Veður

Élja­gangur en létt­skýjað norð­austan­lands

Atli Ísleifsson skrifar
Hiti á landinu verður um eða undir frostmarki.
Hiti á landinu verður um eða undir frostmarki. Vísir/Vilhelm

Veðurstofan gerir ráð fyrir suðlægri átt í dag, yfirleitt á bilinu átta til þrettán metrum á sekúndu, og má reikna með éljagangi en léttskýjuðu norðaustanlands.

Á vef Veðurstofunnar segir að þegar líður á daginn komi smálægð upp að Suðausturlandi með breytilegri vindátt og snjókomu. Hiti á landinu verður um eða undir frostmarki.

Úrkomusvæðið fer síðan norður yfir Austurland í kvöld og nótt, en á morgun verður vestlæg átt, átta til þrettán metrar á sekúndu með éljum, en austast verða tíu til fimmtán metrar á sekúndu og þar léttir að mestu til.

Veðurstofan varar ennfremur við að á meðan hiti er yfir frostmarki geti þó áfram verið hætta á krapaflóðum, skriðuföllum og staðbundnum flóðum í ám.

Spákortið fyrir klukkan 14 í dag.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag og föstudag: Vestlæg eða breytileg átt, 5-10 m/s og víða él, einkum norðanlands. Frost 0 til 12 stig kaldast inn til landsins.

Á laugardag: Vaxandi sunnanátt með snjókomu eða slyddu, en bjartviðri norðaustantil. Hiti 0 til 5 stig, en vægt frost á Norður- og Austurlandi.

Á sunnudag: Sunnan hvassviðri eða stormur með rigningu. Hiti 5 til 11 stig. Snýst í suðvestanátt með éljum og kólnar um kvöldið. Lengst af þurrt norðaustanlands.

Á mánudag: Vestlæg átt með éljum, en snýst í sunnanátt með rigningu.

Á þriðjudag: Útlit fyrir vestan og norðvestanátt með éljum og köldu veðri.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×