Veður

Reikna með hviðum að 55 metrum á sekúndu

Atli Ísleifsson skrifar
Seint í dag verður ekkert ferðaveður á sunnan- og vestanverðu landinu.
Seint í dag verður ekkert ferðaveður á sunnan- og vestanverðu landinu. Vísir/Vilhelm

Veður fer hratt versnandi á Suðurlandi upp úr hádegi. Í Mýrdal og undir Eyjafjöllum verður ofsaveður og má reikna með hviðum, 40 til 55 metrum á sekúndu, milli klukkan 14 og 18 í dag og litlu síðar í Öræfum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar en ört dýpkandi lægð nálgast nú landið.

Á Hellisheiði, Þrengslum og Mosfells- og Lyngdalsheiði má reikna með hríðarveðri og litlu skyggni eftir klukkan 14. Reiknað er með að óveðrið standi fram á nótt.

Á vef Veðurstofunnar segir seint í dag verði ekkert ferðaveður á sunnan- og vestanverðu landinu.

Frost verður á bilinu núll til tíu stig, en það gæti hlánað við suðurströndina um tíma kvöld.


Tengdar fréttir

Djúp lægð skellur á landið eftir há­degið

Ört dýpkandi lægð nálgast nú landið úr suðvestri og má því reikna með vaxandi austanátt, 18 til 25 metrum á sekúndu síðdegis og víða snjókoma. Hvassara verður syðst á landinu fram á kvöld með talsverðri ofankomu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×