Vilja að vesturveldi létti þrýstingi á Rússa til að lægja öldurnar Kjartan Kjartansson skrifar 24. febrúar 2023 08:54 Vladímír Pútín með XI Jinping, forseta Kína, þegar þeir hittust örfáum vikum áður en Rússar réðust inn í Úkraínu í febrúar í fyrra. Á fundinum ítrekuðu þeir vinasamband ríkjanna. AP/Alexei Druzhinin/Spútnik Friðaráætlun sem kommúnistastjórnin í Kína lagði fram í dag kallar eftir því að vestræn ríki láti af refsiaðgerðum sínum gegn Rússlandi vegna innrásar þess í Úkraínu. Kínverjar taka undir ásakanir Rússa um að það hafi verið vesturveldunum að kenna að þeir réðust á nágranna sína fyrir ári. Kínverska utanríkisráðuneytið lagði fram friðaráætlun í tólf liðum á ársafmæli innrásarinnar í dag. Washington Post segir að hún endurspegli að mestu afstöðu Kínverja til átakanna sem þeir hafi látið í ljós áður en hún bendi til þess að þeir vilji með henni draga úr áhyggjum vestrænna ríkja af því að þeir ætli að útvega Rússum vopn. Kallað er eftir vopnahléi og friðarviðræðum í kínversku áætlunni. Forsenda þeirra sé aftur á móti að Bandaríkin og Evrópuríki aflétti refsiaðgerðum til þess að koma í veg fyrir að ástandið versni enn frekar. Markmið refsiaðgerðanna er að takmarka getu Rússa til þess að há stríð í Úkraínu. Saka Kínverjar vesturveldin um að „misnota einhliða refsiaðgerðir“ sem vopn gegn Rússlandi. Aðrir ábyrgir fyrir ákvörðun Pútíns Kínverjar taka að mörgu leyti undir umkvartanir Rússa í áætluninni. Þannig eigi NATO-ríki að bera ábyrgð á því að Vladímír Pútín ákvað að ráðast á Úkraínu með því að löndum á sögulegu áhrifasvæði Rússa að ganga í varnarbandalagið. „Öryggi svæðisins ætti ekki að ná með því að styrkja eða þenja út hernaðarblokkir,“ segir í áætluninni. Pútín krafðist þess að Úkraína fengi ekki að ganga í NATO fyrir innrásina. Áætlunin gerir ráð fyrir að fullveldi allra ríkja verði virt. AP-fréttastofan segir að ekki komi þó fram hvað þýði í reynd fyrir Úkraínu og þau landsvæði sem Rússar hafa sölsað undir sig frá því að þeir innlimuðu Krímskaga ólöglega árið 2014. Sátu hjá þegar loka innrásarinnar var krafist Bandaríkjastjórn hefur sagt hafa upplýsingar um að Kínverjar íhugi nú að útvega Rússum vopn en þeir hafi fram að þessu látið sér nægja að styðja þá með öðrum hætti. Stjórnvöld í Beijing kalla þær ásakanir „rógburð“. Kínastjórn lýsir sér sem hlutlausri gagnvart átökunum. Hún hefur þó komið í veg fyrir að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fordæmdi innrásina. Kína var jafnframt eitt 32 ríkja sem sátu hjá þegar allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna greiddi atkvæði um að krefjast þess að rússneskir hermenn hverfi nú þegar frá Úkraínu í gær. Tillagan var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta. Sjö ríki greiddu atkvæði gegn henni, að Rússlandi meðtöldu, en 141 með henni. Ríkin sem greiddu atkvæði á móti voru Hvíta-Rússland, Norður-Kórea, Erítrea, Malí, Níkaragva og Sýrland, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Auk Kína voru Indland, Íran og Suður-Afríku í hópi ríkjanna sem sátu hjá. Kína Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Ár eyðileggingar og hörmunga Ár er liðið frá því Rússar hófu innrásina í Úkraínu. Á þessum degi í fyrra lýsti Vladimír Pútín, forseti Rússlands, því yfir að Rússar væru að hefja „sértæka hernaðaraðgerð í Úkraínu. 24. febrúar 2023 06:00 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Sjá meira
Kínverska utanríkisráðuneytið lagði fram friðaráætlun í tólf liðum á ársafmæli innrásarinnar í dag. Washington Post segir að hún endurspegli að mestu afstöðu Kínverja til átakanna sem þeir hafi látið í ljós áður en hún bendi til þess að þeir vilji með henni draga úr áhyggjum vestrænna ríkja af því að þeir ætli að útvega Rússum vopn. Kallað er eftir vopnahléi og friðarviðræðum í kínversku áætlunni. Forsenda þeirra sé aftur á móti að Bandaríkin og Evrópuríki aflétti refsiaðgerðum til þess að koma í veg fyrir að ástandið versni enn frekar. Markmið refsiaðgerðanna er að takmarka getu Rússa til þess að há stríð í Úkraínu. Saka Kínverjar vesturveldin um að „misnota einhliða refsiaðgerðir“ sem vopn gegn Rússlandi. Aðrir ábyrgir fyrir ákvörðun Pútíns Kínverjar taka að mörgu leyti undir umkvartanir Rússa í áætluninni. Þannig eigi NATO-ríki að bera ábyrgð á því að Vladímír Pútín ákvað að ráðast á Úkraínu með því að löndum á sögulegu áhrifasvæði Rússa að ganga í varnarbandalagið. „Öryggi svæðisins ætti ekki að ná með því að styrkja eða þenja út hernaðarblokkir,“ segir í áætluninni. Pútín krafðist þess að Úkraína fengi ekki að ganga í NATO fyrir innrásina. Áætlunin gerir ráð fyrir að fullveldi allra ríkja verði virt. AP-fréttastofan segir að ekki komi þó fram hvað þýði í reynd fyrir Úkraínu og þau landsvæði sem Rússar hafa sölsað undir sig frá því að þeir innlimuðu Krímskaga ólöglega árið 2014. Sátu hjá þegar loka innrásarinnar var krafist Bandaríkjastjórn hefur sagt hafa upplýsingar um að Kínverjar íhugi nú að útvega Rússum vopn en þeir hafi fram að þessu látið sér nægja að styðja þá með öðrum hætti. Stjórnvöld í Beijing kalla þær ásakanir „rógburð“. Kínastjórn lýsir sér sem hlutlausri gagnvart átökunum. Hún hefur þó komið í veg fyrir að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fordæmdi innrásina. Kína var jafnframt eitt 32 ríkja sem sátu hjá þegar allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna greiddi atkvæði um að krefjast þess að rússneskir hermenn hverfi nú þegar frá Úkraínu í gær. Tillagan var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta. Sjö ríki greiddu atkvæði gegn henni, að Rússlandi meðtöldu, en 141 með henni. Ríkin sem greiddu atkvæði á móti voru Hvíta-Rússland, Norður-Kórea, Erítrea, Malí, Níkaragva og Sýrland, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Auk Kína voru Indland, Íran og Suður-Afríku í hópi ríkjanna sem sátu hjá.
Kína Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Ár eyðileggingar og hörmunga Ár er liðið frá því Rússar hófu innrásina í Úkraínu. Á þessum degi í fyrra lýsti Vladimír Pútín, forseti Rússlands, því yfir að Rússar væru að hefja „sértæka hernaðaraðgerð í Úkraínu. 24. febrúar 2023 06:00 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Sjá meira
Ár eyðileggingar og hörmunga Ár er liðið frá því Rússar hófu innrásina í Úkraínu. Á þessum degi í fyrra lýsti Vladimír Pútín, forseti Rússlands, því yfir að Rússar væru að hefja „sértæka hernaðaraðgerð í Úkraínu. 24. febrúar 2023 06:00
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila