Veður

Djúp lægð skellur á landið eftir há­degið

Atli Ísleifsson skrifar
Ekkert ferðaveður á sunnan- og vestanverðu landinu síðdegis í dag.
Ekkert ferðaveður á sunnan- og vestanverðu landinu síðdegis í dag. Vísir/Vilhelm

Ört dýpkandi lægð nálgast nú landið úr suðvestri og má því reikna með vaxandi austanátt, 18 til 25 metrum á sekúndu síðdegis og víða snjókoma. Hvassara verður syðst á landinu fram á kvöld með talsverðri ofankomu.

Í hugleiðingum veðurfræðings segir að á Norðaustur- og Austurlandi verði vindur hins vegar mun hægari. Seint í dag verður ekkert ferðaveður á sunnan- og vestanverðu landinu.

Frost veður bilinu núll til tíu stig, en það gæti hlánað við suðurströndina um tíma kvöld.

Gular og appelsínugular viðvaranir taka giildi eftir hádegi.Veðurstofan

Gular og appelsínugular viðvaranir vegna hvassviðris eða storms taka gildi á stærstum hluta landsins eftir hádegi í dag.

Höfuðborgarsvæðið:

  • Gul viðvörun: Austan hvassviðri eða stormur og snjóko,a. 30. jan kl. 15 til 31. jan. kl. 03

Suðurland:

  • Gul viðvörun: Austan hvassviðri eða stormur og snjókoma. 30. Jan kl. 11 til 14
  • Appelsínugul viðvörun: Austan rok eða stormur. 30 jan. kl. 14:00 – 31 jan. kl. 08:00

Faxaflói:

  • Gul viðvörun: Austan hvassviðri og snjókoma. 30. jan. kl. 14:00 – 17:00
  • Appelsínugul viðvörun: Austan stormur eða rok og snjókoma 30. jan. kl. 17:00 – 23:00
  • Gul viðvörun: Norðaustan hvassviðri eða stormur. 30. jan. kl. 23:00 – 31. jan. kl. 08:00

Breiðafjörður:

  • Gul viðvörun: Austan og norðaustan stormur og snjókoma. 30. jan. kl. 15:00 – 31. jan. kl. 07:00

Vestfirðir

  • Gul viðvörun: Austan hvassviðri eða stomur. 30. jan. kl. 15:00 – 19:00
  • Appelsínugul viðvörun: Austan stormur eða rok og snjókoma. 30. jan. kl. 19:00 – 31. jan. kl. 07:00
  • Gul viðvörun: Austan hvassviðri eða stomur. 31. jan. kl. 05:00 – 10:00

Strandir og Norðurland vestra:

  • Gul viðvörun: Austan hvassviðri eða stomur. 30. jan. kl. 17:00 – 31. jan. kl. 07:00

Suðausturland:

  • Gul viðvörun: Austan hvassviðri eða stormur og snjókoma. 30 jan. kl. 14:00 – 16:00
  • Appelsínugul viðvörun: Austan stórhríð. 30. jan. kl. 16:00 – 31. jan. kl. 10:00
  • Gul viðvörun: Austan hvassviðri eða stormur. 31. jan. kl. 09:00 – 13:00

Miðhálendið:

  • Gul viðvörun: Austan og norðaustan stórhríð. 30. jan. kl. 13:00 – 31. jan. kl. 11:00

Á morgun fjarlægist lægðin landið og þá dregur smám saman úr vindi, norðaustan og norðan 5-15 m/s síðdegis. Víða él og frost 0 til 7 stig.

Spákort fyrir klukkan 18 í dag. Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag: Norðaustan 15-25 um morguninn, hvassast syðst. Dregur síðan úr vindi, 5-15 m/s seinnipartinn. Víða él, en úrkomulítið suðvestantil. Frost 0 til 8 stig.

Á miðvikudag: Austlæg átt 3-10 og dálítil él, en þurrt að kalla á Vesturlandi. Frost 2 til 10 stig. Bætir í vind um kvöldið.

Á fimmtudag: Hvöss suðaustanátt og snjókoma í fyrstu, en hlýnar síðan með rigningu eða slyddu á láglendi. Hægari suðvestanátt seinnipartinn og kólnar aftur með éljum, en styttir upp norðaustanlands.

Á föstudag: Vestlæg átt og él, en léttir til austanlands eftir hádegi. Frost 1 til 7 stig.

Á laugardag: Vestan og norðvestanátt og éljagangur, en þurrt að kalla suðaustantil. Frost 2 til 9 stig.

Á sunnudag: Suðaustanátt og hlýnar með rigningu eða slyddu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×