Þetta kemur fram í yfirliti um tíðarfar í janúar 2023 sem Veðurstofan tók saman. Þar segir að fyrri hluti mánaðarins hafi verið einstaklega kaldur, sérstaklega á vestari helming landsins. Á landsvísu var mánuðurinn sá kaldasti á þessari öld.
Þetta var kaldasti janúar á öllum spásvæðum vestari helming landsins, að undanskildum Vestfjörðum. Einn vestfirskur janúarmánuður hefur verið kaldari en þessi sem var að líða.

Úrkoma í janúar var 74,2 millimetrar í Reykjavík og 42,4 millimetrar á Akureyri. Mest var úrkoman á Höfn í Hornafirði, 133,9 millimetrar. Reykvíkingar fengu þrjá morgna án snjós en Akureyringar einungis einn.
Í Reykjavík mældust 46,8 sólskinsstundir í mánuðinum sem er 24,3 stundum yfir meðallagi. Aðeins þrisvar sinnum frá upphafi mælinga hafa mælst færri sólskinsstundir í janúar í höfuðborginni, síðast árið 1977. Á Akureyri mældust 2,5 sólskinsstundir í mánuðinum, en það er fjórum stundum undir meðallagi.