Erlent

Búast við stórsókn Rússa í lok febrúar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Björgunarlið að störfum í rústum íbúðarhúss sem sprengt var í loft upp í morgun í borginni Kramatorsk.
Björgunarlið að störfum í rústum íbúðarhúss sem sprengt var í loft upp í morgun í borginni Kramatorsk. AP Photo/Yevgen Honcharenko

Varnarmálaráðherra Úkraínu fullyrðir að Rússar séu að undirbúa nýja stórsókn sem gæti hafist í lok þessa mánaðar eða í kringum 24. febrúar.

Oleksii Reznikov segir að Rússar hafi safnað saman um 500 þúsund hermönnum og að mögulega reyni þeir nýja sókn í febrúar í ljósi þess að þá er eitt ár liðið frá upphaflegu innrásinni. 23. febrúar er líka stór dagur í hugum Rússa því þá heiðra menn Rauða herinn fyrir að verja ættjörðina.

Loftárásir Rússa hafa haldið áfram á Úkraínu síðustu daga og í nótt létust þrír í árás á borgina Kramatorsk og átta særðust þegar rússneskt flugskeyti lenti á íbúðarblokk. Óttast er að fleiri lík muni finnast í rústunum.

Volodomír Selenskí Úkraínuforseti skrifaði á samfélagsmiðla eftir árásina og sagði að eina leiðin til að stöðva rússnesku hryðjuverkamennina væri með því að sigra þá. Til þess þurfi Úkraínumenn skriðdreka, langdrægar flaugar og orrustuþotur.


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×