Úrvinda hermenn búast við enn harðari átökum Samúel Karl Ólason skrifar 6. febrúar 2023 22:41 Úkraínskir hermenn skjóta sprengikúlum að rússneskum hermönnum nærri Bakhmut í Dónetskhéraði. Getty/Madeleine Kelly Úrvinda úkraínskir hermenn kvarta yfir því að eiga við ofurefli að etja í austurhluta Úkraínu, þrátt fyrir að Rússar hafi ekki enn sent alla þá hermenn sem skikkaðir voru til herþjónustu á víglínurnar. Úkraínskir læknar segja mannfall hafa aukist að undanförnu en hart er barist víða á víglínunum í Úkraínu. Ráðamenn í Úkraínu segja að Rússar séu að undirbúa umfangsmiklar árásir í þessum mánuði og til standi að nota þá kvaðmenn sem Rússar hafa í varaliði. Þeir eru taldir um tvö hundruð þúsund og voru kvaddir í herinn í haust. Úkraínumenn segja að Rússar stefni á frekari herkvaðningar á komandi vikum. Í frétt New York Times er haft eftir ríkisstjóra Lúhanskhéraðs að þessir menn gætu verið komnir á víglínurnar eftir tvær vikur. Ríkisstjórinn, sem heitir Serhiy Haidai, segir að þrátt fyrir litla þjálfun muni þetta skipta miklu máli. „Þeir eru svo margir. Þetta eru ekki atvinnuhermenn en þetta eru samt tvö hundruð þúsund menn sem munu skjóta á okkur.“ Sjá einnig: „Við verðum að gera tímann að vopni okkar“ Grófa mynd af stöðunni á víglínum Úkraínu má sjá á meðfylgjandi kortum bandarísku hugveitunnar Institute for the study of war. Here are today's control-of-terrain maps for #Russia's invasion of #Ukraine from @TheStudyofWar and @criticalthreats Click here to see our interactive map, updated daily: https://t.co/tXBburiWEN pic.twitter.com/tQz4lZKeXW— ISW (@TheStudyofWar) February 6, 2023 Mest barist í Donbas Mest er barist á svæðinu við Bakhmut í Dónetskhéraði og við Vuhledar, þar sem rússneskir landgönguliðar eru sagðir hafa orðið fyrir gífurlegu mannfalli á undanförnum dögum og sérstaklega í dag. Lúhansk og Dónetsk mynda saman Donbas-svæðið svokallaða en sérfræðingar segja líklegt að Rússar muni leggja mest kapp á að leggja það undir sig á komandi vikum. Rússar hafa litlum sem engum árangri náð í Úkraínu svo mánuðum skiptir og Vladimír Pútín, forseti Rússlands, er sagður ólmur í sigra. We had already the news from @Tatarigami_UA that 30 Russian vehicles in the sector of Vuhledar have been knocked out or damaged and this picture from Deep State UA corroborates it. #Vuhledar #Donetsk #Ukraine https://t.co/s7WBY2OylP pic.twitter.com/gzzqFqmbuu— (((Tendar))) (@Tendar) February 6, 2023 AP fréttaveitan hefur eftir sérfræðingum að mögulega séu Rússar að leita að veikleikum í vörnum Úkraínumanna eða reyna að draga úkraínskan liðsauka á svæðið svo Rússar geti reynt að sækja fram annars staðar og þá líklegast í Saprisíjahéraði. Þar segjast Rússar hafa náð takmörkuðum árangri að undanförnu. Hér að neðan má sjá kort sem sýnir hvar Úkraínumenn segja Rússa hafa gert stórskotaliðsárásir síðasta sólarhringinn. Þannig má glögglega sjá hvar hörðustu bardagarnir geysa. Shelling locations reported by UA general staff today. pic.twitter.com/XIU7HytGBg— Def Mon (@DefMon3) February 6, 2023 Telja stutt í fall Bakhmut Í samtali við New York Times segja úkraínskir hermenn nærri Bakhmut að borgin muni líklega falla bráðum, enda hafi Rússar næstum því skorið á allar birgðaleiðir til hennar. Þeir segjast hafa færri skriðdreka og færri stórskotaliðsvopn en Rússar og að þeir hafi sömuleiðis minna af skotfærum. Það sem skiptir þó mestu máli samkvæmt hermönnunum er að Rússarnir eru mun fleiri. „Þetta er sérstaklega erfitt þegar þú ert með fimmtíu menn og þeir þrjú hundruð. Þú skýtur þá en þeir sækja bara og sækja. Þeir eru svo margir,“ sagði hermaður sem heitir Pavlo. Hermennirnir segja einnig að mannfall hafi verið mjög mikið að undanförnu og það megi að miklu leyti rekja til stórskotaliðsárása. Engin lauf séu á trjánum og hvergi sé hægt að fela sig. Læknar á sjúkrahúsi nærri víglínunum í Donbas sögðust einnig hafa orðið varir um töluverða aukningu særðra hermanna sem fluttir eru á sjúkrahúsið. Sömuleiðis séu fleiri óbreyttir borgarar fluttir þangað særðir. Þrátt fyrir hátt mannfall meðal Úkraínumanna telja ráðamenn á Vesturlöndum að mannfall meðal rússneskra hermanna sé mun meira. Embættismenn í Bandaríkjunum segja að tala fallinna og særðra rússneskra hermanna sé líklegast að nálgast tvö hundruð þúsund. #Ukraine: A Russian BMP-2 infantry fighting vehicle was destroyed by Ukrainian fire in the vicinity of Avdiivka, #Donetsk Oblast. pic.twitter.com/ctXrdPMf5i— Ukraine Weapons Tracker (@UAWeapons) February 6, 2023 Bakhjarlar Úkraínu hafa heitið því að útvega ríkinu vestræna skriðdreka og hafa þegar sent mikið af bryndrekum til Úkraínu. Ólíklegt er að skriðdrekarnir muni hjálpa Úkraínumönnum til skamms tíma þar sem þjálfun úkraínskra hermanna á þá er í flestum tilfellum óhafin. Michael Kofman, sem sérhæfir sig í málefnum rússneska hersins, skrifaði í dag að hann ætti von á því að Rússar myndu einbeita sér að Donbas og að Úkraínumenn gætu mögulega einbeitt sér að því að verjast árásum Rússa og draga úr getu þeirra, með því markmiði að ná yfirhöndinni þegar vorið nálgast og Rússar hafi notað mikið af skotfærum sínum og mannafla. But, I suspect Kyiv does not believe that time is on Ukraine's side. Wary of Russian entrenchment and seeking to avoid the perception of a stalemate, UA is likely to move sooner than later. That's been the trend thus far. 22/— Michael Kofman (@KofmanMichael) February 6, 2023 Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Rússland Tengdar fréttir Segir Pútín hafa lofað sér því að láta ekki drepa Selenskí Naftali Bennett, fyrrverandi forsætisráðherra Ísrael, hefur greint frá því að Vladimir Pútín Rússlandsforseti hafi heitið honum því skömmu eftir innrás Rússa í Úkraínu að hann myndi ekki láta drepa Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. 6. febrúar 2023 07:36 Varnarmálaráðherra Úkraínu látinn taka pokann sinn Oleksii Reznikov hefur verið skipt út sem varnarmálaráðherra Úkraínu. Kyrylo Budanov, yfirmaður GUR leyniþjónustunnar, leysir hann af hólmi. 5. febrúar 2023 21:47 Tékklandsforseti vill Úkraínu í Nató um leið og stríðinu lýkur Nýkjörinn forseti Tékklands segist þeirrar skoðunar að Úkraína eigi að fá inngöngu í Atlantshafsbandalagið. 1. febrúar 2023 07:38 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Sjá meira
Ráðamenn í Úkraínu segja að Rússar séu að undirbúa umfangsmiklar árásir í þessum mánuði og til standi að nota þá kvaðmenn sem Rússar hafa í varaliði. Þeir eru taldir um tvö hundruð þúsund og voru kvaddir í herinn í haust. Úkraínumenn segja að Rússar stefni á frekari herkvaðningar á komandi vikum. Í frétt New York Times er haft eftir ríkisstjóra Lúhanskhéraðs að þessir menn gætu verið komnir á víglínurnar eftir tvær vikur. Ríkisstjórinn, sem heitir Serhiy Haidai, segir að þrátt fyrir litla þjálfun muni þetta skipta miklu máli. „Þeir eru svo margir. Þetta eru ekki atvinnuhermenn en þetta eru samt tvö hundruð þúsund menn sem munu skjóta á okkur.“ Sjá einnig: „Við verðum að gera tímann að vopni okkar“ Grófa mynd af stöðunni á víglínum Úkraínu má sjá á meðfylgjandi kortum bandarísku hugveitunnar Institute for the study of war. Here are today's control-of-terrain maps for #Russia's invasion of #Ukraine from @TheStudyofWar and @criticalthreats Click here to see our interactive map, updated daily: https://t.co/tXBburiWEN pic.twitter.com/tQz4lZKeXW— ISW (@TheStudyofWar) February 6, 2023 Mest barist í Donbas Mest er barist á svæðinu við Bakhmut í Dónetskhéraði og við Vuhledar, þar sem rússneskir landgönguliðar eru sagðir hafa orðið fyrir gífurlegu mannfalli á undanförnum dögum og sérstaklega í dag. Lúhansk og Dónetsk mynda saman Donbas-svæðið svokallaða en sérfræðingar segja líklegt að Rússar muni leggja mest kapp á að leggja það undir sig á komandi vikum. Rússar hafa litlum sem engum árangri náð í Úkraínu svo mánuðum skiptir og Vladimír Pútín, forseti Rússlands, er sagður ólmur í sigra. We had already the news from @Tatarigami_UA that 30 Russian vehicles in the sector of Vuhledar have been knocked out or damaged and this picture from Deep State UA corroborates it. #Vuhledar #Donetsk #Ukraine https://t.co/s7WBY2OylP pic.twitter.com/gzzqFqmbuu— (((Tendar))) (@Tendar) February 6, 2023 AP fréttaveitan hefur eftir sérfræðingum að mögulega séu Rússar að leita að veikleikum í vörnum Úkraínumanna eða reyna að draga úkraínskan liðsauka á svæðið svo Rússar geti reynt að sækja fram annars staðar og þá líklegast í Saprisíjahéraði. Þar segjast Rússar hafa náð takmörkuðum árangri að undanförnu. Hér að neðan má sjá kort sem sýnir hvar Úkraínumenn segja Rússa hafa gert stórskotaliðsárásir síðasta sólarhringinn. Þannig má glögglega sjá hvar hörðustu bardagarnir geysa. Shelling locations reported by UA general staff today. pic.twitter.com/XIU7HytGBg— Def Mon (@DefMon3) February 6, 2023 Telja stutt í fall Bakhmut Í samtali við New York Times segja úkraínskir hermenn nærri Bakhmut að borgin muni líklega falla bráðum, enda hafi Rússar næstum því skorið á allar birgðaleiðir til hennar. Þeir segjast hafa færri skriðdreka og færri stórskotaliðsvopn en Rússar og að þeir hafi sömuleiðis minna af skotfærum. Það sem skiptir þó mestu máli samkvæmt hermönnunum er að Rússarnir eru mun fleiri. „Þetta er sérstaklega erfitt þegar þú ert með fimmtíu menn og þeir þrjú hundruð. Þú skýtur þá en þeir sækja bara og sækja. Þeir eru svo margir,“ sagði hermaður sem heitir Pavlo. Hermennirnir segja einnig að mannfall hafi verið mjög mikið að undanförnu og það megi að miklu leyti rekja til stórskotaliðsárása. Engin lauf séu á trjánum og hvergi sé hægt að fela sig. Læknar á sjúkrahúsi nærri víglínunum í Donbas sögðust einnig hafa orðið varir um töluverða aukningu særðra hermanna sem fluttir eru á sjúkrahúsið. Sömuleiðis séu fleiri óbreyttir borgarar fluttir þangað særðir. Þrátt fyrir hátt mannfall meðal Úkraínumanna telja ráðamenn á Vesturlöndum að mannfall meðal rússneskra hermanna sé mun meira. Embættismenn í Bandaríkjunum segja að tala fallinna og særðra rússneskra hermanna sé líklegast að nálgast tvö hundruð þúsund. #Ukraine: A Russian BMP-2 infantry fighting vehicle was destroyed by Ukrainian fire in the vicinity of Avdiivka, #Donetsk Oblast. pic.twitter.com/ctXrdPMf5i— Ukraine Weapons Tracker (@UAWeapons) February 6, 2023 Bakhjarlar Úkraínu hafa heitið því að útvega ríkinu vestræna skriðdreka og hafa þegar sent mikið af bryndrekum til Úkraínu. Ólíklegt er að skriðdrekarnir muni hjálpa Úkraínumönnum til skamms tíma þar sem þjálfun úkraínskra hermanna á þá er í flestum tilfellum óhafin. Michael Kofman, sem sérhæfir sig í málefnum rússneska hersins, skrifaði í dag að hann ætti von á því að Rússar myndu einbeita sér að Donbas og að Úkraínumenn gætu mögulega einbeitt sér að því að verjast árásum Rússa og draga úr getu þeirra, með því markmiði að ná yfirhöndinni þegar vorið nálgast og Rússar hafi notað mikið af skotfærum sínum og mannafla. But, I suspect Kyiv does not believe that time is on Ukraine's side. Wary of Russian entrenchment and seeking to avoid the perception of a stalemate, UA is likely to move sooner than later. That's been the trend thus far. 22/— Michael Kofman (@KofmanMichael) February 6, 2023
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Rússland Tengdar fréttir Segir Pútín hafa lofað sér því að láta ekki drepa Selenskí Naftali Bennett, fyrrverandi forsætisráðherra Ísrael, hefur greint frá því að Vladimir Pútín Rússlandsforseti hafi heitið honum því skömmu eftir innrás Rússa í Úkraínu að hann myndi ekki láta drepa Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. 6. febrúar 2023 07:36 Varnarmálaráðherra Úkraínu látinn taka pokann sinn Oleksii Reznikov hefur verið skipt út sem varnarmálaráðherra Úkraínu. Kyrylo Budanov, yfirmaður GUR leyniþjónustunnar, leysir hann af hólmi. 5. febrúar 2023 21:47 Tékklandsforseti vill Úkraínu í Nató um leið og stríðinu lýkur Nýkjörinn forseti Tékklands segist þeirrar skoðunar að Úkraína eigi að fá inngöngu í Atlantshafsbandalagið. 1. febrúar 2023 07:38 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Sjá meira
Segir Pútín hafa lofað sér því að láta ekki drepa Selenskí Naftali Bennett, fyrrverandi forsætisráðherra Ísrael, hefur greint frá því að Vladimir Pútín Rússlandsforseti hafi heitið honum því skömmu eftir innrás Rússa í Úkraínu að hann myndi ekki láta drepa Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. 6. febrúar 2023 07:36
Varnarmálaráðherra Úkraínu látinn taka pokann sinn Oleksii Reznikov hefur verið skipt út sem varnarmálaráðherra Úkraínu. Kyrylo Budanov, yfirmaður GUR leyniþjónustunnar, leysir hann af hólmi. 5. febrúar 2023 21:47
Tékklandsforseti vill Úkraínu í Nató um leið og stríðinu lýkur Nýkjörinn forseti Tékklands segist þeirrar skoðunar að Úkraína eigi að fá inngöngu í Atlantshafsbandalagið. 1. febrúar 2023 07:38