nú þátt í friðarumleitunum. „Ég vil virkilega trúa því að Kína ætli ekki að sjá Rússlandi fyrir vopnum,“ sagði úkraínski forsetinn. Kommúnistastjórnin í Kína hefur enn ekki svarað kröfu Selenskíj um fund með Xi forseta opinberlega, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Bandaríkjastjórn segist hafa njósnir um að kínversk stjórnvöld íhugi nú að veita Rússum hernaðaraðstoð. Fram að þessu hafa þau látið sér nægja að styðja stríðreksturinn óbeint með annars konar aðstoð. Kínversk stjórnvöld hafa kallað þær ásakanir „rógburð“. Joe Biden Bandaríkjaforseti gaf lítið fyrir meintar friðarumleitanir Kínverja þegar hann var spurður út í þær í gær. „Pútín fagnar þeim, þannig að hvernig gæti verið nokkuð varið í þær? Ég hef ekki séð neitt í áætluninni sem benti til þess að nokkur annar en Rússland hagnaðist á henni,“ sagði bandaríski forsetinn.
Kína Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Vilja að vesturveldi létti þrýstingi á Rússa til að lægja öldurnar Friðaráætlun sem kommúnistastjórnin í Kína lagði fram í dag kallar eftir því að vestræn ríki láti af refsiaðgerðum sínum gegn Rússlandi vegna innrásar þess í Úkraínu. Kínverjar taka undir ásakanir Rússa um að það hafi verið vesturveldunum að kenna að þeir réðust á nágranna sína fyrir ári. 24. febrúar 2023 08:54 Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Fleiri fréttir Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Sjá meira
Vilja að vesturveldi létti þrýstingi á Rússa til að lægja öldurnar Friðaráætlun sem kommúnistastjórnin í Kína lagði fram í dag kallar eftir því að vestræn ríki láti af refsiaðgerðum sínum gegn Rússlandi vegna innrásar þess í Úkraínu. Kínverjar taka undir ásakanir Rússa um að það hafi verið vesturveldunum að kenna að þeir réðust á nágranna sína fyrir ári. 24. febrúar 2023 08:54